Bændablaðið - 14.02.2019, Page 16

Bændablaðið - 14.02.2019, Page 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201916 Fyrir þremur áratugum eða svo voru hátt í 500 netabátar að veiðum á vetrarvertíðinni. Núna eru þeir aðeins 20–30 talsins á öllu landinu að undanskildum smábátum. Sú var tíðin að allar hafnir á vertíðarsvæðinu svokallaða frá Hornafirði vestur um til Patreksfjarðar voru þétt setnar netabátum og netagirðingar lágu um allan sjó. Meðan veiðar voru frjálsar kepptust allir við að ná sem mestum afla á þeim tíma þegar þorskurinn gekk upp á grunnið til hrygningar og auðveldast var að veiða hann. Í góðum aflaárum var talað um landburð af fiski þannig að stundum varð að kalla út allar vinnandi hendur, þar á meðal skólakrakka, til þess að „bjarga verðmætum“ eins og það var nefnt. Sæmdarheitið aflakóngur fékk sá skipstjóri sem ásamt áhöfn sinni veiddi mest á hverri vertíð. Það var eftirsóttur titill. Íslandsmet í netaveiðum Einn þessara aflakónga var Björgvin Gunnarsson í Grindavík, Venni á Geirfugli eins og hann var kannski betur þekkur, en hann og áhöfn hans veiddu 1.704 tonn í netin árið 1970 sem þá var Íslandsmet og kannski heimsmet. Björgvin rifjaði upp þessa tíma í samtali við Hjört Gíslason sem birt var í Fiskifréttum fyrir nokkrum árum. ,,Vertíðarnar voru hreinlega ævintýri. Við vorum ekkert einir um að fiska mikið. Þetta voru auðvitað frjálsar veiðar og fiskigengdin alveg ótrúleg. Trossurnar voru gjörsamlega haugfullar af fiski,“ segir Björgvin. Eitt sinn fengu þeir 70 tonn í fimm trossur eftir blánóttina, allt saman stór og fallegur þorskur. Björgvin bendir á í viðtalinu að nú sé flotinn orðinn svo góður og vel búinn tækjum að það sé enginn vandi lengur að veiða. Vandinn felist í því að fara skynsamlega að og taka ekki of mikið. Allt að hundrað skip lönduðu daglega í Grindavík á þessum árum, höfnin var full af skipum og aðkomubátar voru fjölmargir. Á vetrarvertíðinni komu bátar frá Ólafsfirði, Dalvík, Grenivík og Norðfirði til Grindavíkur. Aðrar hafnir voru einnig þétt setnar. Áfram fjöldi netabáta Eftir því sem árin liðu fóru stjórnvöld að setja hömlur á veiðar en samt var fjöldi netabáta áfram mikill. Samkvæmt tölum í Útvegi, riti Fiskifélags Íslands, voru 440– 500 bátar skráðir á net í mánuðum mars til maí árið 1982. Það ár var þorsaflinn reyndar talsvert meiri en menn eiga að venjast í seinni tíð eða 381 þúsund tonn, þar af kom þriðjungurinn í net eða 128 þúsund tonn. Tíu árum síðar, eða árið 1992, hafði bátum á netaveiðum á vertíðinni ekki fækkað ýkja mikið þótt heildaraflinn hafi minnkað verulega. Ennþá voru 460 netabátar skráðir í aprílmánuði og um 380 bátar í mánuðunum mars og maí. Þá var heildarþorskaflinn 267 þús. tonn, þar af veiddust 60 þús. tonn í net eða 22%. Enn færum við okkur fram um tíu ár, til ársins 2002. Þá veiddust 213 þús. tonn af þorski, þar af 44 þús. tonn í net eða 21% af heildinni. Aðeins 8% í net Á árinu 2012 var staðan orðin mjög breytt. Það ár var þorskaflinn alls 205 þús. tonn þar af fengust aðeins 17 þús. tonn í net eða 8%. Þegar hér er komið sögu eru opinberar skýrslur hættar að tilgreina fjölda báta á einstökum veiðarfærum eftir mánuðum. En hvernig er staðan nú, á árinu 2019? Gísla Reynissyni, sem heldur úti vefnum aflafrettir.is og fylgist grannt með bátum og aflatölum, telst til að seinnipart janúarmánaðar í ár hafi aðeins um 20 netabátar verið komnir á veiðar á landinu öllu, þar af fjórir smábátar. Á öllu árinu 2018 hafi aðeins 25 netabátar veitt 100 tonn eða meira hver. Aukinn hlutur línu og dragnótar Það sem í stórum dráttum hefur gerst er að auknar línuveiðar og dragnótaveiðar á þorski hafa komið í stað samdráttarins í netaveiðum. Á þessum umræddu þrjátíu árum minnkuðu netaveiðar sem hlutfall heildarþorskveiða úr 34% í 8% eins og áður kom fram. Á sama tíma jukust línuveiðarnar úr 11% í 33%. Dragnótaveiðar á þorski jukust úr nánast engu í 5%. Þorskveiðar í botnvörpu minnkuðu úr 52% í 46% af heild. (Þess má geta að á árinu 2018 var hlutur netaafla í þorskveiðum kominn niður í 6,7%). Hver er orsökin? Sú spurning vaknar hvers vegna netaveiðarnar hafi dregist svona mikið saman. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, sagði í samtali við Fiskifréttir fyrir nokkrum árum að ástæðurnar væru einkum tvær. Önnur væri sú að þegar þorskstofninn hafi minnkað hafi netaveiðarnar orðið óarðbærar. Minna af fiski hafi komið í hvert net og veiðarnar hafi orðið á tímabili of dýrar miðað við tilkostnað. Hin ástæðan væri sú að verð fyrir saltfisk á Portúgalsmarkaði hefði dalað og Íslendingar hefðu misst stöðu sína þar, en sá markaður tæki aðallega netafisk. „Við Íslendingar kusum að snúa okkur í auknum mæli að saltfiskmörkuðunum á Spáni, Ítalíu og Grikklandi sem borga betur. Þessir markaðir vilja líka hvítari fisk en kemur úr netunum og því hentar línufiskurinn betur þar. Línufiskurinn býður líka upp á fleiri vinnslumöguleika, t.d. ferskflakavinnslu, á meðan netafiskurinn hentar betur í saltfisk og skreið,“ sagði Eiríkur. Hann bætti því hins vegar við að með stækkun þorskstofnsins væri verulegar líkur á að mikilvægi netaveiða ykist á ný. Autt þar sem áður var skógur Eiríkur minntist þess tíma þegar hundruð netabáta stunduðu veiðar á vertíðarsvæðinu. „Ég skrapp til gamans út á Krísuvíkurberg í mars í fyrra til þess að virða fyrir mér hafsvæðið þar fyrir utan þar sem 150 netabátar lögðu net sín fyrir 15 árum eða svo. Þá voru netabaujurnar eins og skógur á haffletinum á þessum slóðum. Nú var þar ekki ein einasta bauja,“ sagði Eiríkur Tómasson í samtali við Fiskifréttir árið 2016. Vetrarvertíðin ekki svipur hjá sjón Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Tíminn líður hratt og reyndar hraðar og hraðar og ekki síst eftir að fólk er komið á garðyrkjualdurinn og árstíðirnar koma og fara. Alltaf er jafn spennandi að bíða eftir vorinu og sumrinu sem líður svo allt of hratt. Núna er sem sagt kominn tími til að huga að fyrstu vorverkunum eins og að klippa limgerðið. Tilgangurinn með því að klippa limgerði er að halda runnunum í ákveðinni hæð og breidd. Klippingin er líka til þess ætluð að runnarnir þétti sig og haldi ákveðinni lögun. Til að fá þétt og fallegt limgerði verður að klippa það reglulega frá gróðursetningu. Limgerði sem trassað er að klippa verða gisin. Á fyrsta til þriðja ári eftir gróðursetningu á að byrja að móta limgerðið með því að klippa burt um tvo þriðju af ársvexti hraðvaxta tegunda en minna, um fjórðung, af tegundum sem vaxa hægar. Taka skal bæði utan og ofan af runnunum. Klippa þarf eftir skipulagðri áætlun, tvisvar til fjórum sinnum á ári. Gæta verður að því að tré eins og birki, reynir, hegg, lerki og greni hafa tilhneigingu til að mynda leiðandi stofn og þær tegundir á ekki að klippa ofan af fyrr en réttri hæð er náð. Limgerði, sem eru breið að neðan og mjókka eftir því sem ofar dregur, eru það sem er kallað A-laga og talið besta formið. Lögunin tryggir að sól skín á allar greinarnar og dregur úr að snjór sligi þær. Mjó og nett limgerði, sem eru ekki nema 50 til 60 sentímetrar að neðan og mjókka upp í topp, veita alveg jafnmikið skjól og breið og fyrirferðarmikil limgerði. Almennt veita limgerði skjól fyrir vindi sem nemur tíu sinnum hæð þeirra. Þægilegasti tíminn til að klippa limgerði er snemma á vorin og fram að laufgun, eða á meðan greinarnar eru lauflausar og sjáanlegar. Klipping á sumrin er meira snyrting en stórklipping. Hversu stíft limgerði eru klippt fer eftir vaxtarlagi plantnanna sem í því eru. Limgerði með birki, reyni, toppum, misplum, alparifsi eða víði getur verið fallegt að klippa mjög mikið og nánast eftir reglustiku. Limgerði úr fjallarifsi, kvistum og roðaberi er aftur á móti fallegt að láta vaxa frjálslegar og eilítið villt. Gömul og gisin limgerði má endurnýja með því að klippa þau rækilega niður að vori og skilja eftir 15 til 20 sentímetra stubba. Víðir, fjallarifs, blátoppur og gljámispill þola svona klippingu vel en fara verður gætilega með aðrar tegundir, til dæmis birki, sem alls ekki þolir niðurstýfingu. Það þarf að skilja eftir nokkrar greinar svo að plantan eigi auðveldara með að endurnýja sig. Áður en hafist er handa við klippinguna er nauðsynlegt að yfirfara öll verkfæri vel, hvort sem um er að ræða vél- eða handverkfæri. Ef endurnýja þarf verkfærin margborgar sig að eyða aðeins meira í góðar klippur en að kaupa ódýr og léleg verkfæri. Klippur eiga alltaf að vera hreinar og beittar. Sé bitið í klippunum sljótt mer það greinarnar í sundur í stað þess að klippa þær og slíkt getur auðveldlega valdið vanþrifum og sveppasýkingu í þeim. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Sú var tíðin að allar hafnir á vertíðarsvæðinu svo-kallaða frá Hornafirði vestur um til Patreksfjarðar voru þéttsetna netabátum og netagirðingar lágu um allan sjó. Svo er ekki lengur. Vorið kemur

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.