Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 35 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir: Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til stuðnings við nýsköpun, vöruþróun, kynningar- og markaðsstarf til stuðnings íslenskri sauðfjárrækt. Sjá nánar inn á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, undir markaðssjóður/verklagsreglur. Styrkþegar geta verið einstaklingar, hópar, félög, samtök, rann sóknar- stofnanir, háskólar eða fyrirtæki. Styrkhæf eru þau verkefni sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: a) Listi yfir þá sem eiga aðild að verkefninu. b) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis c) Tímaáætlun verkefnisins og upplýsingar um helstu áfanga þess. d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild. e) Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar eða nýttar. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is/ markaðssjóður. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: Markaðssjóður. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins í síma 430 4300 og á netfangið thorhildur@fl.is. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Fæst hjá dýralæknum og í hesta- og búvöruverslunum um allt land www.primex.is s. 460 6900 Mjög græðandi og bakteríudrepandi Hefur reynst vel við hnjóskum á hrossum Myndar filmu og verndar sár Dregur úr blæðingu Íslenskt hugvit, hráefni & framleiðsla Íslenskt sárasprey fyrir öll dýr, stór og smá Þekkt er að almenn áhrif afkomu í sauðfjárrækt er mismunandi á milli landshluta. Í kjölfarið á verðfalli sauðfjárafurða haustin 2016–2017 ákvað stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, að fara af stað með átaksverkefni til stuðnings nýsköpunar í sveitum. Verkefnið hófst á vormánuðum árið 2018 og í ágúst voru haldnir fjórir hvatningarfundir; á Norðurlandi vestra, á Ströndum og í Dölum. Aðalfyrirlesari fundanna var Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Hélt hann erindi sem ber yfirskriftina „Leiðin til sigurs“ og er óhætt að segja að erindið hafi mælst vel fyrir miðað við viðbrögð gesta á öllum fundunum, enda er það jákvætt og mjög uppbyggilegt. Að auki voru fengnir til leiks reynsluboltar í þróun og sölu afurða og þjónustu beint frá býli, sem miðluðu af reynslu sinni varðandi þróun og markaðssetningu vara og þjónustu. Stefanía Hjördís Leifsdóttir frá Brúnastöðum í Fljótum hélt erindi á fundum í Víðihlíð og Sævangi, Þorgrímur E. Guðbjartsson frá Erpsstöðum í Dölum hélt erindi í Dalabúð og Matthías Lýðsson frá Húsavík á Ströndum hélt erindi í Höfðaborg. Þegar unnið er með vörur ýmiss konar og þá ekki hvað síst matvöru, er mikilvægt að stunda stöðuga vöruþróun til að mæta sem best þeim þörfum sem neytendur hafa hverju sinni. Þegar svona árar er mikilvægara en nokkru sinni að styðja við hvers kyns vöruþróun og nýsköpun, sem bændur geta nýtt sér til að auka verðmætasköpun á jörðum sínum og þar með til að styrkja rekstrargrundvöll og áframhaldandi búsetu í sveitum. Jafnframt þurfa bændur að leita allra leiða og nýta eins vel og kostur er þann stuðning sem er í boði til framþróunar. Dagana 19.–21. mars verður ráðist í annan hluta verkefnisins og snýr hann að svipuðum fundahöldum á Norðaustur-, Austur- og Suðausturlandi. Haldnir verða 6 fundir á eftirfarandi stöðum: • 19. mars kl. 13.00 Ýdalir í Aðaldal • 19. mars kl. 20.00 Svalbarðsskóli, Þistilfirði • 20. mars kl. 13.00 Valaskjálf, Egilsstöðum • 20. mars kl. 20.00 Hótel Bláfell, Breiðdalsvík • 21. mars kl. 13.00 Hótel Smyrlabjörg, Suðursveit • 21. mars kl. 20.00 Hótel Kirkjubæjarklaustur Aðalfyrirlesari er sem fyrr Guðmundur Guðmundsson lands liðsþjálfari og honum til fulltingis verða gestafyrir- lesarar sem koma til með að miðla sinni reynslu af nýsköpunarverkefnum. Fundirnir verða öllum opnir og eru sem flestir hvattir til að mæta. Frekari upplýsingar um fundina og verkefnið í heild má nálgast hjá Sigríði Ólafsdóttur, verkefnisstjóra og ráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Gríptu boltann! Sigríður Ólafsdóttir Búrekstur, hlunnindi og nýsköpun so@lbhi.is Átaksverkefni Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins: Aðalfundur og árshátíð Landssambands kúabænda 2019 verða haldin dagana 22.–23. mars á Hótel Sögu í Reykjavík. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á föstudagsmorgninum en eftir hádegi hefst Fagþing nautgriparæktarinnar. Laugardagskvöldið 23. mars verður árshátíð LK þar sem kúabændur og velunnarar munu gleðjast og skemmta sér saman. Dagskrá Fagþings nautgriparæktarinnar 12:30 Setning Fagþings 12:35 Verðlaun fyrir bestu nautin í árgöngum 2011 og 2012 12:50 Skýrsluhald í nautakjötsframleiðslu 13:10 Nýtt erfðaefni til kjötframleiðslu 13:25 Sæðingaaðstaða fyrir holdakýr 13:50 Mælidagalíkan fyrir afurðaúthald og efnahlutföll 14:05 Áhrif mælidagalíkans á nautaval 14:20 Skyldleikarækt og áhrif hennar á afurðir í íslenska kúastofninum 14:35 Erfðamengisúrval, skyldleiki íslenska kúastofnsins við önnur kyn og niðurstöður ætternisgreininga 14:55 Kaffihlé 15:15 Hagrænt vægi eiginleika 15:40 Skýrsluhald í mjólkurframleiðslu og norræn samvinna við gagnaöflun 16:00 Fyrirspurnir og ráðstefnuslit Árshátíð LK í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 23. mars Forréttur: Skelfiskssúpa, saffran, íslensk hörpuskel & söl. Aðalréttur: Íslensk nautalund, kartöflu fondant, grísasíða & rauðvínssósa. Eftirréttur: Súkkulaðifrauð, ástríðuávöxtur & jógúrtsorbet. √ Húsið opnar kl. 19:00 √ Veislustjórn í höndum skemmtikraftanna Jóels Sæmundssonar og Tryggva Rafnssonar √ Óvænt skemmtiatriði √ Hljómsveit heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu Miðaverð er 8.900 kr. fyrir félaga LK og 9.900 fyrir aðra. Miðapantanir í síma 563 0300. Tekin hafa verið frá herbergi á Hótel Sögu í síma 525 9900. Taka þarf fram við pöntun að viðkomandi sé á vegum LK. Vegna mikillar ásóknar í gistirými er árshátíðargestum bent á að hafa hraðar hendur við að panta gistingu. Frekari upplýsingar eru á naut.is Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.