Bændablaðið - 14.02.2019, Qupperneq 8

Bændablaðið - 14.02.2019, Qupperneq 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 20198 Tekin hefur verið ákvörðun um það hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb að hætta með ull a rvinnsluhluta þess. Markaðs- stofan vinnur að framkvæmd verkefnisins Aukið virði sauð- fjárafurða samkvæmt ákvæðum samnings um starfsskilyrði sauð- fjár ræktarinnar. Ninja Ómarsdóttir hefur verið í 40 prósent starfshlutfalli hjá Iclandic Lamb, með sérstaka áherslu á hönnunar- og handverkshluta ullarvinnslunnar. Hún hóf störf 1. september síðastliðinn og lét af störfum um síðustu mánaðamót. Skerpa þarf markaðssetninguna á kjöthlutanum Að sögn Hafliða Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Lamb, er markmiðið með þessari ákvörðun að setja betri fókus á kjöt- og matarhlutann – og skerpa á áherslum markaðsstofunnar og um leið fækka verkefnum hennar. „Það var tekin ákvörðun um að nýta kraftana og fjármagn í að ná árangri þar enda er staðan í virðiskeðjunni í kjöthlutanum þannig að þörf er á markvissum aðgerðum þar til að lyfta upp virði afurða og tryggja vörunni ásættanlegt verð og ásýnd. Við teljum að rétt sé að halda þessum tveimur hlutum aðskildum í markaðssetningu, þótt þeir eigi sameiginlegan uppruna sem sauðfjárafurðir,“ segir Hafliði. /smh FRÉTTIR Heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Lýsa yfir átaki til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi Síðastliðinn föstudag skrifuðu Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegs- og landbúnaðar ráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undir yfirlýsingu um sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu skilaði starfshópur heilbrigðisráðherra tíu tillögum árið 2017 að aðgerðum til að hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Nýr stýrihópur beggja ráðuneyta mun hafa það hlutverk að framfylgja stefnu sem byggir á tillögum starfshópsins – sem markar opinbera stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki. Stýrihópinn skipa þau Linda Fanney Va lge i r sdó t t i r, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, S i g u r b o rg D a ð a d ó t t i r yfirdýralæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarna læknir. Spornað við alvarlegri ógn Í tilkynningu stjórnvalda er eftirfarandi haft eftir Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra: „Sýklalyfjaónæmi er grafalvarlegt vandamál sem verður að takast á við af mikilli alvöru með raunhæfum aðgerðum og víðtæku samstarfi. Sem heilbrigðisráðherra mun ég leggja af mörkum það sem í mínu valdi stendur til að sporna við þessari alvarlegu ógn.“ Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra sagði af þessu tilefni: „Með þessari undirritun liggur fyrir opinber stefna íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Það mikilvæga skref markar í mínum huga kaflaskil í þeirri baráttu og ber að þakka fyrir það góða starf sem unnið hefur verið á síðustu árum, m.a. starfshóp sem skilaði tillögum sínum árið 2017 og opinber stefna Íslands byggir nú á.“ /smh Stýrihóp ráðuneytanna skipa þau Linda Fanney Valgeirsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Hætt með hönnunar- og handverkshluta Icelandic Lamb Mynd / smh Sláturfélag Suðurlands vill fleiri sauðfjárbændur í viðskipti Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir fleiri innleggjendum sauðfjár á næstu sláturtíð. Félagið áætlar að auka slátrun á þessu ári sem nemur 8–10 þúsund kindum. Í tilkynningunni segir að í ljósi breyttra aðstæðna á markaði og fækkunar sauðfjársláturhúsa hafi SS ákveðið að lengja sláturtíð haustið 2019 um þrjá sláturdaga. Nýjum innleggjendum á félagssvæði SS er boðið upp á að sækja um innleggsviðskipti með sama rétti og þeir sem fyrir eru. Ef sótt verður um heildaraukningu sem er umfram 8–10 þúsund fjár verður magninu skipt niður en þó þannig að ekki verða sótt færri en 100 lömb að jafnaði til nýs innleggjanda. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði við Bændablaðið að ýmsar ástæður lægju að baki því að félagið óskaði nú eftir fleiri innleggjendum. Hann telur að ákveðin vatnaskil séu að verða í sauðfjárframleiðslunni þar sem birgðastaða sé í jafnvægi og útflutningsmarkaðir lofi góðu. „Breyttar aðstæður er lægri birgðastaða í landinu en sést hefur um langt árabil og mjög spennandi nýr útflutningsmarkaður í Þýskalandi sem breytir miklu við að geta flutt út með viðunandi hætti og verið með eðlilegt framboð innanlands. Jafnframt skiptir máli að Noregur vill aftur kaupa kjöt í töluverðum mæli,“ segir Steinþór. Norðlenska hættir slátrun á Höfn Norðlenska mun hætta slátrun á Höfn í Hornafirði næsta sumar eins og fram kemur í frétt hér til hliðar. Aðspurður segir Steinþór að það sé jákvætt að geta boðið þeim sem þar voru og eru á félagssvæði SS möguleika á að sækja um innlegg hjá félaginu. Hann segist jafnframt reikna með meiri fækkun sláturhúsa á komandi árum. Hefja slátrun 4. september Áætlað er að slátrun hjá SS hefjist í 36. viku, 4. september og ljúki í 45. viku, eða 8. nóvember. Allt að 20% yfirborgun verður í boði fyrstu vikuna sem trappast niður eftir því sem líður á. Í tilkynningu SS segir að það sé stefna fyrirtækisins að greiða samkeppnishæft afurðaverð og þegar vel gengur að miðla hluta af rekstrarafgangi til bænda í formi viðbótar á afurðaverð. Sláturfélagið óskar eftir því að bændur sem hafi áhuga á að koma í viðskipti til þeirra sæki um fyrir 1. mars næstkomandi. /TB Norðlenska hættir starfsemi á Höfn: Sláturfélagið Búi skoðar áframhaldandi rekstur Leigusamningur Norðlenska við Sláturfélagið Búa á Höfn í Hornafirði rennur út um miðjan júlí næstkomandi. Ekki stendur til hjá Norðlenska að endurnýja samninginn og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar. Heimamenn skoða möguleikann á áframhaldandi rekstri. Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum, Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn, segir að leigusamningur Norðlenska við Búa renni út um miðjan júlí næstkomandi og að ekki standi til hjá Norðlenska að endurnýja samninginn og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar. „Framhald slátrunar á Höfn er því óráðið eins og er en heimamenn eru að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Einn möguleikinn er að Búi og heimamenn verði með áframhaldandi rekstur og taki að sér slátrun. Við vitum ekki enn sjálf hvort það verður Búi sem sér um reksturinn eða hvort um hann verður stofnað sérstakt hlutafélag og reksturinn. Ég á samt von á að það skýrist á næstu vikum,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir að Norðlenska hafi dregið úr slátrun á Höfn undanfarið ár og að á síðasta ári hafi verið slátrað rétt um tuttugu þúsund fjár á Höfn en talsvert af fé er flutt á bílum norður á Húsavík til slátrunar þar. „Sauðfé hefur fækkað á svæðinu undanfarin ár en hér var slátrað úr Lóni, Djúpavogshreppi og alveg austur á Berufjarðarströnd 2015 og 2016 og þá var slátrað hér yfir 30 þúsund fjár og getan í húsinu er um 35 þúsund.“ /VH Eiríkur Egilsson, bóndi að Mynd / HKr. Mynd / HKr. Landssamtök sauðfjárbænda: Oddný Steina Valsdóttir hættir formennsku Oddný Steina Valsdóttir, sauð- fjárbóndi á Butru í Fljótshlíð, gefur ekki kost á sér til áfram- haldandi formennsku hjá Landssamtökum sauðfjár- bænda (LS). Þetta kemur fram í grein sem Oddný ritar á bls. 32 í Bændablaðinu í dag. Oddný tók við formennsku á aðalfundi samtakanna í mars 2017. „Einhverjum kann að þykja það heldur stutt ending að sitja á formannsstóli í tvö ár,“ segir hún í greininni. „Ég bið þá sömu að hafa hugfast að formannsdrauminn bar ég aldrei í maganum þótt ég hafi fyrir tveimur árum ákveðið að taka þessari áskorun. Þrátt fyrir að kunna ágætlega við embættið þá stendur hugurinn til annarra verkefna á þessum tímapunkti. Ég fer sátt frá borði.“ Oddný tekur einnig fram að hún hafi aldrei staðið ein í þessu embætti. „Stjórn og framkvæmdastjóri hafa unnið saman sem einn maður og hvert eitt einasta þeirra verið frábærir liðsmenn. Þá hafa samtökin notið styrk og liðsinnis Bændasamtakanna, sem skiptir miklu máli. Ég hef sinnt þessu embætti af alefli enda frá fyrsta degi ljóst að það þyrfti til, en hvort það var nóg á líklega tíminn eftir að leiða í ljós.“ /HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.