Bændablaðið - 23.02.2017, Page 39

Bændablaðið - 23.02.2017, Page 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 SKÓGARMÁL Skógrækt er á allra vörum eftir að ný „Brynhildarskýrsla“ var kynnt í liðinni viku. Samkvæmt skýrsl- unni gæti árleg nettóbinding íslenskra skóga orðið um ein milljón tonna um miðja öldina, mælt í koltvísýringsígildum, ef gróðursett væri fjórum sinnum meira á hverju ári en nú er gert. Það væru 12 milljónir plantna á ári og ætla má að kostnaður við það væri um 1,8 milljarðar króna með öllu. Hvort það telst há eða lág upphæð fer eftir samanburðin- um. Hún er t.d. mjög lág miðað við arðgreiðslur bankanna. Eigendur lögbýla eiga þess kost að fá framlög fyrir allt að 97% kostnaðar við nýskógrækt eins langt og fjárveitingar ríkisins duga. Að auki hefur ríkið mikið land til umráða sem hentar til skógræktar. En ef ráðast á í stóraukna skógrækt sumarið 2018 þarf loforð um aukið fé að liggja fyrir á næstu vikum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem Brynhildur Davíðsdóttir prófess- or ritstýrði, kemur fram sú spá að losun muni aukast um 53-99 pró- sent fram til ársins 2030 frá því sem var 1990. Ef kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu er tekin með verður aukningin heldur minni, eða 33-79 prósent. Mest eykst los- unin frá stóriðju. Í skýrsl unni eru tíundaðir margvíslegir möguleikar sem Íslendingum standi til boða til að draga úr losun. Að óbreyttu stefni í að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030, en slíkt sé hins vegar mögulegt, verði gripið til frekari mótvægisaðgerða. Ein milljón tonna 2050? Skógrækt er ein þeirra leiða sem tíundaðar eru í skýrslunni og geta bundið mikið magn koltví- sýringsígilda á hagkvæman hátt. Einungis lítill hluti landsins sé þakinn skógi og rannsóknir sýni að verulegt magn koltvísýrings bindist í skógi og skógarjarðvegi á Íslandi. Heildarumfang bindingar árið 2030 vegna skógræktar að gefnum forsendum geti orðið 369 þúsund tonn koltvísýringsígilda með óbreyttu umfangi skógræktar en 535 þúsund tonn ef umfangið væri fjórfaldað. Með þeim hraða næði bindingin einni milljón tonna á ári um miðbik aldarinnar. Binding eins tonns koltvísýr- ingsígilda með skógrækt kostar um 2.500 krónur. Að sjálfsögðu gefa skógarnir fleira en kolefnisbindingu og með tímanum verður til verð- mæt auðlind. Skógrækt hefur það fram yfir ýmis önnur loftslagsúrræði að gefa margvíslegan arð umfram kolefnisbindinguna sem af henni hlýst. Tækifæri bænda Fullyrða má að aldrei fyrr hafi verið brýnna að hefja hakann á loft og rækta nýjan skóg á Íslandi. Sem vörslumenn landsins hafa bænd- ur mikilvægu hlutverki að gegna í þessum efnum. Um leið og þeir rækta skóg á jörðum sínum og binda með því kolefni búa þeir í haginn fyrir komandi kynslóðir. Landið verður verðmætara, láns- traust bænda í bönkum eykst, skjól myndast fyrir menn og skepnur og um leið eykst frjósemi ræktar- lands. Á fimmtán til tuttugu árum myndast grisjunarviður sem nýtist í girðingarstaura, kurl og fleira. Ungur bóndi sem hefur skógrækt uppsker smíðavið úr skógi sínum áður en starfsævin er úti. Hið opinbera á líka mikið land sem hentar til skógræktar og nú er lag að nýta það til þessa brýna verkefnis. Í frétt um skýrslu Hagfræði- stofnunar á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er vísað til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar- innar þar sem segir að gerð verði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið. Áætlunin feli meðal annars í sér græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, stefni að því að kynna Alþingi skýrslu sína um loftslags- mál nú í febrúarmánuði. Skýrslan muni m.a. taka mið af þeim niður- stöðum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem kynntar voru í síðustu viku. Getum við? En náum við árangri áður en samn- ingstími Parísarsamkomulagsins rennur út 2030? Það fer eftir því hversu dugleg við verðum. Í háspá margnefndrar skýrslu er gert ráð fyrir fjórföldun útplöntunar frá því sem nú er en þá yrði bindingin orðin ein milljón tonna á ári um miðja öldina. Þetta er vel gerlegt með ákveðinni uppbyggingu í plöntuframleiðslunni og með því að ráða fólk til starfa við gróður- setningu. Á láglendi Íslands eru um 11.000 ferkílómetrar lands sem telst illa eða ógróið (gróðurþekja 50% eða minni). Þetta er 1,1 milljón hektara. Við þurfum semsé aðeins að nota til verksins land sem sam- svarar litlum hluta láglendisauðn- anna.. Stór svæði í umsjón Landgræðslunnar gætu t.d. hentað mjög vel og nú hafa systurstofnan- irnar Skógræktin og Landgræðslan einmitt efnt til samstarfs um að skógur verði ræktaður á völdum svæðum þar sem Landgræðslan hefur stöðvað rof og komið af stað gróðurframvindu. Ég trúi því að með skógrækt, landgræðslu, endurheimt mýra (þar sem er reyndar mikil óvissa), rafbílavæðingu, betri meðferð úrgangs og fleiri ráðum sem nefnd eru í Brynhildarskýrslunni geti okkur tekist að standa við skuld- bindingarnar fyrir 2030. Ef við hefjum stórfellda skógrækt núna getum við líka séð járnblendi- og kísilverksmiðjunum fyrir innlend- um viði í fyllingu tímans. Úr 20 ára skógi kemur grisjunarviður sem hentar mjög vel sem iðnviður. Of skammur tími er fram til 2030 til að iðnviður fáist úr nýjum skógi á þeim tíma. Hins vegar er mjög vaxandi grisjunarþörf í þeim skógum sem farið var að rækta á lögbýlum upp úr 1990. Framboð á grisjunarviði til stóriðjunnar eykst því talsvert á tímabilinu og það ætti að geta dregið eitthvað úr losun Íslands, hvort sem það kemur inn í loftslagsbókhaldið okkar eða einungis það alþjóðlega. Sáningartíminn nálgast En ekki dugar það eitt að tala um hlutina. Hefjast þarf handa. Skógur verður ekki ræktaður án fræs eða skógarplantna, fjármagns eða vinnandi handa. Á næstu vikum og mánuðum þarf að liggja fyrir loforð um meira fé ef auka á gróð- ursetningu sumarið 2018. Sá þarf fyrir plöntum og hefja stiklingarækt strax í vor til að efniviðurinn verði tilbúinn næsta vor. Um leið þarf að finna ræktunarlandið, skipuleggja það og útvega mannskap til gróð- ursetningar. Ef ekki verður brugð- ist við fljótt getum við ekki ráðist í þessa aukningu fyrr en sumarið 2019. Við megum engan tíma missa. Sumrin fram til 2030 eru aðeins fjórtán talsins. Nýtum nú tímann vel, stöndum við stóru orðin og stóraukum framlög til skógræktar! Pétur Halldórsson kynningarstjóri Skógræktarinnar. Varahlutir fyrir ámoksturstæki Varahlutir í Trima og Alö Quicke ámoksturstæki. Einnig stjórnbarkar, suðufestingar ofl. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Stálsteypumót til sölu Til sölu lítið notuð PREFORM stálsteypumót ásamt fylgibún- aði, undirsláttarstoðum, steypu-sílói, I-bitum, timbri o.fl. Uppl. í símum 896-1012 og 898-1014. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.