Bændablaðið - 23.08.2018, Side 4

Bændablaðið - 23.08.2018, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 20184 FRÉTTIR Verð á svínakjöti hefur hækkað en bændur fá minna í sinn hlut: Milliliðir greinilega að taka meira til sín – segir Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda Verð á svínakjöti til neytenda hefur hækkað umtalsvert undanfarin fimm ár. Á sama tíma hefur verð sem bændur fá fyrir afurðir sínar lækkað um 11%. „Milliliðirnir hafa greinilega verið að taka meira til sín,“ segir Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda. „Þessi þróun hefur átt sér stað á sama tíma og innflutningur á svínakjöti hefur margfaldast að magni.“ Samhliða auknum innflutningi segir Ingvi svínabændur skynja sterkt hvað neytendur eru ósáttir við hvað upprunamerkingum kjöts sem það kaupir í verslunum er ábótavant. „Í mínum huga liggja okkar stærstu sóknarfæri í því að koma á regluverki sem tryggir að neytendur viti alltaf um uppruna þess kjöts sem það kaupir. Neytendur eru oft í góðri trú að grípa með sér bakka af kjöti sem lítur út fyrir að eiga uppruna sinn hér á landi en á daginn kemur að langur vegur er því frá,“ segir hann. Lakari kröfur um aðbúnað ytra Ingvi segir að samkeppni íslenskra svínabænda við innflutt kjöt sé enn að aukast með gildistöku nýs tollasamnings við Evrópusambandið og einnig hafi hertar kröfur verið teknar upp hér á landi um aðbúnað svína. Þær kröfur kalli á betri aðbúnað svína hér á landi, heilnæmi afurða og notkun sýklalyfja sé mun strangari hér en í þeim löndum þar sem kjötið er flutt inn frá. „Við erum sátt við auknar kröfur og finnst jákvætt að þær séu gerðar, það eru einnig okkar hagsmunir að aðbúnaður sé eins og best verður á kosið og lyfjanotkun haldið í algjöru lágmarki. Óneitanlega þykir okkur samt ósanngjarnt að innflutningur sé aukinn á sama tíma frá löndum þar sem mun lakari kröfur eru gerðar um aðbúnað svína,“ segir hann. Tvískinnungur hjá stjórnvöldum Ingvi segir tvískinnung í gangi hjá stjórnvöldum þegar að þessum málum komi, auknar kröfur séu gerðar til innlendra svínabænda á sama tíma og erlent kjöt flæði yfir markaðinn frá löndum sem ekki uppfylli þær kröfur sem gerðar séu til innlendu bændanna. „Samkeppnin verður svo skökk okkur í óhag,“ segir hann. Aðbúnaðarreglugerðin sem tók gildi 2015 hefur í för með sér að svínabændur þurfi að leggja út í kostnaðarsamar breytingar á búum sínum. Ingvi metur stöðuna á þann veg að innan fárra ára muni svínabændum enn hafa fækkað og verði harla fáir eftir um hituna. Nú þegar séu innan við 10 framleiðendur innan Félags svínabænda og nokkrir að auki utan félags með lítinn rekstur. Ingvi segir svínabændur hafa áhyggjur af MRSA bakteríu sem finna megi í öllum hinum vestræna heimi og hafi nýverið stungið sér niður í Noregi sem hafi verið laus undan henni til þessa. Þar var brugðið á það ráð að skera niður stofninn á þeim búum sem hún kom upp á. „Við höfum spurst fyrir um hvernig bregðast eigi við hér á landi komi bakterían upp. Svör höfum við ekki fengið þar um, það er allt í lausu lofti.“ /MÞÞ Einn af fyrstu haustboðunum er að sjá nemendur ganga til náms í morgunsárið með tösku á baki. Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er þar engin undantekning en skólasetningar fara fram þessa dagana. Þann 20. ágúst var haldinn nýnemadagur á Hvanneyri og verður skólinn að Reykjum settur þann 27. ágúst. Í vetur verða 456 nemendur í námi við skólann. Þar af eru 65% konur og 35% karlar. Um 60 nemendur eru í búfræði og komast færri að en vilja eins og Bændablaðið fjallaði um í síðasta blaði. Þá eru um 75 nemendur á garðyrkjubrautum á Reykjum og um 190 nemendur á háskólabrautum. Um 120 nemendur eru á starfs- og endurmenntunarbrautum skólans. Þar að auki sækja nokkrir hópar námskeiðsröðina Reiðmanninn víða um land. Nýnemadagurinn var vel lukkaður. Þar voru mættir nemendur í búfræðideild og nemendur sem eru að hefja BS og MS nám. Farið var yfir ýmis praktísk mál og ávarpaði rektor nýnemahópinn. Þá voru kennarar og starfsfólk kynnt til leiks áður en hópnum var skipt upp og Hvanneyri skoðuð í krók og kima. Skólastarfið hefst svo af fullum krafti á næstu dögum. /BR Skólastarf að hefjast að nýju: 249 nemendur að hefja nám við LbhÍ Verðskrá Sláturfélags Suðurlands (SS) fyrir nautgripakjöt tók nýverið breytingum. Helstu breytingar eru að þyngdar við- miðið á ungnautum – fyrir þann greiðsluflokk sem mest er greitt fyrir – hefur verið lækkað úr 280 kílóum niður í 260 kíló. Þannig er borgað hæsta verð fyrir alla þá gripi sem vega meira en 260 kíló. Samkvæmt heimildum af vef Landssambandi kúabænda (LK) lækkar verð að sama skapi fyrir gripi undir 200 kílóum. Þá hækkar verð fyrir kýr um tvö prósent, en fyrir ungar kýr lækkar það um tvö prósent. Brugðist við nýju kjötmati Benedikt Benediktsson, fram- leiðslustjóri hjá SS, segir að gerðar hafi verið nokkrar breytingar frá því að EUROP-matið tók gildi snemma árs. Þær snúist bæði um það sem reynslan sýni um flokkun svo og samkeppni á markaði. Á vef LK (http://naut.is/ gu-upplys ingar /verdskra- nautgripakjots/) má bera saman verð fyrir nautgripi eftir flokkum hjá sláturleyfishöfum, en verðskrár eru þar jafnan uppfærðar jafnóðum og breytingar verða. /smh SS breytir verðskrá fyrir nautgripi: Lækka þyngdarviðmið fyrir hæstu greiðslurnar 249 nýnemar hefja nám við LbhÍ í haust. Námsárin eru dýrmætur tími sem skapar oft vinabönd um ókomna tíð. Mynd / MÞÞ Eins og sjá má á línuriti frá Hagstofunni hefur verð sem svínabændur fá fyrir svínabænda. Mynd / HKr. fyrir alla þá gripi sem vega meira en 260 kíló.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.