Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 201844 Veðurgæðum sumarsins var mjög misskipt eftir landshlutum þetta árið. Norðlendingar og Austlendingar fengu feiknagott veður til heyskapar en Sunnlendingar og Vestlendingar fengu hins vegar heldur lakara veður til að afla vetrarfóðursins þó ekki væri beint um rosasumar að ræða. Víða um land eru til miklar fyrningar frá sprettusumrinu 2017, auk góðrar uppskeru í ár, svo margir hyggja á það að flytja út fóður til Noregs, þar sem skortur er yfirvofandi. Við minnum því bændur og búalið á mikilvægi þess að taka lýsandi heysýni af heyforðanum til að hægara sé að skipuleggja fóðrun vetrarins og eins hvað mætti mögulega bjóða falt til annarra eða til útflutnings. Ekki gleyma sýnum í frystinum! Hversu oft höfum við ráðunautar ekki fengið heysýnapoka senda frá bændum með hangikjötslykt, því gjarnan vill gleymast að senda heysýnin til greiningar þó skilmerkilega hafi verið staðið að því að taka sýni um sumarið. Hirðingasýni eru góð og gild fyrir forþurrkað fóður og oft þægilegri í framkvæmd en að taka verkuð sýni. Farið er um túnið stuttu áður en hirt er og tekin visk hér og þar sem lýsandi er fyrir uppskeruna af túninu. Plastpokinn er lofttæmdur og merktur og honum komið fyrir í frysti. Þær upplýsingar sem þurfa að fylgja til efnagreiningastofanna er sendandi, heimilisfang, kennitala og búsnúmer, netfang þangað sem senda má niðurstöður en einnig upplýsingar um sýnið, s.s. hvenær slegið var og hirt, spildunúmer og heiti spildunnar. Auk þess þarf að velja hvað skuli greint í sýninu. Ráðunautar RML geta verið innan handar þegar greiningarkostur er valinn. Gróffóður fyrir mjólkurkýr borgar sig að hafa fulla greiningu á (leysanlegt prótein, ómeltanlegt tréni, verkunarsýrur o.fl.) en einnig er spurning hversu mörg stein- og snefilefni skulu greind í sýnunum. Gott er að miða við að hafa snefilefnagreiningu á a.m.k. einu sýni ár hvert til að fylgjast með joð- og selen-innihaldi heyjanna og breytingu milli ára. Slík greining getur gefið okkur vísbendingar um áburðargjöf næsta árs. Varðandi fóður fyrir sauðfé og hross þá þarf ekki eins ítarlega greiningu á því, þó svo sannarlega geti það verið áhugavert. Sérstaklega getur selen- og joð- innihald heyja fyrir sauðfé verið áhugavert. Að taka verkuð sýni Verkuð sýni eru tekin 4-6 vikum eftir að hirt var, en þá ætti verkun að vera lokið. Þó getur verkun verið langdregnari séu hey mikið sprottin, gróf, geymslur illa lofttæmdar eða vegna rangrar gerjunar (smjörsýrugerjun). Gott er að miða við að taka sýni úr 3-4 rúllum af hverri spildu fyrir gott meðaltal fyrir hvert sýni og sé tekið sýni úr flatgryfjum og stæðum er gott að miða við að stinga á t.d. 4 stöðum langs eftir gryfjunni. Heysýnabor þarf að ná góðum þverskurði af heygeymslunni (ná alla leið inn í kjarna rúllu eða í botn á stæðu). Verkuð sýni eiga sérstaklega vel við sé þurrefnisinnihald heyjanna innan við 50%, þar sem hægt að fanga þá breytingu á fóðrinu sem verður við verkun, en þá breytingu er ekki hægt að fanga með því að taka hirðingasýni. Greiningaratriði sem hægt er að nota til að meta gæði verkunar er t.d. magn og innbyrðis hlutfall verkunarsýra (edik-, mjólkur- og smjörsýra), ammóníak- og nítrat- innihald. Mikilvægi upplýsinganna Heysýnataka gefur okkur mikilvægar upplýsingar um fóðrið að því leyti að við vitum betur hvað við erum að gefa gripunum okkar, hvaða viðbótarfóður þarf í gripina, hvernig túnin skila uppskeru sinni, hvaða áburð ætti að bera á að ári, hvort borgi sig að endurrækta eða breyta sláttutíma af einhverju viti. Þá er hægt að raða saman ólíkum heytegundum til að mynda betri heyblöndu en væri bara gefin ein tegund í einu o.þ.h. Heyefnagreining gefur okkur líka vísbendingar hvort fóðrið sé nægilega kröftugt fyrir framleiðslu- kerfið okkar – hvort við þurfum að fóðra á miklu kjarnfóðri eða jafnvel þannig að við getum selt umframbyrgðir. Verð á algengum heyefnagreiningum Efnagreining á Hvanneyri og Eurofins í Hollandi eru samstarfsaðilar RML hvað heyefnagreiningar varða. Algengustu greiningakostir fyrir mjólkurkýr eru sennilega greiningar 4 (hirðingasýni), 5 (verkuð sýni) og 6 (með gerjunarafurðum) hjá Efnagreiningu og greining á verkunarsýnum með ýmist 10 eða 14 steinefnum hjá Eurofins. Þeir sem selja hey til útflutnings ættu að velja þessa greiningarkosti því Norðmenn eru vanir að fá fulla greiningu á sín heysýni. Gott er að skrifa á fylgiseðla með heyjum sem ætluð eru til útflutnings að um útflutning sé að ræða til að tryggja rétta greiningu sýnanna. Útdráttur af verðlistum beggja fyrirtækja sjást í töflunni sem hér fylgir en ítarlegri verðlista má nálgast á heimasíðu RML sem og heimasíðu Efnagreiningar. Fyrir sauðfé og hross borgar sig að velja greiningarkost 2 hjá Efnagreiningu eða greiningarkost 3 sé þess óskað að selen sé greint. Ráðunautar RML eru nú á ferð um landið til að taka heysýni. Hægt er að panta heysýnatöku og fóðuráætlanagerð á heimasíðu RML eða með því að hringja beint í RML í síma 516-5000. Það er mikilvægt að hafa sem bestar upplýsingar í höndum þegar ákveða þarf áburðarþarfir á tún og akra og áburðargjöf í framhaldi af því. Eitt af því eru upplýsingar um ræktunarlandið og innihald jarðvegsins af aðgengilegum næringarefnum. Í tímans rás vill það breytast m.a. vegna meðferðar túna, ræktunar og áhrifa frá áburðargjöf. Sum næringarefni safnast upp í jarðvegi meðan það gengur á önnur o.s.frv. Með jarðvegsefnagreiningum má fylgjast með þessum breytingum en almennt er ráðlegt að taka jarðvegssýni á 4-8 ára fresti úr ræktunarlandi. Of víða er þessum þætti í bústjórninni ekki sinnt nægjanlega vel. Þær mælingar sem mest er horft á eru sýrustig (pH) jarðvegsins og innihald hans af fosfór (P), kalsíum (Ca), magnesíum (Mg) og kalí (K). Auk þessara megin næringarefna er einnig mælt natríum (Na) og snefilefnin mangan (Mn), kopar (Cu) og sink (Zn). Einnig er mæld rúmþyngd jarðvegsins og gefur það vísbendingar um samsetningu hans. Framundan er sá tími sem ráðunautar RML verða á ferðinni um sveitir landsins við sýnatöku. Til þess að skipuleggja megi þær sem best eru bændur hvattir til að panta sem fyrst sýnatöku hjá RML ætli þeir að nýta þá þjónustu í haust. Tekið er við pöntunum á heimasíðu RML ( rml.is ) þar sem finna má hnapp til að panta sýnatöku. Einnig er tekið við pöntunum í síma 5165000. Ætla má að fyrir 3-5 jarðvegssýni sé kostnaður við sýnatöku, umsýslu og túlkun á niðurstöðum 16-25 þúsund kr. (verð án vsk.). Við bætist svo kostnaður af greiningu á sýnunum en hjá Efnagreiningu á Hvanneyri kostar hún 7.405 kr. fyrir hvert sýni. Þangað verða sýnin send nema um annað sé beðið. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eríkur Loftsson Ráðunautur í jarðrækt el@rml.is Jarðvegssýni eru mikilvægur þáttur í bústjórninni Minnumst mikilvægi heyefnagreininga Jóna Þórunn Ragnarsdóttir ráðunautur í fóðrun hjá RML jona@rml.is Víða til sveita eru sérstakir rúlluvagnar notaðir til að koma heyfeng frá túnum heim í rúllustæður. Flestir bændur nota þá aðferð að hirða hey sitt í rúllur og pakka inn í plast. Eftir því sem dráttarvélar verða stærri og öflugri verða sömuleiðis tæki sem við þær eru notuð stærri og öflugri. Sú þróun hefur það í för með sér að t.d. rúlluvagnar eru orðnir stærri og þyngri en áður fyrr. Því er nauðsynlegt að hafa í huga hvaða réttindi og skyldur bændur hafa gagnvart umhverfi sínu. Ganga þarf úr skugga um að rúlluvagninn og allur annar búnaður standist lög og reglur. Samkvæmt 63. grein umferðarlaga kemur fram að almenn ákvæði kveði á um að eftirvagnar séu skráningarskyldir sé heildarþyngd þeirra meiri en 750 kg. Hins vegar séu vagnar sem notaðir eru utan alfaraleiðar undanþegnir slíkri skráningu. Hvað varðar hámarksþyngd þá sé almenna reglan sú að þyngd vagnsins ólestaður sé ekki meiri en sem nemur helmingi heildarþyngdar dráttarvélarinnar, að því gefnu að vagninn sé ekki búinn hemlum. Vagninn má svo ekki vera þyngri en tvöföld heildarþyngd dráttarvélarinnar þegar hann er lestaður, að því gefnu að hann sé ekki búinn hemlabúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru vagnar sem eru þyngri en 750 kg skráningarskyldir og skoðunarskyldir. Það fer svo eftir heildarþyngd vagnsins hversu oft þarf að færa þá til skoðunar. Ábyrgð ökumannsins mikil Þrátt fyrir að þessi undanþága sé til staðar, þ.e. að vagnar sem notaðir eru utan alfaraleiðar séu ekki skráningarskyldir, þá hljóta bændur að sjá hag sinn í því að hafa vagna sína skráða og löglega. Bændur eiga að sýna gott fordæmi og bera öryggi sitt og sinna fyrir brjósti við vinnu sína. Skussaháttur er ekki til útflutnings. Það er á ábyrgð þess sem ekur farmi að rétt sé frá honum gengið. Undanfarið hafa komið fram rúlluvagnar með sérstökum grindum á vökvatjökkum sem styðja við farminn og veita þar með aukið öryggi úti á vegum. Gott að ná sér í réttindi Rétt viðbrögð skipta höfuðmáli ef vagn aftan í dráttarvél fer að flökta aftan í. Alls ekki er gott að nauðhemla. Slíkt getur orðið til þess að vagn kastist til hliðanna með ófyrirséðum afleiðingum. Betra er að hægja rólega ferðina og reyna að ná þannig stjórn á tækinu. Með vönduðum vinnubrögðum og réttri skráningu draga bændur verulega úr hættu á slysum og fyrirbyggja tjón sem getur hlotist af völdum rangrar notkunar á vögnum. Jafnframt er ástæða til að hvetja bændur til að sækja sér réttindi til stjórnunar vinnuvéla hjá viðeigandi aðila. Þar eru kenndar viðeigandi aðferðir við mismunandi störf og farið yfir öryggisatriði sem bændur geta tamið sér í auknum mæli. /BR ÖRYGGISMÁL Bjarni Rúnarsson br@bondi.is Rétt notkun rúlluvagna: Bændur eiga að sýna gott fordæmi Síðustu ár hafa sérstakir vagnar með stuðningsgrindum komið á markað sem auka öryggi vagnsins til mikilla muna. Helsti ókosturinn er að til þess þó nokkrar slöngur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.