Bændablaðið - 14.02.2019, Side 18

Bændablaðið - 14.02.2019, Side 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201918 HROSS&HESTAMENNSKA Hrossaræktarsamtök Suðurlands: Púlsinn í Ölfushöllinni 23. febrúar Laugardaginn 23. febrúar frá klukkan 11.00 til 17.00 standa Hrossaræktarsamtök Suðurlands fyrir viðburði í Ölfushöllinni sem kallast Púlsinn. Um er að ræða fræðslusýningu fyrir fagaðila í hestamennsku þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að fá innsýn í heim þeirra sem hafa lifibrauð sitt af hestamennsku. „Á Púlsinum verður efnt til sýnikennslu og umræðu er lýtur að hrossahaldi, ræktun hrossa og þjálfun, skemmtun og ýmsa aðra starfsemi þar sem hesturinn spilar stórt hlutverk. Ókeypis er á sýninguna að þessu sinni en ráðgert er að Púlsinn verði árviss viðburður framvegis,“ segir m.a. í tilkynningu frá samtökunum. /MHH Mynd / HKr. Söguágrip íslenska hestsins á fullveldisöld komið upp á vegg í Bændahöllinni Hönnuðirnir frá Hnotskógi ehf., þau Ragnar Þór Arnljótsson og María Margeirsdóttir, hönnuðu sýninguna fyrir Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal en um eins konar refil eða lágmynd með sögu íslenska hestsins frá því Ísland varð fullvalda ríki árið 1918 er að ræða. Kristinn Hugason, sem hefur veitt safninu forstöðu undanfarin ár segir að þetta verkefni hafi verið unnið samhliða og á líkan hátt og sýning um íslenska hestinn sem nefnd var Uppruni kostanna og sett var upp í Skagafirði 2016. Sú sýning hefur reyndar farið víðar. Var þetta gert í nánu samstarfi Sögusetursins og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og í samvinnu þeirra Kristins og Þorvaldar Kristjánssonar ráðunautar. Fékk Sögusetrið styrk til þessa verkefnis frá afmælissjóði sem stofnaður var til að minnast 100 ára fullveldis Íslands á síðasta ári. Var þá sett í gang verkefnið „Þjóðarhesturinn“ sem breyttist svo í meðförum í „Íslenski hesturinn á fullveldisöld“. Þessi framsetning á sögu íslenska hestsins byggist á rannsókn Þorvaldar um erfðahlutdeild íslenska hestsins. Þannig er sýningin sett saman af tímalínum í hrossarækt, dómum og keppnum á þessum hundrað árum. Upphafið er rakið til hestsins Sörla frá Svaðastöðum sem yfir 90% af íslenska hrossastofninum rekur ættir sínar til í dag. Hönnuðir Hnotskógar settu þetta í myndrænt form með ítarlegum en hnitmiðuðum skýringatextum. Var búið til risaspjald sem haft var uppi á Landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík sumarið 2018. Nú er búið að gera smækkaða útgáfu af því verki í 390 sentímetra lengd og setja það upp í anddyrinu á skrifstofum Bændasamtaka Íslands á þriðju hæð Bændahallarinnar, Hótel Sögu. Þetta verkefni, Íslenski hesturinn á fullveldisöld, og efni með fyrirlestrum og öðru sem því tengist má líka berja augum á heimasíðu Söguseturs íslenska hestsins; sogusetur.is undir slánni Gagnabanki og er sýningin þar hvoru tveggja í íslenskri og enskri útgáfu. Þorvaldur segir að á þessum 100 árum hafi íslenski hesturinn tekið miklum breytingum og framfarir náðst í bygginglagi hans og ganghæfni. Þá sé íslenski hesturinn talsvert hávaxnari í dag en hann var að jafnaði fyrir t.d. 30 árum. Tilkoma betra fóðurs sem að hluta má rekja til rúllubagganna skiptir þar líka miklu máli. Þannig hefur íslenski hesturinn hækkað að meðaltali um 8 sentímetra frá 1990, eða úr um 134 sentímetrum upp á herðar og í um 142 sentímetra. Kristinn tekur undir það og segir að það hækkun hestsins megi bæði rekja til úrvals og bættrar fóðrunar. Það sé líkt og með fólkið í landinu sem er að jafnaði mun hávaxnara í dag en á öldum áður. Sörli, sem nú er hægt að rekja erfðamengi flestra hesta á Íslandi til, kom frá búi sem stundaði mikinn útflutning á hrossum svo þúsundum skipti og sölu til annarra landshluta. Þar voru aðstæður góðar til vetrarbeitar og munu Svaðastaðabændur hafa efnast mjög á hrossasölunni. Í gegnum tíðina hefur verið stundaður gríðarlegur útflutningur á hrossum en hann var þó í algjöru lágmarki upp úr 1936 og fram yfir 1955. Var hann mestur 1923, eða um 4.000 hross. Á reflinum eða veggspjaldinu kemur greinilega fram hversu miklar framfarir hafa verið í ræktun íslenska hestsins á nýliðinni fullveldisöld. Má þar greinilega sjá línurit yfir sköpulag, hæfileika, aðaleinkunn, stærð og tíðni skeiðgensins í stofninum. /HKr. Kynbótasýningar 2019 Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2019 og er hún komin inn á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins (rml.is) undir Kyn- bótastarf/Hrossarækt/Kynbóta- sýningar. Opnað verður á skráningu á kynbótasýningarnar um miðjan apríl og nánar verður þá tilkynnt um skráningarfresti á einstakar sýningar. Sýningaráætlunin er með hefðbundnu sniði og síðastliðin ár. Sýningarnar hefjast á Sörlastöðum 20. maí og enda á Akureyri 21. júní. Tvær sýningar eru fyrir norðan í vor og var ákveðið að hafa viku á milli þeirra til að knapar gætu betur nýtt seinni möguleikann til sýninga. Þá verður boðið upp á tvær vikur fyrir miðsumarssýningar á Suðurlandi. Miðsumars- sýning á Gaddstaðaflötum hefur verið stærsta sýning ársins á árunum á milli landsmóta undanfarið. Sú sýning hefur verið í viku með tveimur dómnefndum. Var ákveðið að bjóða upp á tvær vikur í stað einnar í ár með einni dómnefnd að störfum báðar vikurnar. Fjórðungsmót Fjórðungsmót verður hald ið á Austurlandi í ár; að Fornu- stekkum í Hornafirði. Hross sem eru í eigu aðila á Austurlandi en einnig í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og í Rangárvallasýslu eiga þátttökurétt á mótinu. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða. Heildarfjöldi kynbótahrossa á mótinu og skipting þeirra á milli flokka verður birt fljótlega. Til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið verður 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Þetta er sama leið og var farin fyrir síðasta landsmót hvað klárhrossin varðar. Þegar kynbótasýningarnar byrja í vor verður birtur stöðulisti í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum beðnir um að láta vita fyrir ákveðna dagsetningu, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Heimsleikar Heimsleikar verða haldnir í ár í Berlín dagana 4. til 11. ágúst. Kynbótahross verða sýnd á mótinu eins og verið hefur og veljum við Íslendingar efstu hross sem völ er á í hverjum flokki fimm, sex og sjö vetra og eldri hryssna og stóðhesta. Höfum við valið eitt hross í hverjum flokki og verður það gert þannig í ár. Valið þarf að liggja fyrir á fyrstu dögum júlímánaðar og verður það því árangur á vorsýningum sem mun liggja valinu til grundvallar. Það stefnir í spennandi ár hvað kynbótahrossin varðar með Fjórðungsmóti og Heimsleikum og er það tilhlökkunarefni að sækja Hornfirðinga heim jafnt sem Berlínarbúa. Starfsmenn RML hlakka til samstarfsins við hesta menn í ár sem endranær og minnum við á að þar eru allir til þjónustu reiðubúnir. Sýningaáætlun 2019: • 20.05 - 24.05 Sörlastaðir Hafnarfirði • 27.05 - 31.05 Borgarnes • 27.05 - 31.05 Brávellir Selfossi • 03.06 - 07.06 Sprettur Kópavogi • 03.06 – 07.06 Gaddstaðaflatir • 03.06 – 07.06 Hólar Hjaltadal • 03.06 – 04.06 Fljótsdalshérað • 11.06 – 14.06 Sprettur Kópavogi • 11.06 – 14.06 Gaddstaðaflatir • 18.06 – 21.06 Akureyri • 11.07 – 14.07 Fjórðungsmót Austurlands • 15.07 - 19.07 Gaddstaðaflatir • 22.07 - 26.07 Gaddstaðaflatir • 22.07 - 26.07 Hólar Hjaltadal • 19.08 - 23.08 Brávellir Selfossi • 19.08 - 23.08 Akureyri • 19.08 - 23.08 Borgarnes Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt thk@rml.is adæB n

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.