Bændablaðið - 14.03.2019, Síða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201926
MATVÆLI&MARKAÐSMÁL
Fróðleiksmolar um sauðfjárbeit á prenti:
Beitarlandið lesið
– með augum góðrar beitarstjórnunar
Sigþrúður Jónsdóttir, beitar sér
fræðingur hjá Land græðsl unni,
kynnti nýja smábæklinginn
Fróð leiks molar um sauðfjárbeit
á fagfundi sauðfjárræktarinnar
sem var haldinn 1. mars á
Hótel Sögu. Honum er ætlað að
auðvelda bændum að meta ástand
beitar landsins og aðlaga beitina
að ástandi landsins.
Bæklingurinn er vasaútgáfa
eldri bæklings sem heitir Sauð
fjárhagar og var gefinn út árið
2010. „Það er nokkur saga á bak við
bæklinginn. Ég sinnti því verkefni
hjá Landgræðslunni að þróa skala
til að meta ástand sauðfjárhaga
og í kjölfarið var gefið út
leiðbeiningaritið Sauðfjárhagar. Þar
var einnig að finna undirstöðuatriði
í beitarfræðum og beitarstjórnun,“
segir Sigþrúður um tilurð bækling
sins.
Hliðstæður hrossabæklingi
„Þessi rit eru hliðstæð eldri ritum
um hrossabeit. Hrossahagar voru
gefnir út af Rannsóknastofnun
landbúnaðarins og Landgræðslunni
árið 1997 þar sem er að finna
ástandsskala fyrir beitilönd
hrossa. Árið 2014 var búinn til
smábæklingur upp úr honum,
Fróðleiksmolar um hrossabeit,
sem hefur komið að góðum
notum. Því var ákveðið að gera
líka smábækling byggðan á
Sauðfjárhögum. Þó margt sé svipað
við mat á beitilöndum sauðfjár og
hrossa þá eru það ekki alveg sömu
atriði sem þarf að skoða.“
Að sögn Sigþrúðar er hægt að
fá Fróðleiksmola um sauðfjárbeit
á héraðssetrum Landgræðslunnar
og víðar. Verður honum til að
mynda dreift á fundum sem fram
undan eru um verkefnið GróLind og
ýmsum öðrum fundum sem tengjast
sauðfjárrækt og landgræðslu. /smh
Í nýja bæklingnum er farið yfir helstu
atriðin við mat á ástandi lands.
Sauðfjárhagar var gefinn út árið 2010
en þar er að finna undirstöðuatriði
um beitarfræði og beitarstjórnun.
Sigþrúður Jónsdóttir, beitarsérfræðingur hjá Landgræðslunni, kynnir
bæklinginn fyrir sauðfjárbændum á fagfundi sauðfjárræktarinnar. Mynd / smh
Mjólkursamlagið Tine:
Með vörur fyrir
grænmetisætur
Sífellt fleiri gerast grænmetisætur
í Noregi og því hefur mjólkur
samlagið Tine ákveðið að fylgja
bylgjunni og neytendum með því
að setja á markað vörur sem henta
fólki sem aðhyllist þann lífsstíl.
Neysla á venjulegri hvítri mjólk
minnkar á hverju ári og hefur
það reynst samlaginu erfitt að fá
aftur upp fyrri sölutölur svo nú
koma vörur frá fyrirtækinu sem
henta grænmetisætum eins og
grænmetisbollur og hakk ásamt
grænmetisborgurum.
Vörurnar innihalda yfir 90
prósent af norskum hráefnum og
eru grænmetismiðaðar með osti og
mjólk sem aukaefnum en á þann hátt
ná þeir að nota mjólk í vörurnar. Með
þessu móti vonast fyrirtækið einnig
til að komast á stærri markaði með
vörurnar.
„Við munum gera allt til að
mjólkin haldi áfram sinni stöðu og
að framleiðslan geti vaxið enn frekar,
það er okkar aðalmarkmið. Á sama
tíma getum við ekki lokað augunum
fyrir því að neytendur eru að breyta
venjum sínum. Ef við eigum að geta
notað þau tæki sem við eigum og
að kúabændur fái vel borgað fyrir
mjólkina þá verðum við að hitta á
nýjar neysluvenjur. Það er staðreynd
að sífellt stærri hluti neytenda velur
sem dæmi haframjólk. Við höfum
góðar vinnslustöðvar og tækni til að
framleiða hágæðavörur og þegar við
byrjuðum til dæmis að framleiða djús
þá kom það fram í betri niðurstöðum
fyrir fyrirtækið. Þetta snýst jú allt
um að skilja neytendur og að hitta
á réttar vörur sem fólk óskar eftir að
nota við mismunandi tækifæri. Gott
samband við verslanakeðjurnar er
einnig mikilvægt í þessu sambandi,“
segir Gunnar Hovland, forstjóri
Tine. /Bondebladet - ehg
Keppnin Kokkur ársins í Hörpu:
Þrjár konur í fimm
manna úrslitahópi
Úrslitakeppnin Kokkur ársins
2019 verður haldin í Hörpu
laugardaginn 23. mars næst
komandi. Athygli vekur að þrjár
konur voru meðal þátttakenda í
forkeppninni, sem var haldin 6.
mars, en það telst met í þessari
keppni. Þær komust allar áfram
til þátttöku í úrslitunum.
Í tilkynningu frá Klúbbi
matreiðslumeistara, sem stendur
að skipulagningu keppninnar, er
þessi keppni einn af hápunktunum
í viðburðardagatali matreiðslu
manna. Nokkrir af allra bestu
matreiðslumeisturum Íslands keppa
um hinn eftirsótta titil.
Forkeppnin fór sem fyrr segir
fram miðvikudaginn 6. mars en þar
kepptu tíu kokkar um fimm pláss í
lokakeppninni sjálfri.
Metnaðarmál að jafna hlutfall
kvenna og karla
Haft er eftir Birni Braga Bragasyni,
forseta Klúbbs matreiðslumeistara,
að það sé mikið fagnaðarefni að sjá
aukningu skráðra kvenna í keppninni.
„Það er okkur metnaðarmál að
ná hlutfalli þeirra til jafns við
karla. Ylfa Helgadóttir var meðal
annars þjálfari Kokkalandsliðsins
í Lúxemborg þar sem liðið vann til
gullverðlauna, sem ég held að sé
okkur góð hvatning. Stéttin hefur
verið mjög karllæg og öll skref í
átt að meira jafnvægi eru góð skref
í átt að því að tryggja öfluga og
fjölbreytta stétt fagfólks.“
Tveir frá Hótel Sögu
Þeir sem keppa til úrslita um titilinn
í ár eru:
• Snædís Xyza Mae Jónsdóttir
Ocampo, Hótel Saga Mímir
Restaurant
• Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski
Matarkjallarinn
• Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir,
Deplar Farm
• Rúnar Pierre Heriveaux,
Grillið Hótel Sögu
• Sigurjón Bragi Geirsson,
Garri
Á síðasta ári bar Garðar Kári
Garðars son sigur úr býtum í þessari
keppni og er því Kokkur ársins 2018.
Sigurvegarinn fær þátttökurétt í
Nordic Chef of the Year 2020 fyrir
Íslands hönd. /smh
Úrslitakeppnin Kokkur ársins 2019 verður haldin í Hörpu laugardaginn 23.
mars næstkomandi. Mynd / Facebook-síða Kokkur ársins
Mjólkurlíki frá Tine sem unnið er úr
höfrum og kókossafa. Mynd / Tine
Nýr viðskiptahraðall fyrir landbúnað og sjávarútveg:
Framsæknar og djarfar nýjungar
í landbúnaði og sjávarútvegi
– Snyrtivörur úr gulrótum og kolsýrt drykkjarvatn úr sjó meðal hugmynda
Nú er orðið ljóst hvaða tíu teymi
hafa verið valin til þátttöku í „Til
sjávar og sveita“, fyrsta viðskipta
hraðlinum á Íslandi sem einblínir
á nýjar lausnir og sjálfbæra
verðmætasköpun í landbúnaði
og sjávarútvegi.
Markmiðið með hraðlinum er að
aðstoða frumkvöðla við að byggja
upp næstu kynslóð fyrirtækja í
þessum grunnatvinnugreinum
Íslendinga. Verkefninu er þannig
ætlað að veita þátttakendum faglega
undirstöðu og hraða ferlinu frá því
að hugmynd fæðist þar til viðskipti
taka að blómstra.
Til sjávar og sveita er haldinn
í fyrsta skipti í ár en yfir sjötíu
umsóknir bárust í hraðalinn.
Af þessum hópi voru tuttugu
umsækjendur teknir í viðtal og hafa
tíu teymi nú verið valin til þátttöku
úr þessum breiða hópi umsækjenda.
Þrjú fyrirtæki vinna að tæknilausnum
en hin sjö eru afurðatengd og koma
bæði úr landbúnaði og sjávarútvegi.
Í níu vikur fá forsvarsmenn
fyrirtækjanna tækifæri til að þróa
hugmyndir sínar undir leiðsögn
reyndra frumkvöðla, fjárfesta,
lykilaðila innan landbúnaðar og
sjávarútvegs og annarra sérfræðinga
þeim að kostnaðarlausu.
Icelandic Startups hefur í
samstarfi við Íslenska sjávarklasann
komið á fót til Sjávar og sveita með
fulltingi Ikea á Íslandi, Matarauðs
Íslands, Landbúnaðarklasans og HB
Granda. Í gegnum þessa bakhjarla fá
fyrirtækin aðgang að tengslaneti og
fagþekkingu sem á engan sinn líka
á Íslandi. Ætlunin er að hraðallinn
varpi ljósi á þau tækifæri sem felast í
sjálfbærri nýtingu auðlinda á Íslandi.
Eftirtalin tíu fyrirtæki taka þátt í
Til sjávar og sveita 2019:
ArcanaBio
Ný háhraða tækni sem útbýr
DNAgreiningarpróf, allt frá
matvælaiðnaði yfir í líftækni
Álfur Beer
Bruggar bjór úr kartöfluhýði sem
færi annars til spillis
Beauty by Iceland
Snyrtivörur úr gulrótum og rófum
sem færu annars til spillis
Feed The viking
Sprotafyrirtæki sem starfar
með það markmið að auka virði
íslenskra matvæla með nýsköpun
og öflugri markaðssetningu
Ljótu kartöflurnar
Framleiðsla á kartöfluflögum úr
annars flokks íslensku hráefni
sem annars yrði fargað
Stafræn veiðibók
Færa veiðibókina af pappírnum
upp í skýin
Pure Natura
Framleiðir hágæða íslensk
fæðuunnin bætiefni úr
lambainnmat og íslenskum
jurtum
Tracio
Næsta kynslóð rekjanleika og
upplýsingakerfa sem á nýjan
hátt eykur skilvirkni og traust í
virðiskeðju matvæla.
Urtasjór
Framleiðsla á jurtabragðbættu
og kolsýrðu, steinefnaríku
drykkjarvatni unnið úr sjó
Æðarkollur
Fullvinnsla æðardúns á Íslandi
Í desember 2018 var starfsemi Til sjávar og sveita kynnt með viðhöfn á
veitingastað IKEA í Garðabæ. Mynd / TB