Bændablaðið - 23.08.2018, Side 42

Bændablaðið - 23.08.2018, Side 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 201842 Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Þurrkar þýða milljarðatap fyrir þýskan landbúnað Þýsku landbúnaðarsamtökin DBV hafa nú beðið stjórnvöld þar í landi um eins milljarðs evra stuðning til að mæta þeim skaða sem hið langa þurrkatímabil hefur valdið þar í landi. Nyrsta fylki landsins, Schleswig- Holstein, hefur orðið fyrir rúmlega 400 milljóna evra tapi vegna veðurfarsins sem yfirvöld landbúnaðarmála hafa reiknað út. Fylkið á landamæri að Danmörku en þar hafa menn ekki upplifað annan eins uppskerubrest og í ár í yfir 100 ár. Þessa dagana eru haldnir krísufundir daglega meðal yfirvalda og fylkisstjóra í Þýskalandi til að fara yfir stöðuna og mögulegar úrbætur fyrir bændur sem margir hverjir hafa miklar áhyggjur af velferð dýra sinna og fjárhag búa sinna. /ehg Það þekkja allir hugtökin fastur og breytilegur kostnaður en dulinn kostnaður er líklega minna þekkt hugtak. Ef til vill mætti kalla þetta falinn kostnað eða leyndan kostnað en um er að ræða þann kostnað á kúabúum sem fellur til samhliða ákvörðunum og/eða gerðum kúabænda varðandi val á ákveðnum rekstrarleiðum við framleiðslu mjólkur. Þessir duldu kostnaðarliðir eru ótal margir og eiga þeir það sameiginlegt að á bak við þá eru hvorki greiddir reikningar eða bein útgjöld, heldur hafa þessir duldu kostnaðarliðir áhrif á kostnaðar- og tekjuþætti við rekstur kúabúa. Í þessari fyrri grein af tveimur verður farið yfir nokkra af þessum þáttum. Uppeldið Uppeldi á kúm er afar kostnaðarsamt og samkvæmt dönskum útreikningum er kostnaðurinn við það að ala upp kú í kringum 10.000 danskar krónur eða um 165 þúsund íslenskar krónur. Það er því afar brýnt að nýta kúna vel þegar hún loks byrjar að skila af sér tekjum. Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á það að fyrstu mánuðirnir í lífi kvígunnar hafa áhrif á æviafurðir hennar síðar meir og ef vöxtur kvígunnar er góður á þessum fyrstu mánuðum ævinnar þá stór-aukist líkurnar á því að heildarafurðir hennar verði meiri en þeirra sem vaxa hægar eða veikjast á mjólkurfóðrunartímanum. Kanadísk rannsókn hefur einmitt sýnt fram á það að veikindi á kvígum á fyrstu 56 dögum æv-innar hefur marktæk neikvæð áhrif á framleiðslu þeirra þegar þær ná því að verða kýr. Í þessari kanadísku rannsókn voru áhrif lungnaveiki skoðuð sérstaklega en ótal aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á sambærileg langtímaáhrif af öðrum sjúkdómum sem upp kunna að koma á mjólkur-fóðrunartímabilinu. Burðaraldur á kvígum Annar þekktur dulinn þáttur, sem hefur töluverð áhrif á rekstur er aldur á kvígum þegar þær bera í fyrsta skipti en flestar erlendar rannsóknir benda til þess að hagkvæmast sé að láta þær bera þegar þær eru tveggja ára. Á þetta hefur m.a. nýlega verið bent á í Stóra-Bretlandi en í rannsókn þar kom í ljós að við það að láta kvígurnar bera 24 mánaða, í stað 26 mánaða, þá skilaði það kúa-bændum verulegum ábata bæði vegna lægri uppeldiskostnaðar og aukinnar endingar. Þar í landi kostaði tveggja mánaða aukinn uppeldistími um 300 pund eða um 41 þúsund krónur. Þá kom einnig í ljós að á þeim búum sem kvígurnar báru yngri entust þær lengur sem mjólkurkýr og voru 62% þeirra í framleiðslu við fimm ára aldur miðað við ekki nema 41% þeirra sem báru 26 mánaða. Að sama skapi voru æviafurðir þeirra sem báru yngri að jafnaði meiri og munaði þar 23% á þeim sem voru eldri við fyrsta burð. Samkvæmt sömu rannsókn var mikilvægasta atriðið, til þess að ná þessum árangri, að ala kvígurnar vel þannig að þegar þær bera þá væru þær þegar orðnar um 85% af þunga fullorðinna kúa. Bretar ráðleggja kúabændum að þekkja lífþunga kúnna sinna, svo hægt sé að meta hvort nægilega vel sé staðið að eldinu á kvígunum. Þegar þetta er vitað er hægt að reikna út hve þungar kvígurnar eiga að vera við 12 mánaða aldur, en þeir miða við að kvígurnar eigi að vera 50% af líf- þunga kúnna og 55-60% þunga ættu kvígurnar að ná við 14 mánaða aldur. Viðbótarkostur við að fylgjast náið m e ð þunganum er að á hverjum tíma má gera breytingar á fóðruninni, hvort heldur sem kvígurnar eru of léttar eða of þungar. Léleg frjósemi Slök eða léleg frjósemi kúa hefur auðvitað mikil áhrif á afkomuna og þó svo að reikna megi beinan kostnað við hverja sæðingu, þá getur verið erfitt að reikna út hve mikið það kostar í raun að kýr færi til burðina. Bændur geta notað ótal mismunandi staðla til þess að meta ástand hjarðarinnar og má nota til þess einfaldar mælistikur eins og að allar kýr hafi verið sæddar í fyrsta skipti að minnsta kosti 65 dögum eftir burð, að tómir daga kúnna séu ekki fleiri en 84 og eins og áður segir að kvígurnar beri ekki eldri en 24 mánaða gamlar. Allir þessir þættir hafa bein áhrif á afkomu bú-anna og því lengra frá þessum stöðlum sem búin eru, því verri afkoma er á þeim í samanburði við þau sem ná góðum árangri. Ending kúa Það felst mikill beinn kostnaður í því að ala upp kvígur og þegar þær Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Dulinn kostnaður hefur mikil áhrif á rekstur kúabúa – Fyrri hluti Oft getur verið um að ræða mikinn falinn eða leyndan kostnað á kúabúum sem fellur til samhliða ákvörðunum og/ eða gerðum kúabænda varðandi val á ákveðnum rekstrarleiðum. Undur erfðatækninnar: Epli með jarðarberja- eða ananasbragði Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett og með hjálp erfðatækninnar verður í nánustu framtíð hægt að hanna alls kyns nýjar útgáfur af ávöxtum og aldinum. Ekkert verður því til fyrirstöðu að framleiða epli með jarðarberja- eða ananasbragði eða epli með aldinkjöt í öllum regnbogans litum, appelsínur með chilikeim eða agúrkur með bananabragði. Auk þess sem erfðatæknin mun gera kleift að framleiða steinlaus aldin og aldin með fallegum lit og áferð. Tæknin sem mun gera þetta mögulegt kallast Crisp og er ný uppgötvun í erfðatækni. Genafitl af þessu tagi er þegar notuð í matvælaiðnaði til að breyta útliti og eiginleikum matvæla. Crisp-tæknin getur til dæmis breytt eiginleikum sveppa til að lengja endingartíma þeirra og koma í veg fyrir að þeir dökkni við geymslu. Á Spáni hefur tekist að erfðabreyta hveiti þannig að fólk með glútenofnæmi getur borðað það og í Japan er búið að hanna afbrigði tómataplöntu með stutta stilka þannig að hver planta getur gefið af sér fleiri aldin. /VH VIÐSKIPTABLAÐIÐ LESTUR PRENTMIÐLA Á LANDSBYGGÐINNI HEIM ILD : Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt.-des. 2017. BÆNDAHÖLLIN VIÐ HAGATORG Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 0% 10% 20% 30% 40% 50% DV STUNDIN MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ 8,0% 11,2% 9,4% 22% 27,3% 43,1% Kívíjarðarber.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.