Bændablaðið - 23.02.2017, Síða 21

Bændablaðið - 23.02.2017, Síða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 endur skoðun á stefnu CAP er meiningin að banna með öllu notkun á glýfósati sem er virka eiturefnið í mest notuðu hjálparefnum landbúnaðarins víða um heim. Þetta mun þýða að framleiðslu- geta landbúnaðar í Evrópu mun dragast saman. Slíkt bann átti að ganga í gildi 30. júní 2016, en Evrópuráðið heyktist á að halda því til streitu. Þess í stað var samþykkt að heimila áframhaldandi notkun á glýfósati til bráðabirgða í 18 mánuði, eða til ársloka 2017. Sífellt fleiri vísindamenn og stofnanir eru farnar að vara við óhóflegri notkun jurta- og skor- dýraeiturs, ofnotkun áburðar sem og fúkkalyfja í landbúnaði. Er það í takt við upplýsingar um afar nei- kvæð áhrif sem þessi efni eru farin að hafa á heilsu fólks víða um heim. Þeir sem móta stefnuna innan ESB hafa tekið undir áhyggjur vísinda- manna. Enn einn vandinn hefur svo verið að skjóta upp kollinum, en það er ryðsveppur sem herjar á hveiti og dreifist hratt um Evrópu. Þó það komi glýfósat-umræðunni væntanlega ekkert við, þá mun það nær örugglega kalla á stór- aukna notkun á sveppaeitri. Það gæti líka tekið mörg ár að finna, eða „hanna“ afbrigði sem ver sig gegn ryðsveppnum. Fæðuöryggi þjóðarinnar ógnað? Það þarf enga snillinga til að sjá að þessi þróun mun hafa mikil áhrif á Íslandi, sér í lagi ef menn ætla að byggja aukna neyslu nær alfarið á auknum innflutningi. Um það hefur vissulega verið hávær krafa af hálfu íslenskrar verslunarforystu. Einn liður í þeirri þróun var samningur- inn sem gerður var um tollalækk- anir á landbúnaðarvörum gagnvart ESB haustið 2015 og samþykktur á Alþingi haustið 2016. Annar þáttur er mikil áhersla núverandi landbún- aðarráðherra á að gera breytingar á landbúnaðarkerfinu, hvað sem það svo felur í sér. Í þessu ljósi þarf heldur engan snilling til að reikna það út að aukinn innflutningur á landbúnað- arvörum í enn harðari samkeppni við íslenska framleiðslu mun leiða til minna framboðs á íslenskum matvælum þar sem bændur gef- ast hreinlega upp. Það ýtir síðan aftur undir kröfur um enn aukinn innflutning og frekari hnignunar innlendrar framleiðslu. Þótt offramboð hafi verið á sumum matvælum og lágt verð í Evrópu til skamms tíma er sú staða greinilega ekki talin varanleg. Það sem tekur við er væntanlega harður slagur um það sem þar verður í boði og stórhækkað matvælaverð. Tölur FAO af kjötmarkaði sýna glögglega slíka þróun. Á síðasta ári voru framleidd um 322 milljónir tonna af kjöti á heimsvísu og um 31 milljón tonn af því fór í milliríkjavið- skipti. Framleiðsluaukningin var sáralítil á milli ára, eða um 0,3%. Verðhækkunin var hins vegar að meðaltali um 3 til 5%. Verulega hækkandi matvælaverð m.a. á Íslandi er óhjákvæmileg afleiðing þessarar þróunar. Ef ekkert verður gert til að tryggja áframhaldandi innlenda landbúnaðarframleiðslu, hlýtur fæðuöryggi þjóðarinnar að vera ógnað. Óheft aðgengi að matvælum og vatni ekki lengur tryggt Sú tíð er liðinn að Evrópubúar geti treyst á að kaupa ódýr matvæli frá öðrum ríkjum utan álfunnar. F j ö l g u n jarðarbúa, minnk- andi aðgengi að ræktarlandi og ofnýting á neysluvatni er að leiða til þess að víða um heim geta menn ekki lengur annað þörfum heimamanna, hvað þá annarra. Sem dæmi þá hafa Kínverjar verið að stórauka sína landbúnaðarfram- leiðslu, en hafa samhliða verið að kaupa upp ræktarland í Afríku, í Suður-Ameríku og víðar til að tryggja eigin þegnum matvæli. Íslendingar hafa líka orðið varir við ásókn útlendinga í bújarðir og eru nefndar ýmsar forsendur fyrir því. Kínverskir fjárfestar kaupa ræktarland í Ástralíu Samkvæmt China Daily hafa kín- verskir fjárfestar stóraukið kaup á ræktarlandi í Ástralíu og eiga þar nú yfir þrjár milljónir hektara. Þá hafa indverskir fjárfestar, Sádi-arabar, Þjóðverjar og fleiri verið að kaupa ræktarland í Afríku og hvar sem tækifæri gefast. Kínverjar eru í dag stærstu innflytjendur á lambakjöti í heim- inum. Þannig fluttu þeir inn um 220 þúsund tonn af lambakjöti frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi á árinu 2016. Mestur var innflutningurinn 2014, eða um 275.000 tonn, en innflutningurinn síðustu fjögur ár er verulegt stökk frá 2010 þegar talan var einungis um 60.000 tonn. Kínverjar velja þó fremur að borða svínakjöt en lambakjöt og mark- aðsverð á svínakjöti hefur stýrt mjög eftirspurninni eftir öðrum kjöttegundum. Kína er risastór áhrifavaldur Aukin velmegun í Kína og efl- ing millistéttarinnar hefur leitt til stóraukinnar kjötneyslu. Kínverjar framleiddu um 79,6 milljónir tonna af kjöti og 38 milljónir tonna af mjólkurvörum á árinu 2012 og hefur hún talsvert aukist síðan. Framleiðsla Kínverja hefur verið langmest á svínakjöti, en einnig umtalsverð á alifugla- og nautakjöt. Öll sú framleiðsla er þó langt frá því að duga í vaxandi kjötneyslu þessarar þjóðar sem telst vera um 21% mannkyns. Því verður að flytja inn gríðarlegt magn af kjöti og fóðri til dýraeldis. Kínversk stjórnvöld lýstu því reyndar yfir í fyrrasumar að reynt yrði að draga úr kjötneyslunni þar í landi, m.a. til að minnka innflutning og til að mæta auknum kröfum í loftslagsmálum. Kínverjar stærstu framleiðendur og neytendur svínakjöts Kínverjar eru samkvæmt tölum bandaríska landbúnaðarráðuneyt- isins (USDA) þegar stærstu fram- leiðendur og neytendur á svínakjöti. Þeir eru líka stærstir í innflutningi á svínakjöti sem hlutfall af heims- viðskiptum, eða með nær 30% af markaðnum. Þar af koma um 17% frá ríkjum Evrópusambandsins. Aukin viðskipti með svínakjöt frá Evrópu gætu því að einhverju leyti komið í stað viðskipta við Rússa, en tilkostnaðurinn er án efa meiri. Stórir innflytjendur á nautakjöti Á árinu 2016 urðu Kínverjar svo næststærstu innflytjendur á nauta- kjöti í heiminum, en þeir eru til- tölulega nýir á þessum markaði. Bandaríska landbúnaðarráðu- neytið telur að Kínverjar fari fram úr Bandaríkjunum í innflutningi á nautakjöti á næstu tveim til þrem árum. Þá muni aukin neysla Kínverja á nautakjöti hafa gríðarleg áhrif á heimsmarkaðsverð strax á þessu ári. 300 milljón bændur með afar lítið jarðnæði Um 300 milljónir kínverskra bænda stunda nú landbúnað á 120 millj- ónum hektara lands. Það þýðir að hver bóndi hefur einungis um 0,4 hektara að meðaltali til umráða samkvæmt tölum matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Þrátt fyrir að þessi staða hindri mikla framleiðniaukn- ingu þá hafa orðið gríðarlegar tækniframfarir í kínverskum land- búnaði á síðustu 30 árum. Á árinu 2010 var framleiðni bænda samt einungis mæld 16% af framleiðni hvers Kínverja í iðnaði. Framleiða gríðarlega mikið en samt dugar það ekki Framleiðslutölur í kínverskum landbúnaði eru gríðarlega háar. Þannig framleiddu kínversk- ir bændur 571,2 milljón tonna af korni árið 2012 og fór í 616 milljón tonn 2016. Það var þó 5,2 milljónum tonnum minni fram- leiðsla en 2015. Þá minnkaði hrís- grjónauppskeran úr 208 milljón- um tonna í 206 milljónir tonna. Hveitiuppskeran dróst lítillega saman og endaði í tæplega 129 milljónum tonna. Þá framleiða Kínverjar líka mikið af maís eða nær 215 milljónir tonna. Hratt gengið á ræktarland Með aukinni tækni- og iðnvæð- ingu hefur verið gengið mjög á ræktarland í Kína. Frá 1997 hefur ræktarland í Kína minnkað um 8,2 milljónir hektara, mest af því hefur farið undir aukið þéttbýli og borgir. Land á hvern íbúa er nú aðeins 0,092 hektarar eða 40% minna en meðaltalið á heimsvísu. Samhliða þessu hefur verið gengið mjög á vatn, er nú orðinn skortur á vatni til að viðhalda framleiðslu- getu landbúnaðarins. Kínversk stjórnvöld hafa haft af þessu vax- andi áhyggjur. Reynt hefur verið að auka framleiðslugetuna í landbún- aði með óhóflegri áburðargjöf, eða 3,9 sinnum meira en notað er að meðaltali á hektara á heimsvísu. Skordýraeitur hefur einnig verið notað í stórum stíl. Umhverfisáhrifin eru þegar orðin veruleg með niðurbroti jarðvegs og grunnvatnsmengun. Ofan á allt þetta kemur loftslagshlýnun og þurrkar. Loftslagsbreytingar einar og sér eru taldar munu draga úr framleiðslu- getu landbúnaðar í Kína um 5–10% fram til 2030. Allt eykur þetta síðan þrýsting á heimsmarkað með mat- væli, fóður og vatn. Tækifæri talin felast í erfiðri stöðu Þrátt fyrir þessa svörtu sýn sem fram kemur í gögnum FAO um Kína, er ýmislega hægt að gera þar í landi til úrbóta. Eru því mikil tækifæri talin felast í stöðunni. Þrátt fyrir mikla fátækt víða í dreifbýlinu í Kína nýtur þjóðin þess að hafa búið við mikinn efnahagsvöxt á liðnum árum. Það hefur gert þjóðina að öðru stærsta efnahagsveldi heims. Ýmislegt hefur líka verið gert á síðustu árum, m.a. til að bæta hag bænda og auka sjálfbærni í land- búnaði. Einnig hafa Kínverjar verið að taka sig á í umhverfismálum. Þá hafa þeir fjárfest gríðarlega í líf- tæknigeiranum með það í huga m.a. að auka framleiðnina í landbúnaði. Samkvæmt frétt China Daily hyggjast Kínverjar nútímavæða landbúnað af miklum krafti og ætla að verja til þess 450 milljörð- um dollara fram til 2020. Hversu mikilli framleiðsluaukningu þeir hyggjast ná með hliðsjón af minnk- andi ræktarlandi og minna aðgengi að vatni skal ósagt látið. Þetta mun þó örugglega þýða aukna vélvæð- ingu og verulega fækkun starfa í landbúnaði. Þar kemur líka fram að þeir hyggist samhliða þessu reyna að auka ekki notkun eiturefna og áburðar frá því sem nú er. volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum GARÐHÚSUM á meðan byrgðir endast GARÐHÚS 4,7m² GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is · Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400. Þótt kínverskir bændir teljist kannski ekki þeir tæknivæddustu í heimi enn sem komið er þá framleiða þeir samt gríðarlegt af korni og öðrum tegund- um landbúnaðarafurða. Hér er verið að vinna við hreinsun á pipar. Auka þarf framleiðslu matvæla gríðarlega á komandi árum ef mæta á þörfum sívaxandi fólksfjölda. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.