Bændablaðið - 14.02.2019, Síða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 25
• B A
K A Ð A R •
BAKAÐAR OSTAKÖKUR
Bökuðu ostakökurnar munu slá í gegn við öll tækifæri.
Sem eftirréttur eða í stjörnuhlutverki í kaffiboði eða saumaklúbb.
Góðar einar sér og himneskar með berjum og þeyttum rjóma.
Christin Irma Schröder.
Húsavíkurstofa:
Nýr forstöðumaður
Christin Irma Schröder hefur
verið ráðin forstöðumaður Húsa-
víkurstofu.
Christin er þrítug og hefur undan-
farið ár starfað hjá PriceWaterhouse
Coopers en var áður í starfi
aðstoðarmanns framkvæmdastjóra
hjá PCC Bakki Silicon. Hún er með
MS-próf í fjölþjóðasamskiptum
en lauk þar áður BA-prófi í
Evrópufræðum. Christin er þýsk
en hefur verið búsett á Húsavík í
nokkur ár.
Um er að ræða nýtt starf sem
er fjármagnað meðal annars með
rekstrarstyrk frá Norðurþingi.
Húsavíkurstofa var stofnuð árið
2002, þá undir heitinu Markaðsráð
Húsavíkur og nágrennis. Núverandi
nafngift var tekin upp árið 2010.
Húsavíkurstofa er samnefnari
fyrirtækja í ferðaþjónustu í
auglýsinga- og kynningarmálum.
Stofan hefur í gegnum tíðina unnið
ýmis verkefni og var á sínum tíma
meðal annars rekstraraðili Mærudaga,
upplýsingamiðstöðvarinnar á
Húsavík sem og tjaldsvæðisins.
/MHH
Stjórn Brunavarna Austur-
Húnavatnssýslu hefur ráðið
Ingvar Sigurðsson á Selfossi sem
slökkviliðsstjóra Brunavarna
Austur-Húnavatnssýslu og mun
hann hefja störf 1. maí 2019.
Ingvar er löggiltur slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður og hefur
starfað í tæp 10 ár sem hlutastarfandi
slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum
Árnessýslu 2009-2019 en starfar
núna sem einn af fjórum vakthafandi
varðstjórum slökkviliðsins og sinnir
þar bakvöktum og þjálfun. Stjórn
Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu
fagnar ráðningu Ingvars og hlakkar
til þess að vinna með honum að
frekari uppbyggingu í þessum
mikilvæga málaflokki og að auknu
samstarfi á svæðinu. /MHH
Brunavarnir A-Hún.:
Ingvar ráðinn nýr
slökkviliðsstjóri
Ingvar Sigurðsson, sem er nýráðinn
slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-
hefur búið á Selfossi síðustu ár.
Unglingalandsmót UMFÍ verður á Höfn í Hornafirði 2019
„Þetta verður flott mót, við erum
full tilhlökkunar að halda það,“
segir Matthildur Ásmundardóttir,
bæjarstjóri Sveitarfélagsins
Hornafjarðar.
Haukur Valtýsson, formaður
UMFÍ, og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir,
formaður Ungmennasambandsins
Úlfljótur (USÚ), hittust í
þjónustumiðstöð UMFÍ síðdegis
föstudaginn 7. desember og skrifuðu
þar undir samstarfssamning vegna
Unglingalandsmóts UMFÍ sem
haldið verður á Höfn í Hornafirði
um verslunarmannahelgina
2019. Matthildur er jafnframt
formaður framkvæmdanefndar
Unglingalandsmóts UMFÍ.
Unglingalandsmót UMFÍ hefur
verið haldið frá árinu 1992
víða um land og er það orðið
einn af stóru viðburðunum um
verslunarmannahelgina hjá mörgum
fjölskyldum.
22. Unglingalandsmót UMFÍ
Á þessu ári var unglingalandsmótið
haldið í Þorlákshöfn um
verslunarmannahelgina. Þangað
mættu meira en þúsund þátttakendur
á aldrinum 11–18 ára og kepptu í
fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða
þátttöku í ýmsum keppnisgreinum
heldur þekkt tónlistarfólk tónleika
öll kvöldin og boðið verður upp
á alls konar afþreyingu af ýmsu
tagi. Unglingalandsmót UMFÍ
var síðast haldið á Höfn um
verslunarmannahelgina árið 2013,
sem tókst í alla staði frábærlega.
Mótið verður númer 22 í röðinni.
/MHH
Eftir undirritun samningsins talið frá vinstrI: Matthildur, Haukur, Jóhanna
Íris og Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri USÚ.