Bændablaðið - 23.08.2018, Síða 12

Bændablaðið - 23.08.2018, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 201812 FRÉTTIR Menntaskólinn að Laugarvatni: 145 nemendur í skólanum í vetur Alls verða 145 nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni í vetur í þriggja ára kerfi skólans en það er svipaður fjöldi og var lengi vel í fjögurra ára kerfinu. „Skólinn er í stöðugri þróun. Við erum áfram með bekkjakerfi en það losnar mikið um það kerfi á lokaári nemenda, þriðja árinu, og er það ár meira í líkingu við áfangakerfi þar sem nemendur geta valið áfanga mun meir en var áður. Áfangar fyrstu tveggja áranna eru alfarið bundnir á brautum þar sem bekkjakerfið er í fullu gildi þau námsárin og nokkrir áfangar eru svo bundnir á þriðja árinu þar sem línur margra námsgreina eru nokkuð langar og þarf góðan undirbúning í þeim fyrir áframhaldandi nám í háskólum og sérskólum hérlendis sem erlendis,“ segir Halldór Páll Halldórsson skólameistari. Kynjafræði skyldugrein á fyrsta ári „Í nýju kerfi skólans er kynjafræði skyldugrein á fyrsta ári á báðum brautum í nýja kerfinu, á félags- og hugvísindabraut og náttúruvísindabraut, en var áður eingöngu skylda á félagsfræðibraut á fjórða ári. Eins er bundinn áfangi sem heitir „Lokaverkefni“ á þriðja árinu í nýja kerfinu hvar allir þriðja árs nemendur velja sig niður á verkefni og skila nokkurs konar „mini“ bakkalár ritgerð en þó geta skilin verið með afar fjölbreyttum hætti. „Sem fyrr er íþróttalíf, kórastarf og félagslíf afar öflugt í ML. Hér myndast ævilöng vinátta samferðamanna og er það mikils virði. Það er lífsstíll að vera „ML- ingur,“ bætir Halldór Páll brosandi við. /MHH Staðan í sauðfjárræktinni er greinilega mjög alvarleg. Þó að umræður hafi verið öflugar og áhugaverðar þá virtust sumir fundarmenn ekki geta horft á það sem fram fór. Myndir / BR Fundur í Víðihlíð: Ráðamenn taka púlsinn á sauðfjárbændum Fjölmennur fundur sauðfjárbænda á Norðurlandi vestra fór fram í Víðihlíð miðvikudaginn 15. ágúst. Á fundinn mættu Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Haraldur Benediktsson, sem veitti sam ráðs- hópi um endurskoðun bú vöru- samninga formennsku ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og nýkjörins formanns samninga nefndar um endurskoðun sauð fjár samningsins. Á fundinum fóru Kristján Þór og Haraldur yfir skýrslu samráðshópsins og útlistuðu atriði skýrslunnar og tillögur samráðshópsins. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og komu fundarmenn fram með athugasemdir gagnvart skýrslunni, sem og málefnum sauðfjárræktarinnar er varða afurðaverð. Vilja ekki að sauðfjársamningur sé grunnur að byggðastefnu Meðal þess sem kom fram í máli fundarmanna var gagnrýni á þann veg að það eigi ekki að vera hlutverk sauðfjársamnings að halda uppi byggðastefnu í landinu. Kallað var eftir öðrum aðgerðum til að koma slíku til vegar. Málefni afurðastöðva ofarlega á baugi Fundarmönnum var tíðrætt um málefni afurðastöðva og m.a. talaði Jón Kristófer Sigmarsson um að verðmyndun til bænda hefði gjörbreyst á undanförnum árum. Þær gætu ekki tekið við nýjum viðskiptavinum og þar með væri frjálst flæði ekki til staðar, hendur manna væru hreinlega bundnar. Fram kom í máli Haraldar og Kristjáns Þórs að varasamt væri að pólitíkin væri að skipta sér af innri málefnum sauðfjárræktarinnar, og vísaði Haraldur þar til landbúnaðarsögu Nýja-Sjálands. Þar hafi landbúnaðarkerfið verið margbrotið og pólitíkin ákveðið að sópa út öllum pólitískum stuðningskerfum á einu bretti. Kristján Þór tók undir með Haraldi og sagði að stjórnmálamenn ættu ekki að blanda sér í hagsmunaátök sauðfjárbændanna sjálfra. Bændur eigi sjálfir að taka á málum sem snúa að afurðastöðvunum. „Þegar bóndinn, framleiðandinn, er búinn að selja fyrirtæki framleiðslu sína þá þurfi bóndinn að reyna að selja vöruna sem hann á ekki lengur. Þetta er í mínum huga eins og að trillu- eða togarasjómaðurinn veiði fiskinn, fari í land og fari svo að reyna að selja fiskinn sem hann er nýbúinn að leggja inn í frystihús. Þetta finnst mér sérstakt að upplifa,“ sagði Kristján Þór Júlíusson í ræðustól. Útflutningsskylda möguleg lausn Meðal þess sem kom fram í fyrirspurnum fundarmanna til ráðherra var hvort að endurvekja ætti útflutningsskylduna. Kristján Þór sagðist ekki vilja loka á slíkt. Hann segir þó að það sé erfitt að koma henni í gegnum þingið. Hann segist ekki vera sannfærður um að útflutningsskylda sé draumalausn fyrir sauðfjárbændur. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum, talaði um mikilvægi þess að tryggja það að afurðastöðvar flyttu út þær afurðir sem gengju af umfram innanlandsmarkað. Slíkt þurfi að tryggja með lagasetningu eða öðrum leiðum. Þannig náist afurðaverð upp á við. /BR Framsögumenn á fundinum voru Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi. Sigríður Ólafsdóttir frá Víðidalstungu var fundarstjóri í Víðihlíð. Meðal þeirra sem tóku til máls var Jóhann Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Fulltrúar bænda og ríkisvalds: Setjast að samningaborði Um miðjan ágúst varð fullskipað í samninganefnd vegna endur- skoðunar sauðfjár samnings. Fyrsti fundur var haldinn í byrjun vikunnar og ráðgert er að hittast aftur á næstu dögum. Fulltrúi landbúnaðarráðherra í nefndinni er Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingkona og forseti Alþingis. Aðrir fulltrúar ríkisvaldsins eru þeir Þórhallur Arason, sem situr í nefndinni fyrir hönd fjármálaráðherra, og Arnar Freyr Einarsson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Áður höfðu bændur tilnefnt sitt fólk í samninganefndina en frestur til þess rann út 1. ágúst. Fulltrúar þeirra eru Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður í BÍ. Fyrsti fundur samninganefndar var haldinn mánudaginn 20. ágúst í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. „Fyrsti fundur gekk vel. Við leggjum áherslu á að koma þeim bráðaaðgerðum sem hafa verið kynntar og ræddar til framkvæmda sem fyrst. Það er mjög mikilvægt.“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ og fulltrúi í samninganefndinni.. /TB/BR Heyútflutningur til Noregs: Búast við fyrsta skipi um mánaðamótin Eins og áður hefur verið fjallað um er unnið að því að koma á koppinn heysölu frá Íslandi til Noregs í kjölfar uppskerubrests sem þar hefur orðið í sumar. Norska matvæla- stofnunin, Mattilsynet, gerði á dögunum breytingar á skilyrðum til innflutnings á þá vegu að nú má selja hey frá þeim bæjum sem hafa verið lausir við riðu og garnaveiki síðustu 10 árin. Áður fyrr var talað um að varnarhólf bæjarins hafi þurft að vera hreint í 10 ár en eftir endurskoðun eru tækifæri gefin fyrir fleiri að selja hey. Eins og önnur viðskipti innan EES-svæðisins Viðskipti með hey eru meðhöndluð á sama hátt og önnur viðskipti innan Evrópska efnahagssvæðisins. Áður var talað um viðskipti við Ísland sem „þriðja landi“ líkt og Bandaríkin eða Kanada. Áhætta við að flytja inn hey frá Íslandi er talin miðlungs eða lág á öllu landinu að því gefnu að riða eða garnaveiki hafi ekki greinst á viðkomandi bæ síðustu 10 ár. Enn minni áhætta er svo talin vera á innflutningi frá bæjum þar sem búfjáráburður hefur ekki verið notaður síðustu tvö árin. Gengur vel að safna saman heyi Í fyrstu er gert ráð fyrir að skip leggist að bryggju á Akureyri og Sauðárkróki. Benedikt Hjaltason segir að útflutningurinn sé alltaf að færast nær því að verða að raunveruleika, en huga þurfi að ótal atriðum. „Það er verið að vinna í því að útvega skip og við vonumst til að það komi til landsins rétt eftir mánaðamótin, fyrst á Sauðárkrók og svo á Akureyri í kjölfarið,“ segir Benedikt. Hann segir að söfnun á rúllum hafi gengið vel og nú þegar sé búið að fá vilyrði fyrir 8.000 rúllum á Austurlandi, 6.800 í Þingeyjarsýslu og rúmlega 30.000 á Eyjafjarðarsvæðinu. Ingólfur Helgason hefur umsjón með heysölunni í Skagafirði. Hann tekur undir með Benedikt um að málin séu að þróast í góðan farveg. Umfangið muni ráðast af því hvernig gengur með fyrstu farmana. Búið sé að safna u.þ.b. 15.000 rúllum saman í Skagafirði og nágrenni og unnið verði að því næstu daga að koma þeim að höfninni. „Ekkert hefur verið ákveðið ennþá um fleiri viðkomustaði en áhugi er fyrir því að að fara inn á Hólmavík og Hvammstanga. Þau mál muni ráðast af því hvernig gengur en áhugi og framboð af heyi er á báðum stöðum,“ segir Ingólfur. /BR Heyi rúllað við Ketubjörg á Skaga. Mynd / HKr. Halldór Páll Halldórsson, skóla- meistari Menntaskólans á Laugar- vatni, sem segir lífsstíl að vera „ML- ingur“. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Samninganefnd bænda er samsett af fulltrúum BÍ og LS.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.