Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 201832 HROSS&HESTAMENNSKA Íslenskir hestamenn gerðu það gott á Norðurlandamótinu í Svíþjóð Íslensku liðsmennirnir létu ekki á sér standa síðasta úrslitadaginn á Norðurlandamóti íslenskra hesta í Margaretehof í Svíþjóð í byrjun ágúst. Lönduðu þeir fimm gullverðlaunum þann daginn. Ekki hefði það getað verið mikið tæpara að ná sjötta og sjöunda gullinu í hús en þar munaði aðeins 0,03 á fyrsta og öðru sæti. Það voru úrslitin í B-flokki þar sem Sigurður Óli Kristinsson hlaut silfrið og A-flokki þar sem Sigurður V. Matthíasson hlaut silfrið. Í lokaathöfninni fengu síðan tveir knapar svokölluð „feather price“ reiðmennskuverðlaun fyrir framúrskarandi og áferðarfallega reiðmennsku. Báðir knaparnir voru íslenskir liðsmenn, þau Védís Huld Sigurðardóttir og Haukur Tryggvason. Haukur hafði einnig fyrr um daginn náð gulli í fjórgangi fullorðinna og silfri í tölti með sömu einkunn og sigurvegarinn en tapaði á sætaröðun dómara. Liðið sendi 30 knapa með 34 hesta Mótið var haldið á Margaretehof sem er staðsett sunnarlega í Svíþjóð en þar er glæsileg aðstaða, tveir hringvellir, gott upphitunarsvæði, reiðhöll og dýralæknaaðstaða til fyrirmyndar. Það fór því einkar vel um hrossin okkar á meðan á mótinu stóð og gott samstarf var milli liðanna og starfsmanna mótsins. Margaretehof er í eigu Montan-fjölskyldunnar sem einnig heldur úti búgarði á Íslandi – Margrétarhof að Króki í Ásahreppi. Árangur knapa á mótinu – Gull • • Védís Huld Sigurðardóttir og Krapi frá Fremri-Gufudal – fimmgangur unglinga, 250 m skeið unglinga, gæðingaskeið unglinga, 100 m skeið og samanlagðar fimmgangsgreinar unglinga • Arnór Dan Kristinsson og Roði frá Garði – Tölt ungmenna og samanlagðar fjórgangsgreinar ungmenna • Haukur Tryggvason og Orka frá Feti – Fjórgangur fullorðinna. Silfur • Haukur Tryggvason og Orka frá Feti - Tölt fullorðinna, Samanlagðar fimmgangsgreinar fullorðinna • Egill Már Þórsson og Dofri frá Steinnesi - Samanlagðar fimmgangsgreinar ungmenna, fimmgangur ungmenna • Arnór Dan Kristinsson og Roði frá Garði - fjórgangur unmenna • Hákon Dan Ólafsson og Snarpur frá Nýjabæ - 250 m skeið ungmenna • Sigurður V. Matthíasson og Fengur från Backome - A flokkur • Sigurður Óli Kristinsson og Feykir frá Háholti - B flokkur. Brons • Viktoría Eik Elvarsdóttir og Framsýn frá Oddhóli - Slaktaumatölt ungmenna • Sigurður Sigurðarson og List frá Langstöðum - B flokkur • Sigursteinn Sumarliðason og Snör frá Oddgeirshólum - Gæðingaskeið fullorðinna. Önnur verðlaunasæti • Finnur Bessi Svavarsson og Kristall frá Búlandi - Fjórða sæti í A flokki • Selma Leifsdóttir og Darri frá Hjarðartúni - Fjórða sæti í unglingaflokki gæðingakeppni • Glódís Rún Sigurðardóttir og Úlfur frá Hólshúsum - Fjórða sæti í fjórgangi ungmenna • Askja Ísabel og Sjór frá Ármóti - Fjórða sæti í fimmgangi unglinga og fimmta sæti í gæðingaskeiði unglinga • Viðar Ingólfsson og Agnar frá Ulbæk - Sjöunda sæti í B-úrslitum fimmgangs og Fjórða sæti í samanlögðum fimmgangsgreinum fullorðinna • Arnar Máni Sigurjónsson og Hlekkur frá Bjarnarnesi - Fimmta sæti í unglingaflokki gæðingakeppni • Hákon Dan Ólafsson og Snarpur frá Nýjabæ - Fimmta sæti í 100 m skeiði ungmenna • Reynir Örn Pálmason og Spói frá Litlu-Brekku - Fimmta sæti í T2 slaktaumatölti fullorðinna • Valdís Björk Guðmundsdóttir og Skorri frän Fjalarstorp - Fimmta sæti í fimmgangi ungmenna • Katla Sif Snorradóttir og Eiður frá Ármóti - Fimmta sæti í fjórgangi ungmenna • Ylfa Guðrún Svavarsdóttir og Sálmur frá Ytra-Skörðugili - Fimmta sæti í ungmennaflokki gæðingakeppni • Guðlaug Marín Guðnadóttir og Hekla frá Akureyri - Fimmta sæti í 100 m skeiði fullorðinna • Þórður Þorgeirsson og Baldur frá Skúfslæk - Tíunda sæti í B-úrslitum fimmgangs og fimmta sæti í gæðingaskeiði fullorðinna og samanlögðum fimmgangsgreinum fullorðinna • Teitur Árnason og Frami frá Hrafnsholti – Sjöunda sæti í B-úrslitum fimmgangs • Sölvi Sigurðarson og Leggur frá Flögu - Sjötta sæti í B-flokki gæðinga. Íslenska liðið sem þátt tók í Norðurlandamótinu í Margaretehof í Svíþjóð. Myndir / Arnar Bjarki Sigurðsson adnæB Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og öll lögbýli á Íslandi Arnór Dan Kristinsson og Roði frá Garði hlutu gullverðlaun fyrir Tölt ungmenna og fyrir samanlagðar fjórgangsgreinar ungmenna. Védís Huld Sigurðardóttir og Krapi frá Fremri-Gufudal hlutu gullverðlaun Sigurður V. Matthíasson þjálfari. Haukur Tryggvason og Orka frá Feti hlutu gullverðlaun fyrir fjórgang fullorðinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.