Bændablaðið - 23.08.2018, Síða 17

Bændablaðið - 23.08.2018, Síða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 2018 17 CFORCE 850 Fjórgengis, tveggja Rafmagnstýri, bein innspýting, spil, og lágt drif með Tveggja manna, CFORCE 550 Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. kvenna og karla. • • • • • • • • • sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila sem og Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Traust - Framsækni - Virðing Skýrsla FAO um fiskveiðar á heimsvísu: Tveir af hverjum þremur fiskum enda sem brottkast Samkvæmt nýrri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, lendir einn af hverjum þremur fiskum sem veiddur er í heiminum sem fæða. Tveir af hverjum þremur fiskum sem veiddir eru enda sem brottkast eða skemmast áður en þeir eru borðaðir. Ástæða þess að veiddur fiskur nýtist illa samkvæmt skýrslu FAO er að meðafla og undirmálsfiski sé oft hent sérstaklega við veiðar hjá stórum togurum. Önnur ástæða er vanþekking á geymsluaðferðum eða skortur á kælibúnaði. Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki samkvæmt því sem segir í skýrslunni, The state of Worlds Fisheries and Aquaculture. Munar þar mestu um aukið fiskeldi í Kína þaðan sem helmingur af eldisfiski á heimsmarkaði kemur í dag. FAO gerir ráð fyrir að fiskeldi í sjó á heimsmælikvarða eigi eftir að aukast um 30% til ársins 2030. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að afli heimsveiði úr sjó hafi nánast staðið í stað frá 1980 sé þriðji hver nytjastofn ofnýttur og að fjöldi nytjastofna sem flokkast sem ofnýttur sé alltaf að aukast. /VH SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Atvinnuvega- og nýsköp- unar ráðuneytið og um hverfis- og auðlinda- ráðu neytið hafa samið við Ráðgjafar miðstöð land- búnaðarins, Land græðslu ríkisins og Skóg ræktina um að vinna tillögur um samstarf ríkisins og sauðfjárbænda um kol- efnis bindingu. Gert er ráð fyrir að það leiði til kolefnisjöfnunar greinarinnar sbr. aðgerða- áætlun Landssamtaka sauðfjárbænda þar að lútandi sem kynnt var í október 2017. Tillögurnar skulu fela í sér hvernig verkefni koma til greina sem og hvernig stuðningi ríkis og framlagi bænda verði háttað. Þá á að fjalla um forgangsröðun verkefna og eftir atvikum skilyrði um landnotkun sem og meta kostnað við kolefnisjöfnunina. Gert er ráð fyrir að verkefnin muni, líkt og gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun Lands- samtaka sauðfjár bænda, felast í upp græðslu, skógrækt og endurheimt vot lendis. Skipuð hefur verið verkefnisnefnd og í henni sitja Aðalsteinn Sigur- geirsson (Skógræktin), Borgar Páll Bragason (Ráð gjafar miðstöð land- búnaðarins) og Gústav Magnús Ásbjörnsson (Land græðsla ríkisins). Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. nóvember 2018. Ef bændur hafa ábendingar eða hugmyndir sem gætu varðað tillögurnar eða útfærslu á þeim er þeim bent á að senda tölvupóst nefndarmenn: Aðalsteinn Sigurgeirsson, adalsteinn@skogur.is Borgar Páll Bragason, bpb@rml.is Gústav Magnús Ásbjörnsson, gustav@land.is Tillögugerð um kolefnisjöfnun sauðfjárræktarinnar Uppgræðslusvæði á Rangárvöllum. Mynd / Landgræðsla ríkisins Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki, samkvæmt því sem segir í skýrslu FAO.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.