Bændablaðið - 23.08.2018, Side 36

Bændablaðið - 23.08.2018, Side 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 201836 Repja er þriðja stærsta uppspretta jurtaolíu í heiminum og mest af henni er unnið úr kanadísku yrki sem kallast Canola. Heimildir um nytjar á repju framan af öldum eru fáar og strjálar. Það þyrfti um 160.000 hektara ræktarlands til að framleiða nægilega mikið af repjuolíu innanlands til að hún nægði fyrir íslenska fiskiskipaflotann sem lífdísill. Heimsframleiðsla á repju fór úr 5,6 milljónum tonna árið 1965 í tæp 70 milljón tonn árið 2016. Í fyrstu stafaði aukningin vegna aukinnar notkunar á repju til framleiðslu á matarolíu og fóðri en upp úr aldamótunum 2000 margfaldaðist notkun á henni sem lífdísil. Árið 2016 var Kanada stærsti framleiðandi repju og framleiddi 18,4 milljón tonn. Kína var í öðru sæti með 15,3 milljón tonn og Indland í því þriðja með 6,8 milljón tonn. Frakkland var í fjórða sæti með framleiðslu á 4,7 milljónum tonnum og Þýskaland í því fimmta með 4,6 milljón tonn. Í kjölfarið koma svo Ástralía og Pólland með 2,9 og 2,2 milljón tonn. Kanada er stærsti útflytjandi repju í heiminum hvort sem það eru repjufræ eða repjuolía en Bandaríki Norður- Ameríku stærsti innflytjandinn og flutti inn rúm 5,3 milljón tonn af repjuolíu árið 2017. Samkvænt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands er repja flutt inn til Íslands sem fræ, olía til matvælaframleiðslu og önnur hrá repjuolía. Árið 2017 var mest flutt inn af fræi frá Hollandi, 2050 kíló, 500 kíló frá Danmörku og 50 kíló frá Nýja-Sjálandi. Af repjuolíu til matvælaframleiðslu er langmest flutt inn frá Danmörku, rúm 321 tonn og tæp 20 tonn frá Bretlandi. Innflutt magn af annarri hrárri repjuolíu árið 2017 voru tæp 188 tonn og allt frá Danmörku. Uppruni og saga Heimildir um nytjar á repju framan af öldum eru fáar og strjálar. Yfirleitt er ekki gerður greinarmunur á repju og öðrum káltegundum í heimildum og allt einfaldlega kallað kál eða rófur. Vísbendingar eru um notkun á repjuolíu til matargerðar og sem lampaolíu í Asíu fyrir nokkrum öldum en án efa hafa aðrar káltegundir einnig verið notaðar til sama brúks. Til eru ritaðar heimildir frá 16. öld sem geta um ræktun á repju í Evrópu vestanverðri og svo austar í álfunni tíu árum seinna. Villikál af ýmsum tegundum vex villt um nánast alla Evróasíu og er talið að repja Brassica napus sé blendingur B. oleracea og B. rapa sem við þekkjum meðal annars sem framræktað grænkál og rófur. Fræ repju eru rík af olíu og líklegt að ræktun á plöntunni hafi hafist vegna olíuríkra fræjanna. Þrátt fyrir að repju sé ekki getið í rituðum heimildum í Evrópu fyrr en á 16. öld er talið að ræktun hennar nái aftur til 13. aldar í álfunni. Flæmski læknirinn og grasafræðingurinn Rembertus Dodonaeus segir í plöntulista frá 1578 að repja hafi verið ræktuð veturinn 1470 sem fóður- og matarkál fátæklinga umhverfis Genf og víðar. Talið er að Rómverjar hafi flutt með sér repjufræ til Bretlandseyja á landvinningaferðalagi sínu um Norður-Evrópu en að innfæddir hafi ekki nýtt sér hana að ráði fyrr en á 16. öld þegar er farið að rækta repju sem fóðurkál. Í 15. aldar handriti sem geymt er í Prag í Tékklandi er mælst til að brennd sé ólífu- eða repjuolía sem ljósmeti í lömpum yfir föstuna. Á átjándu öld var repjuolía notuð til að kæla gufuvélar járnbrautalesta og repjuolía var notuð til að smyrja vélar iðnbyltingarinnar. Í heimsstyrjöldinni fyrri þótti repjuolía bera af sem smurolía til sjós og á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar var repjuolía mikið notuð sem ljósmeti eða lampaolía. Repjuolía hefur lengi verið notuð til sápugerðar. Nafnaspeki Á frönsku er repja kölluð colsa eða navetta en raepsaet eða sloren í Hollandi. Í Þýskalandi raps og rübsen og kvetlice og kolnik í austurhéruðum Þýskalands og vesturhluta Tékklands. Á ensku kallast plantan rape og raps á sænsku, norsku og dönsku. Auk repja þekkjast heitin fóðurrepja og mergkál á íslensku. Repja - Brassica napus var. oleifera Einær eða vetrareinær jurt af krossblómaætt sem á latínu kallast Brassica napus var. oleifera og er mest notuð til fóðurs og olíuframleiðslu. Plantan er með öfluga stólparót og upp af henni vex kröftugur stöngull allt að tveggja og hálfs metra hár og fjórir sentímetrar að þvermáli eftir afbrigðum. Stöngull er með fremur stórum stakstæðum og fjaðurstrengjóttum laufblöðum. Blómin eru skærgul og mynda klasa. Repja er sjálffrjóvgandi og á frjóvgun sér stað með vindi eða skordýrum og búa býflugur til hunang úr blómasafanum. Eftir blómgun myndast skálpar eða langir belgir sem geyma og þroska kúlulaga fræin sem innihalda 30 til 50% olíu. Mest ræktaða repjuyrki í heimi kallast Canola. Yrkið var þróað við plöntuvísindadeild Manitoba- háskóla í Kanada og sett á markað við lok sjötta áratugar síðustu aldar. Í dag er stór hluti repju í ræktun í Norður-Ameríku erfðabreyttur og það sem er kallað Roundup ready. Sumar- og vetrarrepja Fjöldi afbrigða af repju eru ræktaðar í heiminum en hér á landi skiptast þau gróflega í sumar- og vetrarrepju. Sumarrepja er hraðvaxta og nær allt að eins og hálfs metra hæð og blómstrar eftir 60 til 70 vaxtardaga. Vetrarrepjan, sem einnig er kölluð fóðurkál, myndar ekki blóm á fyrsta sumri eftir sáningu. Hún vex hægar en sumarrepja og þarf um 120 vaxtardaga til að ná þokkalegri hæð. Á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands segir að vetrarrepja sé mikilvægasta fóðurjurtin sem ræktuð er hér á landi til haustbeitar, bæði fyrir mjólkurkýr og sláturlömb. Hún er HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Skálpar og fræ. Minnisvarði um Vestur-Íslendinginn Baldur Stefánsson, sem kallaður er faðir Canola-olíunnar. Repja er einær eða vetrareinær jurt af krossblómaætt sem er notuð til matvæla-, fóðurs- og olíuframleiðslu. Mynd / TB Feðgarnir Hörður Daði Björgvinsson og Björgvin Harðarson á Hunkubökkum á repjuakri að Sandhóli í Meðallandi. Þar er framleidd matarolía úr repju. Mynd / TB

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.