Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 15

Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 Massey Ferguson Meiriháttar dráttarvélar fyrir meiriháttar bændur Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar og fáið sérsniðna vél að ykkar þörfum. Til á lager MF5610 , MF5613 og MF6615 Það er ekki að ástæðulausu að Massey Ferguson er ein mest selda dráttarvél undanfarinna ára. Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Skógafoss: Tímabundin lokun göngustígs Álag á göngu- stígum við Skógafoss hefur verið gríðarlegt í vetur vegna mikils ferða- mannastraums. Hlýindi og vætutíð hafa gert það að verkum að göngustígar hafa vaðist upp í leðju og hætta hefur verið á verulegum skemmd- um á viðkvæmri náttúru svæðisins. Umhverfisstofnun lokaði göngu- stígnum á Skógaheiði þann 9. des- ember síðastliðinn tímabundið fyrir ferðamönnum með það að markmiði að vinna að viðeigandi verndarráð- stöfunum, t.d. með því að byggja þar upp malargöngustíg. Ljóst er að framkvæmdir á Skógaheiði munu taka tíma og spilar veðráttan þar stórt hlutverk. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að göngustígurinn verði lokaður næstu vikurnar, eða til 17. mars næstkom- andi, eða þar til verndarráðstöfunum er lokið og óhætt verður að hleypa umferð fólks aftur inn á svæðið. Lokunin er samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. /MÞÞ Innflutningur á kjöti jókst um 12,9% 2016 Kjötmarkaðurinn 2016 Sala á Hlutdeild innlendri innlendrar framleiðslu Innflutn.* Sala alls framleiðslu Innflutningur Alifuglakjöt 81% 19% Svínakjöt 78% 22% Nautakjöt 80% 20% Kindakjöt 100% 0% Hrossakjöt 100% 0% Samtals 79% 21% Aðrar innfl. kjötvörur Innflutningur á kjöti af nautgrip- um, svínum og alifuglum (kalkún- um og kjúklingum) árið 2016 nam samtals 2.931 tonni. Jókst inn- flutningurinn um 12,9% frá 2015 þegar hann nam 2.597 tonnum. Enn fremur voru flutt inn 287 tonn af unnum kjötvörum sem að uppistöðu er kjöt af fyrrnefndum tegundum. Þar varð lítils háttar samdráttur frá fyrra ári þegar inn- flutningur nam 305 tonnum. Innflutt kjöt er að stærstum hluta beinlaust, þ.e. úrbeinað kjöt. Til að umreikna það til jafngildis við sölu á kjöti í heilum skrokkum hefur innflutningur verið umreiknaður í skrokka og er reiknað með að nýt- ingarhlutfall kjöts sé um 60% af skrokki. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þessu nemur hlutdeild innflutts kjöts í heildarmarkaði 21% árið 2016. Þar við bætast svo unnar kjötvörurnar. Heildar kjötmarkaðurinn á árinu 2016 skiptist eins og sjá má í með- fylgjandi töflu á eftirfarandi hátt niður á kjöttegundir. Útflutningur til margra landa Alls voru flutt út 2.781,6 tonn af lambakjöti að verðmæti 1.826 millj- ónir króna. Meðalverðmæti fob nam 656 kr/kg. Útflutningur í magni er mestur til Bretlands en þangað fóru 810 tonn en um 80% af því eru fryst úrbeinuð lambaslög. Til Noregs fóru 550 tonn, að stærstum hluta fryst lambakjöt í heilum skrokkum. Þriðja stærsta viðskiptalandið eru Færeyjar með 322 tonn. Í 4.–6 sæti. eru Spánn, Rússland og Bandaríkin í þessari röð. Af afurðum er útflutningur mestur á frystum úrbeinuðum slögum 27% og lambakjöt í heilum skrokkum, nýtt og fryst 28%. Hrossakjöt var flutt út til 7 landa, alls 272 tonn að verðmæti 92 millj. kr. Útflutningur á skyri nam 1.261 tonni að verðmæti 491 m.kr. Um 450 tonn fóru til Sviss og 322 tonn til Bandaríkjanna. Æðardúnn var fluttur út til 9 landa. Mikilvægasta landið er Japan en þangað fór 63% af framleiðslunni. Heildarútflutningur nam 3.382 kg að verðmæti 694 m.kr., eða rösklega 205.000 kr/kg. Þá nam útflutnings- verðmæti minkaskinna 746 milljón- um króna. /EB/HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.