Bændablaðið - 14.03.2019, Side 12

Bændablaðið - 14.03.2019, Side 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201912 FRÉTTIR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 NÝR BÆ KLINGUR Votviðrasamt sumar í fyrra virðist sýna sig í tölum Hagstofu Íslands: Kartöfluuppskeran á síðasta ári var sú lélegasta síðan 2013 – Þriðja minnsta uppskeran síðan 1977 og vel undir meðaltali síðustu 42 ára Samkvæmt nýjustu tölum Hag­ stofu Íslands varð verulegur sam­ dráttur í framleiðslu á útiræktuðu grænmeti á Íslandi á síðasta ári. Var kartöfluuppskeran m.a. sú minnsta síðan 2013. Virðist sá samdráttur vera að nokkru í takt við óvenju votviðrasamt tíðarfar. Á síðasta ári fengust 6.020 tonn af kartöflum upp úr görðum íslenskra bænda. Í kartöfluræktinni hafa einungis þrjú ár frá 1977 verið með minni uppskeru. Það var 2013 þegar uppskeran var 6.000 tonn, árið 1993 þegar uppskeran var 3.913 tonn og 1983, en þá var uppskeran aðeins 3.561 tonn. Talsvert undir 41 árs meðaltali Á síðustu 42 árum, eða frá 1977, hafa verið framleidd til sölu á Íslandi 433.306 tonn af kartöflum, eða 10.317 tonn að meðaltali á ári. Hefur kartöfluframleiðslan aldrei náð því meðaltali eftir 2010 þegar framleiðslan var 12.460 tonn. Mest framleiðsla 1994 Mest var kartöfluframleiðslan á þessu tímabili 1994, eða 19.459 tonn í kjölfar mikils hrunárs í framleiðslunni þegar framleiðslan fór eins og áður sagði í 3.561 tonn. Árið þar á undan, eða 1992, var framleiðslan 14.300 tonn svo dýfan fyrir framleiðendur var gríðarleg. /HKr. Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella. Mynd / Bbl. Framleidd voru hátt í 12 þúsund tonn af grænmeti á Íslandi 2018: Metframleiðsla var á gúrkum og salati – Tómataframleiðslan hefur verið að dragast saman frá 2016 Metframleiðsla var á gúrkum og salati á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tómataframleiðslan hefur aftur á móti verið að dragast saman síðan 2016. Á síðasta ári voru framleidd 11.667 tonn af grænmeti á Íslandi. Þar af var ríflega helmingurinn kartöflur, eða 6.020 tonn. Næstmest var framleitt af gúrkum, eða 1.927 tonn. Hefur gúrkuframleiðslan aldrei verið meiri samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir þá framleiðslu sem ná aftur til 1986. Sem dæmi um þróunina voru framleidd 460 tonn af gúrkum árið 1986, en síðan hefur verið nokkur stígandi í framleiðslunni. Framleiðslan fór í fyrsta sinn yfir 700 tonn árið 1997 og yfir 800 tonn árið 1999. Hélst framleiðslan svo á því róli til 2004 þegar 900 tonna múrinn var rofinn. Strax árið eftir fór framleiðslan í 1.147 tonn, í 1.343 tonn árið 2007 og í 1.516 tonn árið 2008. Síðan fór framleiðslan yfir 1.800 tonn 2014 og hefur verið á því róli þar til í fyrra að hún fór í fyrsta sinn yfir 1.900 tonn. Samdráttur í tómataframleiðslu Gúrkuframleiðslan fer fram undir glerþaki og veðráttan hefur því ekki bein áhrif á framleiðsluna þar sem beitt er raflýsingu. Sama á við um tómataræktina. Þar hefur framleiðslan hins vegar dregist töluvert saman síðan 2016, eða úr 1.436 tonnum í 1.213 tonn. Virðist þar vera að gæta áhrifa af opnun Costco og aukins grænmetisinnflutnings. Met í salatframleiðslu Met var líka sett í framleiðslu á salati á síðasta ári, en þar er líka um inniræktun að ræða. Tölur Hagstofu yfir salatframleiðsluna ná aftur til 2013 þegar framleidd voru 213 tonn. Hefur sú framleiðsla stöðugt verið að aukast síðan og var komin í 403 tonn á síðasta ári sem er met. Önnur inniræktun var á svipuðu róli á milli ára og af sveppum voru framleidd 580 tonn 2018 sem er nákvæmlega sama tala og 2017. Mest var hins vegar framleitt af sveppum 2014, eða 602 tonn. Veðurfar hafði neikvæð áhrif á alla útiræktun Í útiræktun var lélegt tíðarfar greinilega að hafa áhrif og þá ekki bara í kartöfluræktinni. Sem dæmi féll gulrófuframleiðslan úr 930 tonnum árið 2017 í 540 tonn árið 2018, eða um 42%. Gulrótarframleiðslan dróst líka töluvert saman, eða úr 750 tonnum árið 2017 í 520 tonn árið 2018, sem er tæplega 31% minni framleiðsla. Svipaða sögu er að segja af annarri útiræktun. Þar var samdráttur í framleiðslu á öllum tegundum á síðasta ári. Kornbændur urðu líka fyrir skelli Þótt kornframleiðsla sé venjulega ekki talin með ræktun á grænmeti voru veðurfarsáhrifin þar einnig veruleg. Þannig minnkaði kornframleiðsla íslenskra bænda úr 7.400 tonnum árið 2017 í 3.900 tonn árið 2018, eða um rúm 47%. Þar sem rigningin var ekki til vandræða, voru þurrkar stundum of miklir, eins og á Austurlandi. /HKr. Í tómataræktun hefur framleiðslan dregist töluvert saman síðan 2016, eða úr 1.436 tonnum í 1.213 tonn. Mynd / HKr. Orlofsvefur Bændasamtakanna http://www.orlof.is/bondi/ var opnaður nú um miðjan febrúar og er hann aðgengilegur á heimasíðu samtakanna. Markmiðið með honum er að auka aðgengi félagsmanna að orlofsíbúð samtakanna og jafnframt að stuðla að góðri nýtingu hennar. Framvegis fara allar bókanir og greiðslur á orlofshúsum fram í gegnum orlofsvefinn. Þar er nú opið fyrir bókanir á íbúð samtakanna í Þorrasölum 13–15 í Kópavogi, til ársloka 2019. Íbúðin er aðeins ætluð félagsmönnum Bændasamtaka Íslands og er lágmarks útleiga núna tvær nætur eða heil helgi. Vakin er athygli á því að orlofshúsin á Hólum sem hafa verið í útleigu og voru í eigu samtakanna hafa nú verið seld. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um kaup á öðrum í þeirra stað. Allir félagar í Bændasamtökum eru nú aðilar að sérstöku miðakerfi í gegnum orlofsvefinn sem gefur meðal annars tækifæri til að nýta ódýra gistingu. Til að auka framboðið var gerður samningur við tvær hótelkeðjur, Icelandair Hótel og Íslandshótel, á góðum kjörum á gistingu um allt land. Áfram er í gildi eins og verið hefur samningur við Hótel Sögu um bændaafslátt á gistingu og er félagsmönnum bent á að hafa samband við bókunardeild hótelsins til að bóka gistingu þar. Á orlofsvefnum er jafnframt í boði að tryggja sér veiðikortið á hagstæðu verði og útilegukortið verður í boði til félagsmanna á kr. 15.900 á árinu 2019. Útilegukortið veitir tveim full­ orðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér vefinn og nýta það sem þar er í boði, en unnið er að því að afla frekari afsláttarkjara fyrir félagsmenn, sem munu þá bætast við það sem þegar er komið. Allar góðar ábendingar um óskir félagsmanna í þessum efnum eru vel þegnar. Þeim sem vilja fá frekar upplýsingar er bent á að hafa samband við skrifstofu samtakanna í síma 563­0300. Orlofsvefur Bændasamtakanna: Allar bókanir á vefnum Met var sett í gúrkuræktinni á síðasta ári. Sjö nýir starfsmenn hjá Orf Líftækni Orf Líftækni hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins erlendis og hér heima en fyrir­ tækið er leiðandi á heims vísu í plöntulíftækni. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. Orf hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda­ og þróunarstarfs. BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru seldar í um 28 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa nú tæplega 70 manns. /MHH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.