Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 15
„Við erum að skapa vettvang
fyrir það fólk sem virkt var í
félagsmálum bænda, afurðastöðva
og stofnana landbúnaðarins
á árunum 1980 til 2010, til að
koma saman á góðri stundu og fá
tækifæri til að viðra sín sjónarmið
og koma þeim á framfæri. Við
túlkum rammann vítt þannig að
sem flestir geta fallið undir þessa
skilgreiningu,“ segir Jóhannes
Geir Sigurgeirsson á Lamb Inn á
Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit,
en þar verður efnt til málstofu og
samveru dagana 5. til 7. apríl
næstkomandi með yfirskriftinni
„Hin gömlu kynni gleymast ei“.
„Öldungaráð landbúnaðarins“
Farið verður í heimsókn til bænda
í Eyjafjarðarsveit á föstudeginum
5. apríl og um kvöldið verður
lambapitsukvöld þar sem sagðar
verða sögur frá fyrri tíð. Á
laugardeginum verður fundur þar
sem fjallað verður um málefni
landbúnaðarins, framsögumenn
flytja áhugaverð erindi af þeim
vettvangi. Um kvöldið verður í boði
hátíðarkvöldverður, skemmtiatriði
og gaman að „fornum sið“. Formlegri
dagskrá lýkur sunnudaginn 7. apríl
með undirbúningsfundi fyrir stofnun
,,Öldungaráðs landbúnaðarins“ ef
áhugi er fyrir slíku.
Vettvangur til að viðra hugmyndir
„Það er tvennt sem fyrst og fremst
vakir fyrir okkur með þessari
samkomu,“ segir Jóhannes Geir
Sigurgeirsson hjá ferðaþjónustunni
á Öngulsstöðum, „í fyrsta lagi að
gefa fólki sem var virkt á þessum
vettvangi áður tækifæri til að hittast
og í öðru lagi að búa til vettvang þar
sem þeim gefst kostur á að viðra
hugmyndir sínar og sjónarmið hvað
varðar stöðu landbúnaðarins um
þessar mundir.“
Daði Már Kristófersson, prófessor
við HÍ, verður fundalóðs og dregur
saman niðurstöðu umræðunnar og
Haukur Halldórsson, margreyndur
búnaðarþingsfundarstjóri, tekur
að sér fundarstjórn. Gist verður
á Lamb Inn Öngulsstöðum og í
heimagistingu í nágrenninu ef á þarf
að halda. /MÞÞ
Í söfnum landsins er að fi nna ótrúlega fjölbreytta muni, listaverk, ljósmyndir
og aðrar heimildir um sögu þeirra sem hafa búið á Íslandi. Vissir þú að hægt er
að skoða safnkost um 50 safna á vefsíðunni sarpur.is? Í gagnasafninu má fi nna:
ljósmyndir, muni, jarðfundi, myndlist/hönnun, fornleifar, hús, myntir/seðla, skjöl,
teikningar, bækur, þjóðhætti og örnefnalýsingar. Líttu við á sarpur.is.
munir
myndir
minningarSarpur.is
KISTILL
1725-1800 Leitarorð: Útskurður
GUÐMUNDA ANDRÉSDÓTTIR
1971 Leitarorð: Abstrakt
LJÓSMYND
Leitarorð: Vinátta
LJÓSMYND
1978-1987 Leitarorð: Leikari
STEINN, BASALTHRAUN
Leitarorð: Steinasafn
SILFURNÆLA
1050 - 1100 Leitarorð: Næla
NÆLONSOKKUR
1930 Leitarorð: Fatnaður
ALMANAK
1938 Leitarorð: Skólabók
NUDDTÆKI
1980 Leitarorð: Tæki
KARL DUNGANON
1946-1960 Leitarorð: Landslag
HNEFI
900 - 1000 Leitarorð: Bein
NÁLHÚS FRÁ STÖNG
900 - 1100 Leitarorð: Nál
,,Hin gömlu kynni gleymast ei“
– Málstofa haldin á Öngulsstöðum í apríl
Austur-Húnavatnssýsla:
Kosið um sameiningu í fyrsta lagi á næsta ári
Ljóst er að ekki verður kosið
um sameiningu sveitarfélaga í
Austur-Húnavatnssýslu næsta
vor eins og stefnt hefur að frá
upphafi viðræðna þar um.
Sameiningarnefnd sveitarfélaga
í Austur-Húnavatnssýslu er
sammála um að kosið verði um
sameiningu sveitarfélaganna á
síðari hluta kjörtímabilsins, þ.e.
árið 2020 eða í síðasta lagi árið
2021 að því er fram kemur í
fundargerð nefndarinnar.
Farið var yfir stöðu mála á fundi
í byrjun febrúar og þar var lagt til að
verði sameining samþykkt á næsta ári
taki ný sveitarstjórn við árið 2022 eftir
almennar sveitarstjórnarkosningar.
Fram að því verði tíminn notaður
til að vinna SVÓT greiningu fyrir
alla málaflokkana og eins þurfi
skýr framtíðarsýn fyrir Austur-
Húnavatnssýslu að liggja fyrir.
Umræður urðu um á hvern hátt
hið opinbera kæmi að málum og
eins hversu lengi menn skuli bíða
eftir svörum þaðan. Hægt verði að
fullvinna málefnaskrá þegar þau svör
berist, þá þarf að kynna hana fyrir
íbúum og í framhaldinu að kjósa um
sameiningu. Enn liggur ekki fyrir
hver aðkoma Jöfnunarsjóðs verði
að sameiningunni en það ætti að
liggja fyrir á næstu vikum, segir í
fundargerðinni. /MÞÞ
Fra Blönduósi. Mynd / HKr.
Fagrabrekka vill
hýsa Hafíssetur
Borist hefur tilboð frá
Fögrubrekku fyrir botni
Hrútafjarðar um að taka við
Hafíssetrinu sem verið hefur í
Hillebrandtshúsi á Blönduósi.
Setrið hefur verið lokað
undanfarin ár og ekki enn
ljóst hvort það verði opnað
endurnýjað á sama stað eða það
flutt annað. Í Fögrubrekku, sem
er steinsnar frá Staðarskála, er
að rísa ferðamiðstöð.
Upphafsmaður setursins er
Þór Jakobsson veðurfræðingur
sem greinir frá þessum tíðindum
á vefsíðu Húnvetninga, huna.is.
Kveðst hann vonast til þess að
Blönduósbær þiggi þetta góða boð
í stað þess að láta sýninguna standa
óséða bak við lás og slá enn eitt
sumarið eins og hann orðar það.
Hafíssetrið gekk vel fyrstu árin en
halla fór undan fæti, endurnýjun
varð ekki sem skyldi og aðsókn
dvínaði þannig að ekki þótti fært
að reka safnið áfram.
Þór hefur í bréfi til sveitarstjórnar
Blönduósbæjar stungið upp á því að
sveitarfélagið spýti í lófana og færi
aftur á dagskrá gamlar hugmyndir
um sýningar á sviði náttúru og
mannlífs. Hvernig færi betur á
sýningu af því tagi en á Blönduósi
vð Húnaflóa. Þór mun ræða málið
við Valdimar O. Hermannsson
sveitarstjóra á næstunni.
„Söfn og setur á sviði
jarðfræði, einkum á Suðurlandi
og höfuðborgarsvæðinu, dafna vel
og eru aðdráttarafl fyrir Íslendinga
og ekki síst fyrir ferðamenn.
Nútímasetur og sýning um veður,
veðurfar, veðurfarssveiflur, haf og
hafís með áherslu á norðurslóðir
og Norður-Íshaf vantar og einmitt
á Blönduósi ætti setrið að rísa
í sérhannaðri byggingu (t.d. á
svæðinu milli Hnjúkabyggðar og
Blöndubyggðar?). Áreiðanlega
yrði slíkt hús vinsælt meðal
Húnvetninga og sjálfsagður
áningarstaður ferðamanna á leið
norður eða suður,“ segir í grein
Þórs. /MÞÞ