Bændablaðið - 23.02.2017, Page 32

Bændablaðið - 23.02.2017, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 Landnámshænan er eitt af íslensku búfjárkynjunum og telst til svo- kallaðra landkynja en það eru hús- dýr sem hafa aðlagast umhverfi sínu án sérstakra kynbóta. Landnámshænan er harðgerð, forvitin og dugleg að bjarga sér. Eigenda- og ræktendafélag land- námshænsna (ERL) er félag sem stofnað var til utanumhalds á land- námshænunni og ræktun hennar. Stuðla þannig að verndun hennar og vera vettvangur fyrir áhugafólk um hana til þess að koma saman eða vita af hvað öðru. Félagið var stofnað árið 2004 og er því að hefja sitt fjórtánda starfsár. Félagið byggir á vinnu og verndunarstarfi dr. Stefáns Aðalsteinssonar búfjár- fræðings, sem starfaði lengi vel hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og var ötull talsmaður verndunar erfðauðlinda. Hann var frumkvöðull í verndun landnáms- hænunnar á árunum í kringum 1975 er hann ferðaðist um landið og safn- aði saman landnámshænum og eggj- um úr henni á þeim stöðum sem hann taldi fuglinn vera óblandaðan. Skilgreining á landnámshænum Á aðalfundi 2011 var samþykkt að skipa fimm manna nefnd á vegum félagsins (ERL) til þess að skilgreina einkenni landnámshæn- unnar. Í þessari nefnd sátu Ólafur Dýrmundsson, Jóhanna Harðardóttir, Júlíus Már Baldursson, Jónas P. Hreinsson og Bjarni Sigurðsson. Nefnd þessi kynnti niðurstöð- ur sínar á aðalfundi 2012 og voru þær samþykktar með minni háttar athugasemdum á fjölmennum aðal- fundi árið 2012. Framhaldsvinna ERL hvað þetta snertir var að koma upp skrá yfir viðurkennda ræktendur á land- námshænum af hálfu ERL. Það eru ræktendur landnámshænsna sem halda og rækta landnámshænur sem standast útlits- og atferlisein- kenni félagsins. Aðalfundur 2013 fól stjórn að koma þessari vinnu í framkvæmd. Þetta var nauðsynlegt skref í því langhlaupi sem verndun landnámshænunnar er. Þetta kemur reglu á ræktunarstarfið, tryggir kaup- endum landnámshænsna þá vöru sem þeir telja sig vera að kaupa og auðveldar ræktendum og eigendum markmiðasetningu í sinni ræktun og hænsnahaldi. ERL hvetur ræktendur landnámshænunnar að halda henni á lofti í umræðunni og vera duglega að miðla fuglum eða eggjum til þeirra sem hafa hug á að koma sér upp stofni landnámshænsna. Endurgjaldslaus úttekt fyrir félagsmenn Öllum félagsmönnum gefst kostur á að fá úttekt af hálfu félagsins endurgjaldslaust á sínum hænum og fá þannig staðfestingu og leiðsögn um ræktunarstarfið sitt. Þetta er þó engin skylda og félagið stendur öllum áhugamönnum opið. Standist viðkomandi hópur skoðun þá verð- ur eigandi viðkomandi hóps hluti af tengsla- og ræktunarneti land- námshænsna. Nafn hans birtist á ræktendalista félagsins, í árlegu tímariti félagsins, Landnámshænan, og á heimasíðu félagsins www.haena. is. Ræktendalistinn birtist einmitt í grein Jóhönnu Harðardóttur í Bændablaðinu 12. janúar síðastliðinn. Stjórn ERL vill koma fram þakk- læti til þeirra fjölmörgu félagsmanna sem sótt hafa um vottun/úttekt á sínum hænum. Þetta starf er þó allt rekið í sjálfboðaliðavinnu og tekur því stundum lengri tíma en áætlað er. Það er því mikilvægt að þakka þeim vel sem komið hafa að vottun/ úttekt og ekki sýst þeim fjölmörgu umsækjendum sem sumir hverjir hafa sýnt einstaka biðlund eftir heimsókn. Það er líka ánægjulegt að heyra af þeim sem bæta sig eftir að komið hafa upp áföll í ræktuninni. Mikill áhugi er á félaginu um þessar mundir og því ber að fagna. Félaginu berast fjölmargar fyrir- spurnir í hverri viku. Það er greinilegt að hænsnaunnendum er umhugað um landnámshænuna og verndun hennar. Félagið er fyrir alla sem vilja hag landnámshænunnar sem bestan. Það þarf ekki að eiga hænur til þess að vera með og taka þátt í verndunar- starfi landnámshænunnar. Nýir félagar eru ávallt velkomnir. Stjórn Eigenda- og ræktendafé- lags landnámshænsna Hugi Ármannsson, formaður Valgerður Auðunsdóttir, gjaldkeri Magnús Ingimarsson, ritari Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna (ERL): Landnámshænur og ræktun þeirra Hjólabúnaður Þrýstibremsur Nefhjól Læsanlegir og einfaldir beislisendar Ljós og ljósabúnaður Bremsuborðar Hjólalegur Hjólnöf Bremsubarkar Samhliða innflutningi okkar á Indespension kerrum erum við með varahluti og hluti til kerrusmíða fyrir flestar kerrugerðir, t.d. Indespension, Ifor Williams o.fl. Eigum á lager mikið úrval varahluta í helstu gerðir bremsu og hjólabúnaðar fyrir Alko og Knott. Bjóðum einnig sérpantanir. Kerruvarahlutir á góðu verði Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda verður 16. mars 2017, kl. 13:00 á Icelandair Hótel Flúðum. Hefðbundin aðalfundarstörf, skv. samþykktum félagsins. Félagar hvattir til að mæta vel til fundarins. Á FAGLEGUM NÓTUM ERL vottar að hér eru haldnir fuglar samkvæmt gildandi reglum um viðurkennd útlits- og atferliseinkenni landnámshænsna. ERL áskilur sér að setja viðkomandi á skrá yfir viðurkennda ræktendur á heimasíðu félagsins www.haena.is ERL áskilur sér rétt til að framkvæma skoðanir til breytinga á skráningunni ef þurfa þykir eða ábendingar berast. __________________________________________ Nafn __________________________________________ Kennitala __________________________________________ Heimilisfang __________________________________________ Póstnúmer og staður Stjórn ERL EIGENDA- OG RÆKTENDAFÉLAG LANDNÁMSHÆNSNA _______________________________ Undirskrift formanns _______________________________ f.h. trúnaðarmanna _____________________ Dagsetning Landnámshænur. Mikið er lagt upp úr því hjá ERL að halda stofninum hrein- um samkvæmt þeirri skilgreiningu sem gerð var 2012. Allir blendingar með önnur einkenni eru því ekki viðurkenndir af félaginu sem landnámshænur. Svona lítur vottorðið út sem á að staðfesta að þeir sem það fá haldi fugla samkvæmt gildandi reglum um viðurkennd útlits- og atferliseinkenni land- námshænsna.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.