Bændablaðið - 14.02.2019, Síða 4

Bændablaðið - 14.02.2019, Síða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 20194 Í júní árið 2017 voru keyptar 38 kýr af íslenskum bændum og skömmu síðar var fósturvísum úr norsku Aberdeen Angust holdakúakyni komið fyrir í kúnum. Ellefu kýr héldu og fæddust kálfarnir síðastliðið haust og er von á fyrsta kjötinu af þeim á markað næsta haust. Að sögn Sveins Sigurmundssonar, framkvæmdastjóra Búnaðar- sambands Suðurlands og Nautíss, dafna kálfarnir vel og vaxa hratt um þessar mundir. „Kálfarnir eru vigtaðir hálfsmánaðarlega og þyngjast vel, oft um og yfir 1,5 kíló á dag. Sá sem mestan vöxt sýnir er Draumur og er oft með þungaaukningu yfir tvö kíló á dag sem er óvenju mikið.“ Rólegir og geðgóðir „Fyrsti Angus-kálfurinn fæddist 30. ágúst síðastliðinn og hlaut nafnið Vísir. Síðan komu kálfarnir einn af öðrum í heiminn og þegar síðasta kýrin bar um miðjan september höfðu fæðst tólf kálfar, sjö kvígur og fimm naut en ein kýrin bar tveimur kvígum. Burðurinn gekk yfirleitt vel en í tveimur tilfella þurfti aðstoð. Í öðru tilvikinu kom ekki sótt á kúna og í hinu var um afturfótafæðingu að ræða. Mikill lífsþróttur er í kálfunum og þeir áberandi rólegir og geðgóðir.“ Einangrun lýkur í júlí Sveinn segir að kálfarnir hafi verið færðir í einangrun snemma í október eftir góða dvöl í kálfagarði í góðviðrinu í september og fylgdu sex kýr þeim inn í einangrunina. „Einangruninni lýkur í byrjun júlí næsta sumar og þá má taka sýni úr gripunum. Að lokinni greiningu er hægt að fara að taka sæði úr þeim haustið 2019 sem verður flutt á Nautastöð BÍ og dreift þaðan. Þá verða nautin seld hæstbjóðanda á útboði eða uppboði sem á eftir að útfæra nánar og mun sæði standa bændum til boða næsta haust. Kvígurnar verða sæddar með innfluttu sæði og væntanlega teknir fósturvísar úr þeim sem verða boðnir bændum,“ segir Sveinn. Sveinn segir að fyrsta kjötið af kálfunum sé væntanlegt á markað í fyrsta lagi um áramótin 2021 og 2022. /VH FRÉTTIR Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti var með afurðahæsta fjárbú landsins 2018 eins og 2017: Hver ær skilaði að meðaltali 44,3 kílóum – Strandamenn og Vestur- Húnvetningar voru með mestar afurðir héraða á landinu eftir hverja á Afurðahæsta bú landsins árið 2018 var bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum að því er fram kemur í skýrslum Rágjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Er þá miðað við bú sem voru með fleiri en 100 ær á skýrslum, en hann var með 287 ær. Skilaði hver kind hjá Eiríki 44,3 kíló eftir kind eins og segir í skýrslu RML. Ef litið er til landshluta voru Strandamenn og Vestur- Húnvetningar að jafnaði að skila bestum árangri í afurðum eftir sínar ær. Höfðu Strandamenn þó heldur betur, með yfir 30 kg að meðaltali, en Húnvetningar voru þar skammt á eftir. Alls náðu 3 bú 40 kílóum eða meiru að meðaltali á hverja á og 7 bú voru með 38 kg eða meira. Í öðru sæti á listanum á eftir Eiríki var bú Gunnars Þorgeirssonar og Grétu Brimrúnar Karlsdóttur á Efri-Fitjum í Fitjárdal í Vestur-Húnavatnssýslu með 40,3 kg að meðaltali eftir 689 ær. Hlýtur það að teljast mjög góður árangur miðað við fjölda kinda, en ekkert annað af 24 efstu búunum var með yfir 600 ær. Þessi 24 bú sem voru að skila 36 kg eða meiru eftir hverja á voru með tæplega 314 ær að meðaltali og þar af einungis 4 bú með yfir 500 ær. Hafa ber í buga að nokkur af þessum búum eru með kúabúskap sem aðalatvinnugrein. Þriðja búið sem einnig náði meira en 40 kílóum eftir hverja á var bú Hákons Bjarka Harðarsonar og Þorbjargar Helgu Konráðsdóttur á Svertingsstöðum í Eyjafirði. Þau voru með 109 ær. Í fjórða sæti kom svo félagsbúið Lundur á Austur-Héraði með 39,1 kg að meðaltali eftir á. Þar voru 486 ær. Í fimmta sæti var svo Elín Heiða Valsdóttir í Úthlíð í Skaftártungum með 38,9 kg að meðaltali eftir 361 á. Í sjötta sæti voru þau Guðbrandur Sverrisson og Lilja Jóhannsdóttir, bændur á Bassastöðum í Steingrímsfirði. Voru þau með 38,5 kg að meðaltali eftir 223 ær. Í sjötta sæti var Inga Ragnheiður Magnúsdóttir á Svínafelli í Öræfum með 38,4 kg eftir 332 ær. Í sjöunda sæti komu svo hjónin Jón Grétarsson og Hrefna Hafsteinsdóttir á Hóli í Skagafirði. Voru þau með slétt 38 kg að meðaltali eftir 162 ær. Úrvalsbú á lista RML Á heimasíðu RML má finna lista yfir úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Skilyrði fyrir þeim lista eru að bú séu með fleiri en 100 skýrslufærðar ær þar sem fædd lömb hjá fullorðnum ám eru fleiri en 1,90. Einnig að fædd lömb hjá veturgömlum ám séu fleiri en 0,90. Reiknað dilkakjöt eftir fullorðna kind er á landsmeðaltali eða meira, gerðarmat sláturlamba er yfir 9,2, fitumat sláturlamba sé á bilinu 5,4- 7,6 og hlutfall gerðar og fitu yfir 1,3. /HKr. – Sjá nánar á bls. 44 og 45 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 1 2,06 Gunnar og Gréta Efri-Fitjar 2,22 Hákon og Þorbjörg Svertingsstaðir 2 1,96 Félagsbúið Lundur Lundur 1,99 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 2,12 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstaðir 2,16 Guðbrandur og Lilja Bassastaðir 2,00 Inga Ragnheiður Magnúsdóttir Svínafell 3 2,01 Jón og Hrefna Hóll 1,92 Sigvaldi og Björg María Hægindi 2,00 Atli Þór og Guðrún Kot 1,91 Eyþór og Þórdís Sólheimagerði 2,10 Ólafur og Dagbjört Syðri-Urriðaá 1,97 Björn og Badda Melar 1 2,00 Bergþóra og Sigurbjörn Kiðafell 2,00 Ragnar og Sigríður Heydalsá 1 og 3 2,02 Gísli Halldór Magnússon Ytri-Ásar 1,92 Gunnar og Doris Búðarnes 1,89 Böðvar Sigvaldi og Ólöf Mýrar 2 2,06 Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvellir 2,01 Eiríkur S Skjaldarson Gilsá 2,09 Stella og Tómas Tjörn 2,17 Smári Valsson Torfastaðir 1,95 Þormóður Heimisson Syðri-Sauðadalsá 2,09 Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti. Frá Gýgjarhólskoti. Holdakálfarnir á Stóra-Ármóti dafna vel: Draumur þyngist um tvö kíló á dag Vísir er orðinn 283 kg. Kvígan Vísa að verða 5 mánaða. Hér eru 9 af 12 kálfum sem fæddust á Stóra-Ármóti síðastliðið haust. Hamingjusamar íslenskar kýr með norskættuðu holdakálfana sína á túninu hjá einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti. Kálfurinn Draumur skömmu eftir burð. Við þyngdarmælingar sýnir hann þyngdaraukningu upp á um tvö kíló á dag.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.