Bændablaðið - 14.02.2019, Page 31

Bændablaðið - 14.02.2019, Page 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 31 • Að hindra myndun ónæmis gegn sýklalyfjum og tryggja þannig möguleika á notkun þeirra í framtíðinni með því að draga úr notkun lyfja eins og kostur er. • Að draga úr lyfjamengun náttúrunnar. • Að bæta árangur lyfja með- höndlunar. • Til að ná markmiðum þessum skal leggja höfuðáherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað meðhöndlunar. • Vísindaleg rök skulu ávallt liggja til grundvallar ákvörðun um notkun á sýklalyfjum. • Val á sýklalyfi skal vera markvisst. Nota skal þau lyf sem vitað er að virka best á viðkomandi sýkil. Penicillín er fyrsti valkostur við sýklalyfjagjöf. • Forðast skal notkun breiðvirkra lyfja og lyfja sem vitað er að valda frekar myndun ónæmis en önnur, þau skal eingöngu nota gegn sýklum sem ónæmir eru fyrir penicillíni. Sýklastofnar sem ónæmir eru fyrir sýklalyfjum eru alvarlegt og óásættanlegt heilbrigðisvandamál, jafnt í dýrum sem mönnum. Á búum þar sem sýklalyfjaónæmi er viðvarandi skal gert átak til að losa hjörðina við hina ónæmu stofna. Hver er helsta notkun sýklalyfja í íslenskri búfjárrækt? Nánast öll sýklalyfjameðhöndlun íslensks búfénaðar er einstaklings- meðhöndlun. Þetta er lykilatriði ásamt sameiginlegum skilningi dýralækna og bænda á mikilvægi réttrar notkunar á sýklalyfjum, smitvörnum og góðri sjúkdómastöðu. Hvers vegna eru notuð sýklalyf í íslensk húsdýr? Nautgripir: Júgurbólga er langalgengasta bakteríusýkingin í kúm. Sem betur fer hefur betri mjaltatækni og bættur aðbúnaður dregið töluvert úr tíðni sýkinga og þar með bætt velferð kúnna. Dýralæknar og bændur eru nú meðvitaðri um mikilvægi markvissrar sýklalyfjanotkunar og sennilega má þakka því og aukinni ráðgjöf að dregið hefur töluvert úr tíðni penicillínónæmra júgurbólgusýkla, sbr. niðurstöður úr árlegri tanksýnatöku MS. Skita í smákálfum var töluvert algeng, en bættur aðbúnaður, fóðrun og umhirða hafa dregið úr vandamálinu. Áður fyrr var algengt að nota sýklalyf sem fyrsta læknisráðið. Svín: Í svínabúskap á Íslandi er nánast eingöngu verið að einstaklingsmeðhöndla dýr, öfugt við það sem þekkist víða annars staðar. Oftast eru grísir meðhöndlaðir vegna öndunarfæra- og iðrasýkinga, meðhöndlun á gyltum er yfirleitt vegna leg- og júgurbólgu. Nú eru svín bólusett við nokkrum sjúkdómum, velferðin þannig bætt og mögulega komist hjá notkun sýklalyfja. Alifuglar: Mörg ár eru síðan kjúklinga- eða kalkúnahópar hafa verið meðhöndlaðir með sýklalyfjum. Á undanförnum árum er aðeins eitt dæmi um meðhöndlun á varphænum. Sauðfé: Sýklalyf eru aðeins notuð við sýkingar í einstaka dýrum. Þó er nokkuð um að sýklalyf séu notuð fyrirbyggjandi við slefsýki í lömbum þar sem hún er vandamál. Unnið er að því að finna aðrar lausnir, en slefsýkin er alvarlegt velferðarmál og veldur bændum töluverðu tjóni. Hross: Sýklalyfjanotkun í hross er almennt lítil og þá aðeins í einstök dýr. Fiskar: Ekki hafa verið notuð sýklalyf í hefðbundnu laxeldi í sjó síðan um aldamót. Síðustu sjö árin hafa engin sýklalyf verið notuð við eldi á laxi, bleikju og regnbogasilungi. HEILSA er vefforrit Matvæla- stofnunar (MAST) sem heldur utan um sjúkdóma- og lyfjaskráningu og bólusetningar nautgripa, hrossa og sauðfjár. Dýralæknar skrá beint í kerfið og öll gögn eru vistuð í miðlægum gagnagrunni sem er í vörslu MAST. Ennþá eru agnúar á kerfinu og því nýtist það ekki alveg sem skyldi, en með góðri endurskoðun og útfærslu fyrir allar dýrategundir yrði það ómetanlegt hjálpartæki til að fylgjast með og meta sýklalyfjanotkun í húsdýrum. Lyfjaónæmi er alheimsvandamál sem þekkir engin landamæri Alþjóðasamtök dýralækna (WVA) hafa gefið út eftirfarandi ráðleggingar um notkun sýklalyfja, sömuleiðis yfirlýsingu um mikilvægi bólusetninga dýra fyrir heilbrigði dýra og manna: • Ákvarðanir um takmörkun eða stýringu á notkun sýklalyfja skal taka á grundvelli ávinnings/ áhættu greininga. • Sýklalyf sem eru mikilvæg í mannalækningum skal aðeins nota í dýr sem eru undir dýralæknishendi og þegar gagnkvæmt traust ríkir milli dýralæknis og eiganda. • Rannsóknir á næmi sýkla er mikilvægur þáttur í ábyrgri notkun sýklalyfja. Hér undir næmisrannsóknir í hverju sjúkdómstilfelli og sömuleiðis vöktun og gagnaskil á landsvísu. • Mikil þörf er á skilvirkum valkostum við sýklalyfin og hvatt er til nýsköpunar. WVA telur einnig mikilvægt að stuðla að aukinni notkun bólusetninga til að draga úr hættu á farsóttum og súnum hjá dýrum. Þróa þarf fræðsluefni sem dýralæknar geta notað til að fræða dýraeigendur um bólusetningar og bólusetningaáætlanir og til að bæta samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir. Tryggja verður nægilegt fjármagn til að auka vísindalegan skilning á lyfja- og ónæmisfræði. Þrjár mikilvægar alþjóða - stofnanir, Alþjóðaheilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO), Matvæla- og landbúnaðar stofnun SÞ (FAO) og Alþjóðadýra heilbrigðis- stofnunin (OIE), hafa tekið upp samstarf um lyfjaónæmi, sem hefur verið kallað "Þríeykið" (Tripartite). WVA hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við þetta samstarf og lagt sitt af mörkum til að efla það. OIE setur alþjóðastaðla um dýraheilbrigði og velferð dýra. Helstu sérfræðingar í heimi vinna að gerð staðlanna og þeir eru síðan bornir upp til samþykktar aðildarríkjanna 182. Með samþykktinni skuldbinda ríkin sig til að fara eftir stöðlunum. Ísland er eitt aðildarrríkja OIE. OIE vinnur náið með WHO og FAO, sérstaklega að því er snýr að sjúkdómum sem berast milli manna og dýra (súnum). Stór hluti þess samstarfs fjallar um lyfjaónæmi. Stofnanirnar hafa sett sér aðgerðaáætlanir og hvetja aðildarríki sín til að gera slíkt hið sama. OIE setur viðmiðunarreglur um ábyrga notkun sýklalyfja í búfjárrækt og dýrum og mælir stofnunin eindregið með að lyf séu ekki notuð í vaxtarhvetjandi skyni. Stöðugt fækkar þeim löndum sem leyfa notkun sýklalyfja í vaxtaraukandi skyni þó enn séu þau allnokkur samkvæmt upplýsingum sem OIE safnar um notkun sýklalyfja í búfjárrækt í aðildarríkjum sínum. Listi OIE yfir sýklalyf sem nauðsynleg eru í búfjárrækt gefur línuna um hvaða lyf má og getur þurft að nota og hvaða lyf á að forðast í lengstu lög að nota í búfjárrækt. Matvælastofnun er nú þátttakandi í „One Health“ – Ein heilsa. Brýnt er að auka skilninginn á samspili heilbrigðis manna, húsdýra og villtra dýra. Sýkingar geta borist í menn frá dýrum og umhverfi og öfugt. „One Health“ er alþjóðleg stefna sem ætlað er að auka þverfaglegt samstarf og samskipti á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu fyrir menn, dýr og fyrir umhverfið. Lögð er áhersla á eina heildstæða stefnu um forvarnir, vöktun og viðbrögð við sýklalyfjaónæmi. Samstarf þarf að vera milli stjórnvalda, matvælaframleiðenda, iðnaðarins, heilbrigðisstarfsmanna manna og dýra, vísindamanna og neytenda þar sem við öll höfum mikilvægu hlutverki að gegna, bæði innanlands, svæðisbundið sem og á heimsvísu. Katrín Andrésdóttir, fv. héraðsdýralæknir, lýðheilsufræðingur og heilbrigðisfulltrúi. Stuðst er að töluverðu leyti við greinargerð starfshóps velferðarráðuneytisins um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is VETRAR- OG ENDURSKINSFATNAÐUR Láttu þér ekki verða kalt!

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.