Bændablaðið - 23.08.2018, Side 6

Bændablaðið - 23.08.2018, Side 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 20186 Nú eru viðræður ríkis og bænda um endurskoðun sauðfjársamningsins nýlega hafnar. Þar er öllum ljós forsaga málsins. Hrun í afurðaverði hefur sett bændur í þá stöðu að kalla eftir breytingum á ákveðnum þáttum samnings fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Málið hefur átt sér langa forsögu og mörgum í fersku minni þær aðgerðir sem voru til umræðu síðastliðið haust. Þá féll ríkisstjórnin og engum aðgerðum var komið í verk. Niðurstaðan varð sú að 30–40% hrun í afurðaverði var veruleiki okkar bænda. Heildartap greinarinnar haustið 2017 var um 2.000 milljónir ef borið er saman við það afurðaverð sem var árið 2015. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir með Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra tók til starfa 29. nóvember. Eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar var að bregðast við stöðu bænda með því að koma með fjármagn á aukafjárlögum. Það kom sér vel fyrir marga bændur og ber að þakka velvilja ráðamanna. Hins vegar var nokkuð umdeilt hvernig útfærslu var beitt við að útdeila fjármunum – þar var bændum skipt í hópa sem auðvitað veldur óánægju og sundrungu. Afurðaverðið er forgangsmál Forgangsmál Landssamtaka sauðfjárbænda frá því að þessi staða varð ljós, eða allt frá því síðla vetrar 2017, hafa snúist um þá tekjustoð sem sauðfjárræktin byggir á, þ.e. afurðaverðið. Allar aðgerðir sem við höfum lagt til og talað fyrir þennan tíma hafa snúist um að byggja undir þessa stoð. Við höfum sagt mikilvægt að skoða umhverfi og þann ramma sem afurðastöðvarnar búa við sem leitt geti til hagræði og aukinnar skilvirkni í ferlinu. Þá höfum við lagt áherslu á aðgerðir sem aflétta framleiðsluspennu og þrýstingi á markað. Í því samhengi er þó mikilvægt að taka fram að samtökin hafa metið æskilega fækkun vera í kringum 8%. Við byggjum það mat á þeim gögnum sem fyrir liggja um ásetning, birgðastöðu og sölutölur. Við u.þ.b. 12% samdrátt í framleiðslu metum við vera jafnvægispunkt á milli framleiðslu og sölu á betri markaði. Í umræðunni vill brenna við að fækkunarþörf í greininni sé stórlega ofmetin. Væntingar Landssamtaka sauðfjárbænda voru þær að ríkisstjórnin kæmi á ákveðnum kerfisbreytingum, í samvinnu við bændur, sem myndu stuðla að bættum hag greinarinnar. Þá yrði fundin lausn á því ójafnvægi sem ríkti á milli innlendrar sölu og þess hluta framleiðslunnar sem er fluttur út. Mikill meirihluti fyrir samþykktum tillögum um aðgerðir Það má segja að við leggjum af stað um miðjan janúar með okkar tillögur. Þær mótast fram eftir vetri bæði með samtali við ráðherra og ekki síður með samtali milli bænda. Á aðalfundi LS í byrjun apríl eru samþykktar þær aðgerðir sem bændur vilja að farið verði í fyrir haustið. Auðvitað hafa aðilar ólíka skoðun á þessum tillögum sem fram komu – en bændur komu frá fundinum með mikinn meirihlutastuðning fulltrúa við þessar tillögur. Áhersla á að ákvörðun um útfærðar aðgerðir lægju fyrir í vor Áhersla samtakanna var að ákvörðun um útfærðar aðgerðir ættu að liggja fyrir strax í vor. Ráðherra fól Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga að fjalla um þessar bráðaaðgerðir. Sú nefnd tók til starfa í lok apríl og skilaði af sér sínum niðurstöðum 3. júlí. Í framhaldi af því var farið að skipa í samninganefnd ríkis og bænda. Þeirri vinnu lauk ekki fyrr en 10. ágúst og þá loksins var hægt að boða formlegan fund þar sem til umræðu eiga að vera bráðaaðgerðir vegna stöðu sauðfjárbænda. Forsendubrestur ástæða beiðni um að taka upp samning Allar forsendur í þessu máli voru ljósar þegar LS sendi ráðherra minnisblað um aðgerðir og fyrstu tillögur til þessarar ríkisstjórnar þann 20. janúar sl. Ráðherra hefur bent á að það taki tíma að vinna hlutunum farveg í stjórnsýslunni. Sérstaklega þegar um er að ræða beiðni um að taka upp samning sem nýlega var farið að vinna eftir. Auðvitað er það engin óskastaða – en því skal haldið til haga að það varð forsendubrestur sem gerði það að verkum að ekki var hjá því komist að grípa inn í samninginn. Í þessu samhengi er einnig rétt að líta til þess sem nágrannalöndin hafa gert til að bregðast við áföllum þar í landi. Stjórnvöld bæði í Svíþjóð og Noregi hafa þegar tekið ákvörðun um að koma til móts við landbúnaðinn til að bregðast við forsendubrestum. Tillögur bænda fá hljómgrunn Það er kannski ekki til mikils að rýna í baksýnisspegilinn í þessum efnum. Fram undan er að eiga samtal við stjórnvöld um leiðir til að höndla stöðuna fyrir haustið. Góðu fréttirnar eru að þær aðgerðir sem við bændur höfum lagt til fá hljómgrunn í tillögum Samráðhópsins. Það er því hægt að vinna hratt og vel út frá þeim forsendum – en ljóst er að þær aðgerðir sem þarf að fara í kalla á breytingar á lögum og reglugerðum, það hefur legið fyrir allan tímann. Með því hugarfari förum við í samningarviðræður, lausnamiðuð og einbeitt í að ná fram umbótum sem létta stöðuna. Við skynjum vilja hjá nýskipaðri samninganefnd til að ná árangri. Á því byggjum við en verðum að vinna hratt, það er ekki í boði að draga niðurstöðu varðandi bráðaaðgerðir fram eftir hausti. Það er ljóst að staðan er þröng og tíminn er að renna út. Því er mikilvægt að bændur hafi hugfast að greinin hefur í öllu falli samning sem gildir til 2026. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Framan af síðustu öld var umfang landbúnaðar afgerandi í lífi landsmanna. Með auknum gjaldeyristekjum af sölu á saltfiski og öðrum afurðum sjávarútvegs fór þéttbýlið að draga til sín vinnuafl úr sveitunum og samhliða hófst tæknibylting í sveitum með tilkomu vélknúinna dráttarvéla. Á þeim tíma og að segja má allt fram undir 1970 var mataræði Íslendinga ekki sérlega flókið. Það var að mestu byggt á kindakjöti, fiski, kartöflum og lítils háttar af öðru grænmeti. Hænsnakjöt var óvíða á borðum, hvað þá eitthvað sem kalla mátti kjúklingakjöt. Svipaða sögu var að segja af svínakjöti. Í dag hefur orðið umpólun í matarvenjum Íslendinga. Nú er alifuglakjöt orðið ráðandi í kjötneyslunni og svínakjötið er að verða jafnfætis kinda- eða lambakjötsneyslunni. Margir aðrir kostir hafa svo komið inn á matborðið eins og pitsa, súsí, hamborgarar, alls konar austurlenskir réttir, grænmetisfæði og hvað það nú allt heitir. Íbúatala landsmanna hefur tekið miklum breytingum frá 1703 þegar Íslendingar voru taldir vera 50.358. Ýmsir erfiðleikar ollu því að fram til ársins 1800 fækkaði landsmönnum í 46.176 og heita má að þjóðin hafi nánast verið í útrýmingarhættu. Eftir það fór landsmönnum hægt og bítandi að fjölga og voru þeir orðnir 77.967 árið 1900. Árið 1950 var talan komin í 141.042 og í 279.049 árið 2000. Í dag eru íbúar landsins samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands ríflega 353 þúsund. Fjöldi landsmanna skiptir miklu máli þegar rætt er um þessa höfuðatvinnuvegi landsmanna í matvælaframleiðslu. Neysla hefur aukist verulega auk þess sem gríðarlegur fjöldi ferðamanna hefur bæst inn í flóruna á allra síðustu árum. Ef menn ætla að flytja inn alla þá neysluaukningu verður líka að huga að fæðuöryggi og auknum gjaldeyrisútlátum. Þá skiptir einnig máli að samsetning þjóðarinnar hefur mikið breyst og er töluverður hluti þjóðarinnar nú af erlendum uppruna með annan reynsluheim og neysluvenjur. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar menn skipuleggja matvælaframleiðsluna og þróa nýjar afurðir. Lambalæri á sunnudögum, þverskorin ýsa með mörfloti á mánudögum, kjötbollur á þriðjudögum, fiskibollur á miðvikudögum, kjötfarsbögglar með hvítkáli á fimmtudögum, saltkjöt á föstudögum og gúllas á laugardögum, er ekki endilega sá matseðill sem gæti gengið í dag. Meira að segja skurður á kjöti skiptir verulegu máli. Tilkoma verslunarkeðjunnar Costco inn á íslenskan markað undirstrikaði það svo rækilega. Að þessum breytta veruleika verða bændur og afurðastöðvar að laga sig, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, rétt eins og sjómenn og fiskvinnslur. Það er neytandinn sem hefur alltaf fyrsta og síðasta orðið þegar kemur að vali á matvælum. Inn á hann er ekki hægt að þröngva neinni fæðu, allavega ekki meðan enginn skortur er á henni í landinu. Íslenskir bændur hafa sýnt það í gegnum tíðina að þeir kunna vel að bregðast við breyttum aðstæðum. Þá er nauðsynlegt að öll virðiskeðjan geri það líka. Þróun í neyslu á kjöti ætti að geta gefið bændum vísbendingu um hvert stefnir og hvar sé vænlegt að bregða niður fæti. Ef menn vilja breyta hlutfalli einstakra kjöttegunda á markaðnum, þá verður það varla gert nema með vel ígrundaðri þróunarvinnu og framsetningu á afurðum. Þetta snýst allt á endanum um samkeppni um áhuga neytandans. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér, hvað sem mönnum kann annars að finnast um hans smekk. Ef mönnum tekst að samhæfa framleiðslu við þarfir neytenda þarf engu að kvíða um framtíð íslensks landbúnaðar. /HKr. Gengið til samninga við ríkið Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Bjarni Rúnarsson br@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is Vefur blaðsins: www.bbl.is bbl@bondi.is Prófarkalestur. Guðrún Kristjánsdóttir – ÍSLAND ER LAND ÞITT skammt innan við Djúpavog og síðan inn í fjalllendið sunnan við Búlandstind. Því næst er Fossárdalur upp af Fossárvík og Berufjarðardalur inn úr botni fjarðarins. Mynd / Hörður Kristjánsson Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda oddny@bondi.is Mikil tækifæri

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.