Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201914 Miklar varúðarráðstafanir eru viðhafðar í Evrópu um þessar mundir til að hefta útbreiðslu afrískrar svínapestar. Þrátt fyrir að ástandið hafi verið nokkuð stöðugt undanfarið var tilkynnt um ný og viðvarandi tilfelli í átta löndum í Evrópu nýverið og tveimur löndum í Asíu. Á heimasíðu Matvæla stofnunar er minnt á að enn hafi ekki tekist að hefta útbreiðslu afrískrar svínapestar í Evrópu, Asíu og Afríku. Auk þess sem Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin hvetur ferðafólk, bændur, veiðimenn, tollverði og fleiri til að gæta árvekni og smitvarna. Afrísk svínapest er bráðsmitandi drepsótt í svínum, sem getur meðal annars borist með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýktum dýrum, farartækjum, búnaði og fatnaði. Veiran sem veldur sjúkdómnum er ekki hættuleg fyrir fólk eða önnur dýr en veldur svínum þjáningum og tjón svínabænda þar sem sjúkdómurinn kemur upp er gífurlegt. Miklar varúðarráðstafanir eru viðhafðar í Evrópu til að hefta útbreiðsluna og þar hefur ástandið verið nokkuð stöðugt. Þó var tilkynnt um ný og viðvarandi tilfelli í átta löndum í Evrópu, Belgíu, Ungverjalandi, Búlgaríu, Lettlandi, Moldavíu, Póllandi, Rúmeníu og Úkraínu, í febrúar á þessu ári. Á sama tíma bárust tilkynningar um sjúkdóminn frá tveimur stöðum í Asíu, Kína og Mongólíu, og einum í Afríku, Simbabve. Alþjóða dýraheilbrigðis­ stofnunin hefur hafið auglýsingaherferð til að upplýsa fólk um smitleiðir og áminna það um að gæta smitvarna. Skilaboðin eru eftirfarandi: • Ferðafólki er bent á að flytja ekki með sér lifandi svín né svínaafurðir og heimsækja ekki svínabú að nauðsynjalausu. • Bændur eru hvattir til að viðhafa ítrustu smitvarnir, sem fela í sér þrjá megin þætti: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Þeir þurfa að halda aðskilnaði milli þess sem er utandyra og innanhúss, gæta þess að smit berist ekki í fóður og vatn, hafa stranga stjórn á aðgangi og umgangi gesta og starfsfólks á búinu og halda svínum sem koma ný inn á búið aðskildum frá þeim sem fyrir eru. Allt sem fer inn á búið og út af því skal þrifið þannig að öll sjáanleg óhreinindi séu fjarlægð og síðan sótthreinsað. Jafnframt eru bændur minntir á að fóðra ekki svínin með matarúrgangi. • Veiðimenn sem eru reglulega í snertingu við svín ættu ekki að stunda veiðar á villtum svínum. En tilmæli til þeirra sem fara á veiðar eru m.a. að þrífa og sótthreinsa tæki á staðnum, fara ekki á svínabú að nauðsynjalausu og deila ekki matvælum sem framleidd eru úr kjöti af veiddum dýrum með öðrum né fóðra dýr með þeim. • Tollverðir eru beðnir um að kynna sér í hvaða löndum afríska svínapestin er til staðar hverju sinni og að vera sérstaklega vel á verði fyrir því hvort fólk komi með matvæli frá þessum löndum. Öllum vörum sem geta innihaldið smitefnið skal fargað á viðeigandi hátt. Hver sem verður var við einkenni í dýrum sem geta bent til alvarlegra smitandi sjúkdóma, þar á meðal afrískrar svínapestar, skulu án tafar hafa samband við dýralækni eða Matvælastofnun. /VHMiðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is klefar Kæli- & frystiklefar í miklu úrvali. Vottaðir gæðaklefar með mikla reynslu á Íslandi. Einfaldir í uppsetningu. hillur fyrir kæli- & frystiklefa. Mikið úrval og auðvelt að setja saman. Sérhannaðar fyrir matvæli. Kæli- & frysti- búnaður hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Sóttvarnir og dýravelferð: Ekki tekist að hefta útbreiðslu afrískrar svínapestar í Evrópu Afrísk svínapest hefur ekki greinst á Íslandi enn sem komið er. AFRICAN SWINE FEVER African swine fever (ASF) is a highly contagious disease of domestic and wild pigs. It is not a danger to human health but it is devastating for farming economy. There is no vaccine against it. Travelling within or outside a country? By car, bus, train, airplaine, boat? Do not spread the disease. For more information: www.oie.int/asf Travellers Don’t be the carrier of a deadly pig disease Do not carry pigs or pork products If you do, declare them to the transport authorities Do not visit farms unless it is necessary If you are in regular contact with domestic pigs, do not hunt wild pigs YOU MUST TAKE PRECAUTIONS Leikritið er gleðileikur með harmrænu ívafi sem gerist í litlu samfélagi úti á landi. Leikdeild Umf. Gnúpverja: „Nanna systir“ sett upp í Árnesi Leikdeild Umf.Gnúpverja æfir nú af kappi leikritið „Nanna systir“ eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Örn Árnason. Þetta er gleðileikur með harmrænu ívafi sem gerist í litlu samfélagi úti á landi og óhætt er að segja að þar gangi á ýmsu. Ungmennafélag Gnúpverja hefur í rúm 100 ár staðið fyrir leiksýningum á góðum og gildum verkum eftir ýmsa höfunda. Fyrstu leiksýningarnar voru í baðstofum í sveitinni en eftir að Ásaskóli var byggður 1923 var æft og leikið þar. Síðustu 50 árin hefur félagsheimilið Árnes verið heimili leikstarfseminnar. Leikdeild var stofnuð innan Ungmennafélagsins árið 2010 og er Nanna systir fimmta sýningin sem sett hefur verið upp síðan. Sýningar verða á eftirfarandi dögum. Frumsýning föstud. 8. mars kl. 20 2. sýning sunnud. 10. mars kl. 20 3. sýning laugard. 16. mars kl. 20 4. sýning sunnud. 17. mars kl. 14 5. sýning fimmtud. 21. mars kl. 20 Hægt er að panta miða í síma 8691118 eða á gylfi1sig@gmail. com Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á sýningunum í mars, posi á staðnum. /MHH Örn Árnason, leikar er leikstjóri verksins en hann er einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.