Bændablaðið - 14.02.2019, Page 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 20192
FRÉTTIR
Matarverðskönnun ASÍ á Norðurlöndum harðlega gagnrýnd:
Vörukarfan hvergi sögð dýrari en á Íslandi
– Ekki öll sagan sögð, segir formaður Bændasamtaka Íslands
Alþýðusamband Íslands birti
niður stöður verðkönnunar 6.
febrúar þar sem verð á 18 til-
greind um matvörum er borið
saman í höfuðborgum Norður-
land anna í desember síðast liðnum.
Um er að ræða algengar matar- og
drykkjar vörur og kemur þar fram
að vörukarfan sé hvergi dýrari en
hér á Íslandi.
Samanburðurinn umreiknar
verðið í íslenskar krónur á þeim
tíma sem könnunin var gerð. Sindri
Sigurgeirsson, formaður Bænda-
samtaka Íslands, segir að ekki sé öll
sagan sögð í könnuninni.
Talsvert hefur verið fjallað um
könnunina og hefur sjónum verið beint
að tollvernd landbúnaðarvara sem
hluta af ástæðu þessa háa verðlags.
Taka verður tillit til fleiri þátta
Að sögn Sindra Sigurgeirs sonar,
formanns Bændasamtaka Íslands,
er ekki öll sagan sögð í könnun
ASÍ þó þar sé vissulega ákveðin
saga sögð. „Það verður að taka tillit
til fleiri þátta og ég hefði viljað sjá
svona kannanir gerðar oftar en á
12 ára fresti, 2006 og 2018. Í bæði
skiptin er gengi krónunnar sterkt,
en staðan gjörbreyttist í millitíðinni.
Það er ekki deilt um að verðlag á
Íslandi er hátt á flestum vörum
samanborið við önnur Evrópulönd,
en það er kaupmátturinn sem
skiptir mestu. Hvað færðu fyrir
þínar ráðstöfunartekjur og hvað
þarftu að nota stóran hluta af
ráðstöfunartekjum til að kaupa
í matinn? Þar stöndum við vel
á Íslandi. Við þurfum aðeins að
nota 10,6 prósent ráðstöfunartekna
til matarkaupa og erum þar í
sjötta sæti af 32 löndum í Evrópu
samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu
Evrópusambandsins, Eurostat.“
Samanburður á vörum
sem ekki bera tolla
Það er þetta sem segir til um raun-
veruleg lífskjör. Vissulega nýtur land-
búnaður ákveðinnar tollverndar og verð
á framleiðslu hans er ekki yfir gagnrýni
hafið, en það er þá eðlilegt að bera
saman líka verð á vörum sem bera enga
tolla, eins og fötum, skóm, raftækjum
og fleiru. Það má allt skoða í gögnum
Eurostat og þar er verð oftar en ekki
hæst á Íslandi. Spaghetti er heldur ekki
tollað svo ekki verður tollvernd kennt
um mikinn verðmun þar. Skoðum
þetta bara allt. Það er hið sanngjarna
í málinu. Matvælaverð er meira en
tvöfalt lægra í Rúmeníu en á Íslandi
samkvæmt samanburði Eurostat,
en þrátt fyrir það þurfa heimili þar í
landi að verja meira en tvöfalt hærri
hluta af ráðstöfunartekjum sínum til
matarkaupa en þau íslensku,“ segir
Sindri. /smh
Hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á matvörum. Hagstofa ESB, Eurostat,
sýnir hlutfall útgjalda til kaupa á matvörum á Evrópska efnahagssvæðinu
auk Sviss árið 2018.
Verðlagskönnun sem Kristján
Finnur Sæmundsson véltækni-
fræðingur gerði á eigin vegum
fyrir skömmu hefur vakið
mikla athygli. Samanburður á
matvælatollum á Íslandi og í
Noregi sýni að norsk tollvernd
er í mörgum tilfellum hærri en á
Íslandi en matvörur samt ódýrari.
Gagnrýnir hann Bændasamtökin
fyrir að hafa ekki staðið sig í
umræðunni.
„Ég er fæddur og uppalinn vestur
í Dölunum,“ segir Kristján „og hef
tamið mér gagnrýna hugsun og
að vera sérstaklega gagnrýninn á
fullyrðingar ef ekki eru færð fyrir
þeim nægjanleg rök.
Þegar ég horfði á viðtalið við
Andrés Magnússon, fram kvæmda-
stjóra Samtaka verslunar og
þjónustu, um verðlagskönnun ASÍ
og hátt verð á matvörum hér á landi,
þar sem hann skellir allri sökinni á
verndartolla og íslenskan landbúnað
en minntist ekki einu orði á þátt
verslunarinnar – þá ofbauð mér.
Gegnum tíðina hef ég heyrt
alls kyns áróður sem haldið er á
lofti gegn landbúnaði á Íslandi og
finnst ekki réttlát að mörgu leyti.
Ég tel mig þekkja ágætlega til í
kjarna landbúnaðarins, sem er
sauðfjár- og mjólkurbúskapur, og
ég veit að í sauðfjárræktinni eru
bændur hreinlega að lepja dauðann
úr skel.
Mér finnst því leiðinlegt þegar
sparkað er í liggjandi mann eins og
sauðfjárbændur eru í dag.“
Bændasamtökin mættu
vera duglegri við að koma
sjónarmiðum bænda á framfæri
Kristján segir að í sínum huga hafi
Bændasamtökin og bændaforystan
ekki staðið sig nógu vel í
umræðunni og mættu vera mun
duglegri við að koma sjónarmiðum
bænda á framfæri og koma réttum
upplýsingum til skila.
„Á þessum erfiðu tímum í
sauðfjárrækt blasir við að sveitir
landsins eru að flosna upp,
forsendubrestur hefur orðið í
greininni og við horfum öll á
þetta lestarslys raungerast fyrir
framan okkur. Afleiðingarnar
fyrir sveitir landsins munu vara í
mörg ár eða áratugi ef ekkert er að
gert. Ég skora á Bændasamtökin
og þingmenn að taka þessi mál
föstum tökum.“
Mantra sem margir trúa
„Að mínu mati tók botninn
úr þegar talsmaður Samtaka
verslunar og þjónustu leggur til að
landbúnaðurinn lækki verðið til
þess að liðka fyrir kjarasamningum.
Hann er í raun að segja að bændur
sem reka meðal fjölskyldubú eigi
að taka á sig launalækkun til að
hækka kaupmáttinn hjá öðrum, en
lítið hefur borið á tillögum um að
verslunin lækki sína álagningu til að
auka kaupmátt neytenda.
Satt best að segja erum við búin
að heyra þessa möntru svo lengi að
ég held að margir séu farnir að trúa
henni í blindni.
Það var eitthvað í því sem hann
sagði sem fór illa í mig og ég ákvað að
skoða hvort þetta væri virkilega svona.
Ég ákvað því að bera saman
tollvernd á Íslandi og í Noregi og
skoða hvort ofurtollar væru hér við
lýði,“ segir Kristján.
Tollalækkanir ekki að skila sér
„Það sem kom mér mest á óvart í
samanburðinum er að það er meiri
tollvernd á mörgum þeim matvælum
sem ég skoðaði í Noregi en á Íslandi.
Í framhaldi af því fór ég að furða
mig á því hvernig hægt væri að halda
fram að hér væru sérstakir ofurtollar.
Tollar á Íslandi hafa sannarlega
lækkað á tímabilinu 2006 til 2019,
það er á hreinu. Hvað varð um
lækkunina er svo fyrir aðra að skoða.
Kristján segist ekki hafa forsendur
til að reikna út hver álagningin á
matvörum er hér á landi.
„Ég hef alveg skilning á því að það
sé dýrt að reka verslun á Íslandi og að
það gæti þurft að hafa álagninguna
eitthvað hærri en annars staðar en
þá á umræðan að snúast um það en
ekki skella skuldinni á landbúnaðinn.
Landbúnaðurinn þarf samt aðhald
eins og önnur framleiðsla og ekkert
óeðlilegt við naflaskoðun þar eins og
annars staðar í þjóðfélaginu.“ /VH
Talsmaður Samtaka verslunar og þjónustu telur að landbúnaðurinn geti lækkað verð til að liðka fyrir samningum:
Mantra sem margir trúa í blindni
– segir Kristján Finnur Sæmundsson véltæknifræðingur og segir eigin könnun sýna að tollalækkanir skili sér ekki til neytenda
„Tollar á Íslandi hafa sannarlega lækkað á tímabilinu 2006 til 2019,
það er á hreinu. Hvað varð um lækkunina er svo fyrir aðra að skoða.”
Kristján Finnur Sæmundsson.
Ársfundur Bændasamtaka Íslands
verður haldinn á Hótel Örk í
Hveragerði föstudaginn 8. mars
nk. Í kjölfar fundarins verður
haldin ráðstefna þar sem meðal
annars verður fjallað um mótun
matvælastefnu, sýklalyfjaónæmi
og nýsköpun til sveita. Um kvöldið
verður haldin bændahátíð þar sem
íslenskar búvörur verða í öndvegi
og dansað fram á nótt.
Þetta er í annað sinn sem
ársfundur BÍ er haldinn með þessu
sniði. Búnaðarþing er haldið á
tveggja ára fresti en ársfundur
þess á milli. Dagskráin er á þá leið
að fyrir hádegi eru hefðbundin
aðalfundarstörf en eftir hádegi er
blásið til opinnar ráðstefnu milli kl.
13–16. Markhópurinn er fyrst og
fremst bændur en allt áhugafólk um
landbúnað er hjartanlega velkomið.
Meðal þeirra sem halda erindi eru
Karl G. Kristinsson, prófessor
í sýklafræði og Vala Pálsdóttir,
formaður verkefnastjórnar um
mótun matvælastefnu. Þá verður
fjallað um viðhorf til landbúnaðar
og upplýsingagjöf til neytenda.
Tveir bændur sem eru framarlega í
nýsköpun segja frá sinni starfsemi,
þau Örn Karlsson á Sandhóli og Hulda
Brynjólfsdóttir í Lækjartúni. Örn
hefur markaðssett repjuolíu og hafra
sem hafa slegið í gegn í verslunum en
Hulda rekur smáspunaverkmiðjuna
Uppspuna sem hefur vakið mikla
athygli fyrir framleiðslu á garni.
Nánari dagskrá verður birt á
bondi.is og þar verður líka hægt
að skrá sig fyrir miðum á bænda-
hátíðina. /TB
Ársfundur BÍ
8. mars
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bænda samtaka Íslands. Mynd / HKr.