Bændablaðið - 23.08.2018, Page 8

Bændablaðið - 23.08.2018, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 20188 FRÉTTIR Innbrot til sveita: Ástæða til að vera á varðbergi gagnvart þjófum Nú í byrjun mánaðar bar á því á tveimur stöðum á landinu að þjófar fóru um sveitir og höfðu á brott verðmæti af sveitabæjum. Fyrst bárust fregnir af fólki sem knúði á dyr á bæjum í Landbroti í Skaftárhreppi. Ef einhver kom til dyra bar viðkomandi upp bón um gistingu, en ef enginn sinnti kallinu létu þjófarnir greipar sópa. Svipað mál kom einnig upp í Skagafirði. Þar bankaði ferðamaður upp á hjá fólki og sagðist vera að leita að gistingu. Sum staðar gekk fólk hreinlega inn á viðkomandi inni í húsum sínum. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur ekki náð tali af viðkomandi. Ekki er vitað hvað manninum gekk til, eða hvort að hann hafi endilega haft nokkuð saknæmt í huga yfir höfuð. Læsum verðmætin inni Full ástæða er fyrir hvern og einn að fara yfir sín öryggismál og hafa híbýli sín að jafnaði læst, sem og útihús þar sem verðmæti er að finna. Sú tíð sem áður þekktist að innbrot séu ekki stunduð til sveita virðist vera liðin undir lok. Mikil verðmæti liggja í tækjabúnaði og öðrum innanstokksmunum á heimilum og vinnustöðum bænda og engin ástæða til að geyma slíkt í ólæstum húsum. Á tímum þar sem umferð heim á bæi hefur aukist mikið vegna aukinnar þjónustu við bændur og aukna umferð ferðamanna um sveitir er ekki hægt að ætlast til að nágrannar og aðrir íbúar veiti mannaferðum sérstaka eftirtekt. /BR Fræðasetur um forystufé og Forystufjárfélag Íslands: Fundur um forystufé Sunnudaginn 26. ágúst munu Fræðasetur um forystufé og Forystufjárfélag Íslands halda sameinginlegan fund á Svalbarði í Þistilfirði kl. 15.00. Á fundinum verða tvo mál helst á dagskrá. Annars vegar útkoma úr rann sókn á forystufé í Norður-Þing eyjar sýslu á áhættuarfgerð gagn vart riðu og hins vegar rækt unarmarkmið forystufjár. Í tilkynningu um fundinn segir að í opinberri ræktunarstefnu sauðfjár sé eftirfarandi klausa: „Stefnt skal að framræktun og verndun forystufjár innan hins íslenska sauðfjárkyns. Tryggja þarf ætternisskráningu forystufjár og stýra hrútanotkun þannig að skyldleikarækt aukist hægt.“ Fram kemur í tilkynningunni að í dag sé forystufé viðurkennt sem sér fjárstofn og þarf að móta ný ræktunarmarkmið. Eyþór Einarsson ráðunautur verður á fundinum og leiðir umræður og vinnu við ákvörðun ræktunar- markmiða forystufjár. Gott væri ef ræktendur forystufjár veltu því fyrir sér hvað æskilegt er við ræktun forystufjár og komi því á framfæri á fundinum. Forystufé er ekki til annars staðar í heiminum en á Íslandi og þarf að huga vel að varðveislu þess og þeim eiginleikum sem það hefur. Skýr ræktunarmarkmið eru undirstaða þess að hægt sé að viðhalda og framrækta þennan sérstaka fjárstofn. /VH Nú er genginn í garð sá tími sem útiræktendur á grænmeti sækja uppskeru í garða sína. Bændurnir í Akurnesi í Hornafirði eru nýbyrjaðir að taka upp kartöflur til geymslu en nýjar kartöflur hafa verið sendar á sumarmarkað síðan í lok júlí. Sveinn Rúnar Ragnarsson segir að útlitið sé nokkuð gott. „Kartöflurnar líta bara vel út og það stefnir í svipað góða uppskeru og í fyrra. Við höfum verið heppin gagnvart rigningum í sumar, þær náðu ekki til okkar.“ Hins vegar segir Sveinn að sáningartímabilið hafi verið lengra en yfirleitt vegna bleytu, en fyrstu kartöflur voru settar niður í lok apríl en þær síðustu fóru niður 3. júní. Stærstur hluti framleiðslunnar er Gullauga, eða um 70–80%, en fyrstu kartöflurnar sem koma á markað eru Premia. Til viðbótar eru Akurnesbændurnir með Rauðar íslenskar og Helgu. Samtals ætti uppskera bæjarins að vera um 250 tonn á ársgrundvelli. Langstærsti hluti framleiðslunnar fer í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og á veitingastaði. Gæsin ógnar uppskerunni Margur bóndinn kannast við tjón sem gæsir og álftir valda á uppskeru, sérstaklega í kornrækt. Gæsin sækir í auknum mæli í meðlætið sömuleiðis því Sveinn segir að undanfarin ár hafi færst í vöxt að gæsir leggist í kartöflugarðana og valdi þar skemmdum. „Þær koma bæði á vorin og aftur á haustin. Á vorin plokka þær upp útsæðið og skemma fyrstu laufin en á haustin traðka þær niður grösin og skemma þar með vöxt kartöflunnar auk þess sem þær éta eitthvað af þeim.“ Sveinn segir að til að bregðast við áganginum þurfi þau að hefja upptöku um miðjan ágúst svo að gæsirnar nái ekki að valda tjóni. Þá væri einnig til bóta að flýta gæsaveiðitímabilinu til að koma í veg fyrir tjón í görðum bænda. /BR Lofa skemmtilegum Hrútadegi á Raufarhöfn 6. október Laugardaginn 6. október verður Hrútadagurinn árlegi á Raufar- höfn. Dagskráin er með hefðbundnu sniði þar sem glæsi legir lambhrútar ganga kaupum og sölum, sumir á uppboði. Þá er ýmislegt gert til skemmtunar og meðal annars keppt í stígvélakasti. Einnig verður fegurðarkeppni gimbra. Á föstudagskvöldinu verða tónleikar með Stefáni Jakobssyni úr Dimmu þar sem hann flytur föstudagslögin ásamt Andra Ívarssyni. Á laugardags kvöldinu verður þrusustuð á skemmti dagskrá með Hundi í óskilum, og hljómsveitin Trukkarnir sjá svo um að hrista dansgólfið fram á nótt. Undirbúningsnefndin lofar skemmtilegri helgi á Raufarhöfn, en nefndina skipa Axel Jóhannesson frá Gunnarsstöðum, Silja Rún Stefánsdóttir frá Leifsstöðum, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Raufarhöfn og Baldur Stefánsson frá Klifshaga. Allar upplýsingar má finna á facebook- síðu Hrútadagsins, facebook.com/ Hrutadagurinn. /GBJ Uppskerutíð í Hornafirði: Gæsir sækja í kartöflugarðana Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað: Nemendur kynnist afurðum skógarins Í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað er lögð áhersla á að nemendur kynnist afurðum skógarins, hvort sem hráefnin eru nýtt í matreiðslu eða textíl. Náttúran er uppspretta fallegra lita og hægt að nýta jurtir til jurtalitunar. Hallormsstaðaskógur fer brátt að skrýðast haustlitum þar sem fallegir gulir, rauðir og brúnir litatónar laufanna gefa skóginum ævintýralegan blæ. Nemendur skólans fá kennslu í jurtalitun og lita sinn eigin lopa sem jafnvel endar sem lopapeysa. Jurtir gefa af sér ýmsa litatóna en gulur er algengastur. Ólíkar aðferðir við jurtalitun geta kallað fram falda eiginleika jurtarinnar. Mismun- andi hlutar jurtarinnar geta gefið ólíka liti. Einnig koma breytilegir litatónar í efnið eftir tegund, t.d. getur ull og silki sem fara í sömu jurtalitunina verið ólíkt. Allt þetta gefur óteljandi litabrigði sem gera jurtalitun einstaka. Við skólann starfar Päivi Vaarula, vefnaðarkennari og textíllistamaður frá Finnlandi. Päivi hefur unnið með jurtalitun frá 1981 og nýtir hana til að lita eigin textílverk. Päivi hefur kynnst því að lita íslenska ull, jurtalita með sveppum, jurtaprentun á silkiefni og nú í sumar jurtalitun á fiskiroði. Haustönn skólans hefst 27. ágúst og eru örfá pláss laus en nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.hushall.is. Päivi Vaarula, vefn- aðar kennari og textíl- listakona. Undirbúningsnefnd Hrútadagsins skipa Axel Jóhannesson frá Gunnarsstöðum, Silja Rún Stefánsdóttir frá Leifsstöðum, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Raufarhöfn og Baldur Stefánsson frá Klifshaga. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað. Fólk í dreifbýli þarf ekki síður að vera á varðbergi og gera ráðstafanir til að verjast innbrotsþjófum. Eins getur verið gott að virkja nágrannavörslu og láta vita af óeðlilegum mannaferðum. Mynd / Lögregluembættið á Suðurnesjum og lítur uppskeran bærilega út. Gæsirnar traðka niður grösin og valda skemmdum á uppskerunni. Færst Mynd / Sveinn Rúnar Ragnarsson Myndir / Sveinn Rúnar Ragnarsson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.