Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 40

Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201840 UTAN ÚR HEIMI Í byrjun október fór hópur Íslendinga í epla- og ævintýra- ferð með Erlu Hjördísi Gunnarsdóttur, blaðamanni Bændablaðsins og eggja- og eplabónda í Harðangursfirði í Noregi, á hennar slóðir þar í landi. Ferðin hófst í Bergen og síðan var haldið í Harðangursfjörðinn þar sem hópurinn fékk meðal annars að kynnast norskum matarhefðum, spreyta sig á eplatínslu og smakka á ekta norskri sviðaveislu. Þátttakendur í ferðinni voru alls staðar að af Íslandi og myndaðist einstaklega góð stemning í hópnum, sem lét örlítið úrhelli á vesturströnd Noregs ekki á sig fá. Meðal þjóðlegra rétta sem hópurinn fékk að smakka í ferðinni voru norsk Betasúpa, sem líkist íslenskri kjötsúpu, rømmegrøt, sem er grautur búinn til úr sýrðum rjóma, ásamt norskri sviðamáltíð en norsku sviðin eru ólík þeim íslensku að því leyti að þau eru léttreykt og er aðeins einn aðili í Noregi sem framleiðir svið en það eru bændurnir á Smalahovetunet við Voss. Þar að auki heimsótti hópurinn eplavínsverksmiðju í Ulvik á Lekve-sveitabænum og virti fyrir sér gangna- og gatnagerð á heimsmælikvarða með því að keyra yfir Harðangursbrúna, sem er ein af lengstu hengibrúm í heiminum. Einnig urðu nokkrir fallegir fossar á vegi hópsins ásamt Oleana- prjónaverksmiðjunni í Bergen. Síðan átti hópurinn notalega stund saman í Bergen áður en haldið var aftur heim til Íslands eftir góða daga í Noregi. /ehg Íslendingar léku við hvurn sinn fingur í ævintýraferð á heimaslóðir íslenskra og norskra bænda í Noregi Þorsteinn Pétursson frá Akureyri lét ekki rigninguna aftra sér frá því að tína nokkur epli í poka í Álavík. Aðalheiður Einarsdóttir tíndi epli af miklum móð og hafði á orði að þau lyktuðu einstaklega vel og væru mun bragðbetri en þau sem fást í verslunum heima á Íslandi. Þórarinn Björnsson er í þann mund að fara að smakka norskan mjöð á Smalahovetunet við Voss, sem líkist einna helst íslensku malti. Ingvi Þór Stefánsson frá Grindavík teigaði norska mjöðinn með bestu lyst. Ivar Løne á Smalahovetunet við Voss útskýrir fyrir hópnum hvernig framleiðsluferlið virkar en þetta er eini staðurinn í Noregi sem framleiðir svið. Hin þýska Jeannette Huttenlocher og norska Margreta Bjørke aðstoðuðu hópnum hvernig hann pakkar eplasafa í þriggja lítra umbúðir, eða svokallaðar „beljur“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.