Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201934 UTAN ÚR HEIMIFURÐUVÉLAR&FARARTÆKI Liebherr LR 13000 er sagður vera stærsti og öflugasti beltakrani í heimi. Hann mun upphaflega hafa verið hannaður til að vinna við smíði á kjarnorkuveri, en þykir líka vel brúklegur á höfnum þegar mikið liggur við. Eigin þyngd kranans er 750 tonn og getur hann lyft 3.000 tonna þunga allt að 12 metra út frá miðju kranans, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Liebherr. Mesti mögulegi lyftiradíus er hins vegar 200 metrar. Aðalbóma kranans nær upp í 144 metra og aðalmótor er 1.000 kílówött. Hægt er að nota kranann til ýmissa verka og til „léttvægari“ verkefna og þá án svonefndrar Derrick ballestar. Vafasamt er að svona ferlíki sjáist nokkurn tíma á Íslandi, enda þyrfti þá að undirbyggja hafnir eða möguleg vinnusvæði sérstaklega til að þola þennan mikla þunga. Þótti mönnum t.d. nóg um að flytja Caterpillar D10T jarðýtur að malarnámum við Ingólfsfjall og í Vatnsskarði á sínum tíma, en þær vógu um 100 tonn fyrir utan ýtutönnina. Voru menn alls ekki vissir um að vegakerfið þyldi þann þunga. Þetta voru þá stærstu jarðýtur sem framleiddar voru af Caterpillar og með 600 hestafla mótor (Flywheel Power). Nú er reyndar til stærri jarðýta frá þessum framleiðanda sem heitir Caterpillar D11T og er með 850 hestafla mótor. /HKr. Liebherr LR 13000 að störfum. Þessi krani er kallaður Mammúturinn. Risinn í beltakranabransanum – Liebherr LR 13000: Með þrjú þúsund tonna lyftigetu Liebherr LR 13000 fer létt með að lyfta þrem minni Liebherr beltakrönum í einu. Vetrarhiti í Japan: Meðalhiti í janúar hefur lækkað á síðustu 33 árum – Svipaður meðalhiti sagður nú og fyrir 100 árum Meðalhiti janúar- mánaðar í Japan hefur verið að lækka undanfarin 33 ár samkvæmt tölum veðurstofu Japans (Japan Meteor- ological Agency -JMA). Þetta hefur gerst þrátt fyrir að koltví sýrings magn (CO2) í andrúms- loftinu sé sagt vera að aukast. Samkvæmt tölum JMA hefur janúar- loftslag í Kyoto í Japan verið að kólna frá árinu 1985 til 2019 þrátt fyrir að koltvísýringur í andrúmsloftinu hafi aukist úr 350 pörtum úr milljón (ppm) í 410 ppm á sama tímabili eða um 0,006%. Breytingarnar á hitastiginu eru þó óverulegar. Hitastigið í janúar hefur verið æði sveiflukennt á þessu tímabili og er nú það sama og var fyrir 100 árum. Janúarhitinn var t.d. talsvert hærri í janúar 2019 en hann var 2018, en á þessu 33 ára tímabili var meðalhitinn lægstur veturinn 1986 og 2011, eða 2,8°C. Veturinn 2016 fór hann upp í 5,17°C, en niður í 3,9°C í janúar 2018 og var nú 5,1°C. Þegar litið er á meðaltal vetrarmánaðanna frá desember til febrúar frá 1985 til 2018 er svipaða sögu að segja. Meðaltalshitinn hefur nánast alveg staðið í stað en þó örlítið lækkað ef eitthvað er. Ársmeðaltal sýnir svipaða þróun á ólíkum veðurstöðvum eins og Suttsu-veðurstöðinni á Hokkaido í norðri og á Naze-stöðinni í Suður- Japan. Þetta skýtur vissulega skökku við loftslagsumræðuna á heimsvísu um stöðuga hlýnun. Ekki kemur þó fram hvort það sé eðlilegt að lofthitaáhrif á eyjar eins og í Japan séu að skila annarri niðurstöðu en meðaltalið á heimsvísu virðist vera að gera, samkvæmt fréttum í áhrifamestu fjölmiðlum heims. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.