Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 21 forvörnum og meðferð á sífellt auknum fjölda sýkinga af völdum baktería, sníkjudýra, veira og sveppa. • Sýklalyfjaónæmi leiðir til lengri sjúkrahúsvistar, hærri lækniskostnaðar og aukinnar dánartíðni. • Án árangursríkra sýkla­ lyfja getur árangur í meiri háttar skurðaðgerðum og krabbameinslyfjameðferðum verið í hættu. • Kostnaður við heilsugæslu hjá sjúklingum með sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería er hærri en við umönnun sjúklinga með sýkingar sem ekki eru ónæmar fyrir lyfjum. Veikindin verða erfiðari við að eiga og nota þarf dýrari lyf. • Á árinu 2016 þróuðu 490.000 manns með sér fjölþolnar lugnabólgubakteríur á heims­ vísu og lyfjaónæmi er byrjað að flækja baráttuna gegn HIV smiti og malaríu. Ráðleggingar Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar til almennings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur líka gefið út ráðleggingar til almennings vegna notkunar sýklalyfja. Þar segir m.a.: • Notaðu aðeins sýklalyf þegar læknir hefur staðfest að þess þurfi. • Þú skalt aldrei krefjast sýklalyfja ef heilbrigðisstarfsmaður segir að þú þurfir ekki á þeim að halda. • Fylgdu alltaf ráðleggingum heilbrigðisstarfsmannsins þegar sýklalyf eru notuð. • Aldrei deila eða nota afganga af sýklalyfjaskömmtum. • Veldu einungis matvæli sem eru framleidd án sýklalyfja og vaxtarhvata og þar sem sjúkdómavarnir heilbrigðra dýra eru í lagi. • Koma skal í veg fyrir sýkingar með því að þvo hendur reglulega og gæta hreinlætis við matargerð. Haltu aðskildum hráum og soðnum matvælum. Eldaðu allan mat vandlega. Passaðu að matur sé eldaður við rétt hitastig. Notaðu hreint vatn og hreint hráefni. • Forðast skal snertingu við sjúka einstaklinga, stunda öruggt kynlíf og passa upp á að bólusetningar séu uppfærðar. Stjórnvöld móti stefnu og takist á við vandann Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur einnig gefið út ráðleggingar til stjórnmálamanna og annarra sem móta stefnuna í heilbrigðismálum. Þar segir m.a. að til að koma í veg fyrir og stjórna útbreiðslu sýklalyfjaþols, geta stefnumótandi aðilar framkvæmt eftirfarandi: • Ganga úr skugga um að sterk innlend aðgerðaáætlun sé til að takast á við sýklalyfjaónæmi. • Auka eftirlit með sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. • Styrkja stefnu, áætlanir og framkvæmd sýkingarvarnar og eftirlitsráðstafana. • Stjórna og stuðla að viðeigandi notkun sýklalyfja, koma í veg fyrir ofnotkun. • Halda uppi öflugri upplýsingagjöf um áhrif sýklalyfjaþols. Bændur noti aldrei sýklalyf nema undir eftirliti dýralækna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur líka gefið út ráðleggingar til landbúnaðarins til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Þar segir m.a.: • Gefið dýrum aldrei sýklalyf nema undir eftirliti og samkvæmt ráðleggingum dýralækninga. • Ekki nota sýklalyf sem vaxtarhvata eða til að koma í veg fyrir sjúkdóma hjá heilbrigðum dýrum. • Bólusetjið dýr til að draga úr þörf fyrir sýklalyf og notið aðra valkosti en sýklalyf þegar þeir eru til staðar. • Beitið öruggum og vönduðum starfsvenjum á öllum stigum framleiðslu og vinnslu matvæla úr dýrum og plöntum. • Aukið aðgæslu á býlum með bættu hreinlæti og aukinni dýravernd til að koma í veg fyrir sýkingar. Stóralvarleg staða Um 131.000 tonn af sýklalyfjum eru notuð í landbúnaði heimsins á hverju ári. Þá er fiskirækt ekki meðtalin. Um 73% af öllum sýklalyfjum sem notuð eru í heiminum í dag eru nýtt í landbúnaði og stór hluti af því sem vaxtarhvetjandi efni. Það hefur leitt til ört vaxandi stökkbreytinga sýkla sem orðnir eru ónæmir fyrir lyfjunum og þar með bráðdrepandi. Í dag er talið að sýlalyfjaónæmar bakteríur dragi um 700 þúsund jarðarbúa til dauða árlega. Sú tala mun að óbreyttu verða komin í um 10 milljónir árlega eftir um 30 ár, eða ein manneskja á þriggja sekúndna fresti. Það eru um 1,8 milljónum fleiri en deyja úr krabbameini. Það mun kosta þjóðir heims um 4% af heildarveltu af allri starfsemi jarðarbúa, eða um 100 billjónir dollara. Einungis um 5% af fjárfestingum í lyfjaiðnaði fara nú til þróunar á sýklalyfjum. ESB með nýja löggjöf til að draga úr sýklalyfjanotkun Notkun á sýklalyfjum í landbúnaði í Evrópu hefur verið 300% hærri en ráðlögð hámarksnotkun er af sérfræðingum svo til alvarlegra vandræða horfir. Hjá Evrópusambandinu var því samþykkt þann 25. október 2018 að setja nýja löggjöf um sýklalyfjanotkun í landbúnaði. Á hún að koma til framkvæmda 2022. Í Bandaríkjunum hefur notkunin verið mun meiri, enda drepa sýkingar af völdum ofurbaktería um 100.000 manns þar í landi á hverju ári. Á sumum sviðum hefur þó náðst árangur þó hægt miði. Sem dæmi um þróunina, þá hóf breska alifuglaráðið (British Poultry Council – BPC) sérstakt átak varðandi notkun sýklalyfja í greininni árið 2011. Þess má geta að breskir alifuglabændur hafa einmitt sótt ráðleggingar í smiðju íslenskra alifuglabænda vegna góðs árangurs hérlendis. Undir handarjaðri BPC starfa um 90% allra alifuglaræktenda í Bretlandi. Þetta átak leiddi til þess að heildarnotkun á sýklalyfjum í greininni dróst saman um 82% á árunum 2012 til 2017. Þá bannaði ráðið sínum félagsmönnum á árinu 2016 notkun á sterkustu fúkkalyfjunum eins og lokaúrræðalyfinu Colistin. Notkun á slíku efni hefur aldrei verið leyfð í alifuglarækt hérlendis. Þá hafa sýklalyf aldrei verið leyfð sem vaxtarhvetjandi efni í íslenskum landbúnaði. Stefnt er að því að notkunin í kjúklingarækt á þessu ári og því næsta verði komin niður í 25 milligrömm á hvert kíló við slátrun (25mg/kg). Einnig að sýklalyfjanotkunin í kalkúnaeldinu verði komin niður í 50 milligrömm á hvert kíló. Þetta takmark á samt langt í land með að ná þeim árangri sem íslenskir bændur hafa náð þar sem meðalnotkunin í landbúnaðinum í heild hefur verið nálægt 5 mg/kg. Bændur standa saman Upplýsingar um félagsaðild Þinn ávinningur: Sími 563-0300 Netfang bondi@bondi.is www.bondi.is Fylgstu með bændum á Baendasamtok • BÍ vinna að þínum hagsmunum og eru málsvari stéttarinnar • Allt að 30% afsláttur af forritum BÍ • Réttur til að taka þátt í atkvæðagreiðslum og könnunum á vegum samtakanna • Aðgangur að starfsmenntasjóði og velferðarsjóði • Ráðgjöf um réttindi og um málefni sem snerta bændur • Bændaafsláttur á Hótel Sögu og orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu Aðild að Bændasamtökunum borgar sig Meginverkefni BÍ er að gæta hagsmuna stéttarinnar. Félagsleg samstaða er dýrmæt og öflug starfsemi samtakanna eykur slagkraft bænda. Með aðild að BÍ njóta félagsmenn ýmissa réttinda. Fulltrúar í þjónustuveri BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 og í netfangið bondi@bondi.is. Á bondi.is er hægt að skrá sig í samtökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.