Bændablaðið - 23.02.2017, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
ástandi en sá sem við henni tók.
Hér hefur alltaf verið búskapur og
þannig getur maður séð af gömlum
uppskeruskráningum að árið 1657
voru hér 5 nautgripir, 2 kindur, 2
geitur og sáð var út einni og hálfri
tunnu af korni en 200 árum síðar var
hér 1 hestur á bænum, 10 kýr, 24
kindur og uppskorið var 14 tunnur af
korni og 14 tunnur af kartöflum. Svo
tímarnir breytast og er skemmtilegt
að hafa þessar upplýsingar og geta
farið aftur í tímann. Hér var einnig
alltaf til nóg af smjöri og osti og er
til gamalt orðtak yfir það.“
Kirkjusókn og tunnubönd
Um aldamótin 1900 bjuggu um 30
manns á Kjepso. Vegur til að komast
að sjó, nausti og bát kom snemma
og var haldið vel við, meðal annars
til að geta róið með íbúa staðarins
til kirkju á sunnudögum.
„Fyrst um sinn tilheyrði Kjepso
sókninni í Kinsarvik sem er um 48
kílómetra í burtu en eftir að fólk frá
Øystese tók yfir hér á Kjepso og sótti
um að hafa sóknina í samnefndum
bæ gekk það í gegn árið 1881. Þetta
er rúmlega 20 kílómetra leið og því
mun styttri en til Kinsarvik að fara.
Þrátt fyrir það fengu heimilismenn
góða hreyfingu út úr kirkjusókninni
á sunnudögum og á kirkjubekkn-
um hittu þeir fólk og heyrðu það
sem var nýjast í fréttum. Þetta var
mjög mikilvægt áður en þau höfðu
aðgang að dagblöðum,“ útskýrir Per
Ragnar og segir jafnframt:
„Í gegnum tíðina hafa margir
smiðir verið hér á Kjepso og í stórri
laut í einum fjallsveggnum tóku þeir
út járnmálm. Út úr þessu bjuggu
þeir til járn og einfalda hluti eins
og nagla og festingar. Árið 1905
var flutt hingað upp eftir sögunar-
mylla á hesti og sleða frá Álavík
og sett saman hér þannig að ábú-
endur urðu sjálfbjarga með efni
úr tré. Vetrarvinnan fólst aðallega
í að höggva við, smíða og búa til
tunnubönd úr við sem voru beygð í
hringi, pökkuð saman í búnt og seld
til tunnuframleiðenda. Konurnar
sinntu matnum og öðrum hússtörf-
um en einnig var mikil vinna hjá
þeim við ullina eins og að spinna,
tvinna, lita, prjóna og vefa.“
Fjölbreyttir tímar á Kjepso
Per, faðir Per Ragnars, tók við
Kjepso árið 1926 en þrír bræður
hans höfðu fengið starf við nýtil-
komna verksmiðju í Álavík, stein-
snar frá bænum.
„Eftir að verksmiðjan kom í
Álavík árið 1915 varð dramatískur
skortur á vinnuafli og því varð að
minnka búskapinn á Kjepso. Það var
ekki nóg að faðir minn væri góður
hljóðfæraleikari og hafði svolitla
innkomu af því og hægt var að
leigja út svolítið húspláss til starfs-
fólks verksmiðjunnar. Hann þurfti
einnig tekjur annars staðar frá. Hér
myndi ég segja að hafi orðið svolítil
niðursveifla á bænum sem breyttist
aftur við heimsstyrjöldina síðari.
Þá varð matarskortur í landinu og
auðveldara að fá vinnufólk þannig
að lífið á Kjepso varð aftur blóm-
legt á ný. Þá kom hestur á bæinn og
það var mikið framleitt af kartöflum
og mjólk og einnig svolítið tóbak,“
segir Per Ragnar en á þessum tíma
var þjóðvegurinn byggður fyrir
neðan Kjepso og á tímabili bjuggu
tugir vegagerðarmanna á bænum.
„Eftir stríðið urðu meiri vand-
ræði hjá föður mínum hér því tón-
listin hans, harmonikkuspilið, var
orðið gamaldags og hann fékk exem
af vinnu sinni við skógarhöggið.
Hann fékk því vinnu árið 1952 í
verksmiðjunni í Álavík og hér lík-
aði honum vel og vann sín verk
af miklum móð. Á þessum tíma
var búskapurinn lítill sem enginn,
aðeins nokkrar kindur. Eftir þetta
hefur aðallega verið stundaður land-
búnaður á Kjepso af áhugamennsku
en kindunum skiptum við út fyrir
skoskt háfjallafé sem er auðveldara
að eiga við, það gengur úti nánast
allt árið og hjálpar til við að halda
skóginum hér í kringum bæinn í
skefjum. Þannig að svona hefur
þetta verið undanfarna áratugi og
hér hefur mér og minni konu ávallt
liðið mjög vel. Þegar við erum á
Kjepso, þá erum við heima. “ /ehg
-
angursfjarðar.
Það er fínasta leið að Kjepso, mörg
þrepin að fara og jafnast á við létta
fjallgöngu, sumar tröppurnar eru
meira að segja teppalagðar.
-
vegginn í baksýn en því er vel
viðhaldið og vistlegt.
Eitt af gömlu húsunum á Kjepso, húsmannsstova, um 100 ára gamalt hús,
Gamlastova, sem er talin vera frá 1610 og sjást merki á veggjum eftir veggföst
húsgögn frá þeim tíma sem Mikkel Kjepso var úthlutað svæðinu.