Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 37

Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 spenn fyrstu ævidagana. Kálfarnir eru á spena í um sex mánuði. Burður á sér yfirleitt stað um sólarupprás þegar loft fer að hlýna á hásléttunum sem eykur lífslíkur afkvæmanna. Karldýrin verða ekki kynþroska fyrr en við þriggja ára aldur. Lamadýr eru hópdýr þar sem tugir og jafnvel hundruð dýra geta mynd- að hóp. Hver hópur samanstendur af minni fjölskylduhópum með fimm til tíu kvendýrum og einu karldýri. Forustukarldýrið makast með öllum kúnum í fjölskylduhópnum og ver hann fyrir rándýrum og öðrum mök- unarfúsum lamanautum. Sagt er að geld lamanaut séu eins og bestu varðhundar og víða eru slík, yfirleitt ein og sér, vanin til að fylgja sauðfé og geitum og vara bústofninn við rándýrum. Varnarhljóð lamanauta er hátt og hvellt blístur Ungkarldýr og naut sem ekki eru for- ustudýr í hjörð mynda hjörð vonbiðla eða piparsveina sem halda sig frá en samt norpandi kringum fjölskyldu- hópana. Laskist forustutarfur fjöl- skylduhóps eru ungtarfarnir fljótir til og bítast um hópinn með kjafti, hnubbi og spörkum. Burðardýr og ull Upphaflega voru lamadýr veidd og nytjuð til átu. Snemma var einnig farið að nýta ullina til vefnaðar í teppi, fatnað, reipi og aðra nytjahluti. Lamadýr eru rúin einu sinni á ári eða á tveggja ára fresti eftir vexti ullarinnar og gefur hver rúning af sér um þrjú kíló af ull. Ull lamadýra er gerð úr tveimur gerðum hára. Annað er lengra og grófara, hitt styttra og fíngerðara. Grófara hárið er notað í grófari vefnað eins og reipi en það fínna er spunnið í garn og notað í klæðnað. Húðir lamadýra eru spýttar í leður sem þykir endingargott, enda þykkt, og meðal annars notað í handtöskur, belti, húsgögn og skó. Saur lamadýra er nánast skrauf- þurr og lyktarlaus við losun og nýttur sem áburður og eldiviður. Tilgátur eru uppi um að saurinn hafi gegnt afgerandi hlutverki sem áburður í landbúnaðarbyltingunni í S-Ameríku og sé þannig undirstaða menningar Maja, Inka, og Asteka. Svo sem saur húsdýra hefur almennt gegnt í sögu menningarþjóða heims- ins. Fornminjar sýna að lamadýr hafa verið sett í grafir til að fylgja fólki yfir í Sumarlandið. Lamadýr eru í dag, líkt og fyrr á tímum, notuð sem burðardýr og eiga auðvelt að feta vegleysur í fjalllendi sem ófært nútíma farartækjum. Dýrin geta borið allt að fjórðungi líkamsþyngdar sinnar, eða milli 25 til 50 kíló eftir stærð. Landadýr eru einnig einstaklega þolin og geta borið byrðar yfir 30 kílómetra á átta til tíu klukkustundum og farið um á allt að 45 kílómetra hraða á klukku- stund stuttar vegalengdir í góðu færi. Þrátt fyrir að lamadýr séu sögð meðfærileg og viljug burðardýr eiga ofhlaðnir og þreyttir einstak- lingar það til að vera staðir, leggj- ast á jörðina og spýta hraustlega á þann sem reynir að stugga við þeim. Dýrin standa yfirleitt ekki upp fyrir en byrði þeirra hefur verið létt. Dýr ofar í goggunarröð fjöl- skylduhópa sýna stöðu sína með því að spýta á sér lægra sett dýr. Pirruð lamadýr í dýra- eða á búgörðum eiga til að gera sama við fólk og mun spýjan úr þeim vera einkar illa þefjandi og andstyggileg. Lamadýr og gull Lamadýr voru einu eftirlifandi stóru grasbítarnir í Suður-Ameríku þegar Kólumbus og kónar hans römbuðu á Nýja heiminn. Á tímum Inkaveldis, sem féll fyrir Spánverjum 1572, voru flest lama- dýr eign valdastjórnarinnar og fjölda þeirra stjórnað með ræktun og veiði bönnuð. Einungis æðstu valdhafar máttu eiga lamadýr og var fjöldi- þeirra dýra sem einstaklingur átti tákn um ríkidæmi hans. Lamanautum og ófrjóum kúm var fórnað við trúarathafnir Inka. Kjöt dýranna þótti best ferskt en það sem var umfram var saltað eða þurrkað til geymslu. Auk þess sem sumir lík- amspartar og innyfli þóttu hafa lækn- ingamátt væru þau meðhöndluð rétt. Eftir að Spánverjar lögðu veldi Inka voru nýju valdhafarnir fljótir að átta sig á gagnsemi lamadýra. Í einni heimild segir að hátt í 300 þúsund lamadýr hafi verið í burðar- lest sem flutti gull úr námum við borgina Pontosí í Bólivíu til að sefa gullhungur Spánverjanna. Evrópumenn fluttu með sér Gamla heims búfé til Nýja heimsins, nautgripi, hesta, sauðfé og geitur. Lamadýr á Íslandi Þrátt fyrir að engin lamadýr finnist á Íslandi óskaði Íslenska lamafélagið eftir umsögn um hugsanlegan inn- flutning þeirra í bréfi til landbúnað- arráðuneytisins snemma á þessari öld. Flytja átti dýrin inn frá Kanada og nota sem burðardýr í trússferð- um. Umsagnarbeiðninni var vísað til Umverfisstofnunar. Mat Umhverfisstofnunar Greinargerð Umhverfisstofnunar frá 12. ágúst 2003, tilvísun UST20030700070/tb, er eftirfarandi: Efni – Innflutningur á lamadýrum: Vísað er í bréf frá landbúnað- arráðuneytinu, dags. 7. júlí sl., þar sem óskað er eftir umsögn Umhverfisstofnunar vegna umsóknar um að fá að flytja til landsins lamadýr, Lama glama. Í greinargerð með umsókninni er rakin ástæða þess að farið er fram á að flytja inn lamadýr og einnig er á faglegan hátt fjallað um helstu atriði sem geta skipt máli við umfjöllun um innflutn- ing dýranna. Almenn umfjöllun: • Umhverfisstofnun hefur farið yfir innsend gögn. Stofnunin telur ekki að lamadýr geti haft bein áhrif á íslenskar dýrategundir með því að blandast þeim. Lamadýr geta hugsanlega borið til landsins sjúkdóma sem gætu borist í búfé en það er á höndum Yfirdýralæknisembættisins að taka afstöðu til þess þáttar. • Eins og fram kemur í greinar- gerð með umsókninni eru lama- dýr grasbítar en nýta sér einnig laufblöð. Óvíst er því hvaða áhrif lamadýr hefðu í íslenskri náttúru, svo sem í náttúrulegum birkiskógum, eða á t.d. skóg- ræktarsvæðum ef þau gætu lifað hér villt. • Lamadýr er tiltölulega stór dýr og auðfinnanleg og á því að vera auðvelt að halda stofninum í skefjum eða fella hann með öllu ef upp koma þær aðstæður að ástæða er talin til þess. • Umhverfisstofnun fer með umsjón friðlýstra svæða þ.m.t. þjóðgarða. Engin afstaða hefur verið tekin til þess, innan Umhverfisstofnunar, að nota lamadýr sem burðardýr á frið- lýstum svæðum, sjá umfjöllun í greinargerð. Þó má gera ráð fyrir að það samrýmist betur 1. gr. laga nr. 44/1999 um nátt- úruvernd að nota íslenska hest- inn sem burðardýr, á „gamla“ mátann, á Íslandi, þar sem ekki má nota vélknúin farartæki. En íslenski hesturinn er órjúfanlega tengdur menningarsögu lands- ins. Vissulega hefur það komið fyrir að stórir hópar hesta hafa valdið töluverðum landspjöll- um en strangar reglur gilda um hestaferðir í þjóðgörðum. Niðurstaða: • Umhverfisstofnun telur að íslenskri náttúru stafi ekki bein hætta af innflutningi lamadýra og að tiltölulega auðvelt sé að hefta útbreiðslu dýranna sé það talið nauðsynlegt. Ekki kemur fram í innsendum gögnum hvort að tegundin geti þrifist vel á Íslandi séð í ljósi laga um dýravernd. • Umhverfisstofnun telur að vel megi reka vistvæna útivist/ ferðamennsku á Íslandi án lamadýra og að það eitt rétt- læti ekki innflutning þeirra. Stofnunin hefur ekki tekið afstöðu til notkunar lamadýra á friðlýstum svæðum. • Umhverfisstofnun metur ekki hvort landbúnaði geti stafað hætta af innflutningi tegundar- innar vegna sjúkdóma eða annars. • Umhverfisstofnun leggst ekki gegn innflutningi lamadýra fyrir sitt leyti á þeim forsendum að stofnunin telur ólíklegt að tegundin geti haft mikil áhrif á íslenska náttúru. Stofnunin telur þó að strangar reglur verði að gilda um hvernig nota megi lamadýr og að óheimilt verði að sleppa þeim villtum í íslenska náttúru. Umhverfisstofnun telur ekki sérstaka þörf fyrir inn- flutning lamadýra til að stuðla að vistvænni útivist/ferða- mennsku. Umhverfisstofnun bendir á að alltaf verður að fara varlega við innflutning nýrra tegunda vegna hættu á að sjúk- dómar berist til landsins. Lamadýr svo íslensk Þrátt fyrir tiltölulega hlutlausa umsögn Umhverfisstofnunar lagðist yfirdýralæknir alfarið gegn innflutn- ingnum og Guðni Ágústsson, þáver- andi landbúnaðarráðherra, hafnaði beiðninni árið 2014. Ekki hefur því orðið af innflutningi lamadýra til Íslands. Öll nótt er þó ekki úti. Lamadýr eru í eðli sínu svo íslensk, svöl til augnanna og harðgerð og líkjast helst hálslangri sauðkind. Dýrin myndu án efa falla vel að íslenskri fjalla- og jöklasýn. – Lamadýrin heim. Lamadýr geta verið tvílit og kallast því líklega skjöldótt. Við mökun liggja kvendýrin, sem er óvenjulegt, meðal stórra spendýra. Mökunin tekur frá tuttugu mínútum upp í klukkustund sem er einnig óvenju- legt meðal spendýra. Sagt er að geld lamanaut séu eins og bestu varðhundar og víða eru slík vanin til að fylgja sauðfé og geitum og vara bústofninn við rándýrum. Höfuð lamadýra er fremur smátt mið- að við líkamsstærð og eyrun löng. Mynd / HKr. Pirruð lamadýr í dýra- eða á búgörð- um eiga til að spýta hraustlega á fólk og mun spýjan úr þeim vera einkar illa þefjandi og andstyggileg.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.