Bændablaðið - 14.03.2019, Page 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201930
Um síðustu mánaðamót áttu
sér stað formannsskipti hjá
Bændasamtökum Íslands þegar
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir,
varaformaður samtakanna, tók
við formannsstöðunni af Sindra
Sigurgeirssyni. Formannsskiptin
báru brátt að þar sem Sindri
var ráðinn í annað starf með
skömmum fyrirvara. Guðrún er
fyrsta konan sem er formaður
Bændasamtaka Íslands.
Guðrún segir að breytingarnar
hafi verið óvæntar og borið brátt
að, en þegar hún tók að sér embætti
varaformanns BÍ fyrir ári hafi það
verið gert af heilum hug og því
ekki annað í stöðunni en að taka
áskoruninni.
„Ég lít þannig á að ef maður
ákveður að taka að sér verkefni í
lífinu þá brettir maður upp ermarnar
og sinnir því sem þarf að gera þegar
þörf er á og þeim verkefnum sem
fram undan eru.
Hún telur búsetu sína fjarri
Reykjavík ekki vandamál við starfið.
„Til að byrja með stefni ég að því
vera í Bændahöllinni tvo daga í viku
og eftir þörfum. Ég er vel tölvutengd
með ljósleiðara fyrir norðan og það
gerir mér og öðrum kleift að halda
fjarfundi og vera þannig alltaf í góðu
sambandi. Að mínu mati snýst þetta
allt um að finna leiðir til að leysa
svona atriði og vinna með aðstæðum
og það verður ekki til vandræða að
mínu mati.“
Endurskoðun búvörusamninga
Fyrir skemmstu lauk endurskoðun
sauðfjársamninganna og fram
undan er endurskoðun á öðrum
búvörusamningum og því engin
ládeyða fram undan hjá nýjum
formanni.
„Ég kvíði því ekki, þar sem ég
kem til með að vinna með mjög
góðu og duglegu fólki í stjórn BÍ
og fleirum við endurskoðunina. Ég
hef tröllatrú á íslenskum landbúnaði,
íslenskum bændum og Íslandi yfir
höfuð og það er vandalaust að
tala fyrir þeim sjónarmiðum við
samningaborðið.
Það er búið að samþykkja
sauðfjársamningana og ég tel að
í þeim séu stigin skref í rétta átt.
Það er verið að reyna að ná utan
um framleiðsluna, þrátt fyrir að við
höfum ekki náð öllu fram sem við
vildum. Samningar af þessu tagi eru
ansi flóknir og ekki síst þar sem staða
einstakra sauðfjárbænda er mjög
ólík. Það er erfitt að gera svo öllum
líki en ég held að niðurstaðan sé
ásættanleg enda naut hún stuðnings
um 70% þeirra bænda sem tóku þátt
í atkvæðagreiðslu um hana.
Hvað aðra búvörusamninga
varðar sé ég ekki fram á að það verði
um neinar stórar áherslubreytingar
að ræða í garðyrkjusamningi og
rammasamningi en gera má ráð fyrir
að við munum leggja til talsverðar
breytingar á nautgripasamningi í
ljósi þess að kúabændur hafa lýst
þeim vilja með skýrum hætti að
þeir vilja áfram hafa kvótakerfi í
mjólkurframleiðslu
Eftir sem áður er tollvernd að
mínu mati stærsta einstaka málið sem
verður að skoða fyrir landbúnaðinn
í heild í komandi viðræðum.
Tollverndin er þýðingarmikil
fyrir svína- og alifuglaeldi og
eggjaframleiðslu í landinu og líka
kúa- og garðyrkjubændur.
Tollverndin þarf að virka þar sem
henni er beitt. Það gerir hún ekki í
dag því hún hefur rýrnað verulega
undanfarin ár vegna stækkandi
tollkvóta, aukinna opinna tollkvóta
auk þess sem tollar bundnir við fasta
krónutölu hafa margir verið óbreyttir
í nærri aldarfjórðung. Þetta þarf að
að ræða við endurskoðunina.“
Bændur þurfa að þétta raðirnar
„Að mínu mati er gríðarlega
mikilvægt að við bændur þéttum
raðirnar og stöndum saman sem
einn í þeim áskorunum sem fram
undan eru þegar til stendur að
stórauka innflutning. Við erum svo
fá en við búum í frábæru landi sem
býður upp á óteljandi möguleika.
Þrátt fyrir að Íslendingar séu lítil
þjóð og ekki nema þriðjungur af því
sem þarf til að ná borgarmörkum
víðast erlendis höfum við unnið stór
afrek á mörgum sviðum.
Landbúnaður á Íslandi er
einstakur á heimsvísu hvað gæði og
hreinleika varðar, hér er lyfjanotkun
í landbúnaði í lágmarki og heilsufar
búfjár einstaklega gott. Þessi staða
er ekki sjálfgefin og nánast einstök
í heiminum og gríðarlega mikilvægt
að viðhalda og standa vörð um hana.
Við erum ekki hrædd við
samkeppni sé hún á þeim grundvelli
að við fáum að keppa við vörur sem
framleiddar eru við sambærilegar
aðstæður, hvað varða til dæmis
sýklalyfjanotkun, varnarefnanotkun,
dýravelferð auk aðbúnaðar og
réttinda starfsfólks. Við erum
ekki hrædd við að keppa við
landbúnaðarafurðir sem ræktaðar
hafa verið með hreinu vatni og í
jarðvegi sem stendur sambærilega
og okkar. Við viljum leita allra leiða
til að standa vörð um þá auðlind sem
felst í heilbrigðum búfjárstofnum
og þeim hreinleika sem íslenskar
landbúnaðarafurðir búa yfir í dag.
Það er að sjálfsögðu ekkert vit
í að taka okkur til fyrirmyndar
lönd þar sem sýklalyfjanotkun og
þar af leiðandi sýklalyfjaónæmi er
margfalt meiri en hér og draga sjálf
okkur niður á það plan. Hvers konar
hugsun er það?“
Fjárbúskapur og fræðsla
Guðrún er fædd 1971 og alin upp
í Svartárkoti í Bárðardal, þar sem
foreldrar hennar bjuggu og hún býr
í dag ásamt eiginmanni sínum, Hlina
Jóni Gíslasyni. Jörðin er tvíbýli þar
sem þar býr einnig Sigurlína, systir
Guðrúnar, ásamt fjölskyldu sinni.
Börn Guðrúnar og Hlina eru
Hafrún Huld, Tryggvi Snær, Elín
Heiða og Gísli Berg.
„Við búum með 360 kindur auk
þess sem við erum í ferðaþjónustu
sem er að mestu í umsjón mágs míns
LÍF&STARF
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtaka Íslands:
Bændur þurfa að standa þéttar saman
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands. Mynd / HKr.
Svartárkot í Bárðardal.
Eiginmaðurinn Hlini Jón Gíslason og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir í
stóðréttum. Mynd / úr einkasafni.