Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201936 Kastaníuhnetur sjást einstaka sinnum á boðstólum í stór mörkuð- um hér á landi. Ólíkt öðrum hnetum innihalda þær talsvert af kolvetnum. Upphafsmenn Jesúhreyfingarinnar og frum- kristnir litu á þyrna aldinhýðisins og mjúka kastaníu hnetuna sem tákn um skírlífi. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnum Sameinuðu þjóðanna var framleiðsla á kastaníuhnetum í heiminum árið 2016 rúmlega 2,2 milljón tonn. Framleiðsla undanfarinna ára hefur aukist jafnt og þétt því árið 2009 var hún tæp 1,9 milljón tonn og tveimur árum síðar rétt rúm tvö milljón tonn. Kína er langstærsti fram- leiðandinn og hefur leitt framleiðsluna til fjölda ára. Árið 2009 framleiddu Kínverjar rúm 1,5 milljón tonn og framleiðsla þar var kominn í tæp 1,9 milljón tonn 2016. Tyrkland, sem er í öðru sæti yfir stærstu framleiðendur kastaníuhneta, er eins og baun í bjarnarrassgati þegar kemur að magni og framleiddi árið 2016 tæp 65 tonn. Framleiðsla í Suður-Kóreu sama ár var rúm 56 tonn og tæp 51 tonn á Ítalíu. Grikkir framleiddu rúm 31 tonn, Portúgalar tæp 27 og Spánverjar um 16 tonn árið 2016. Á vef Hagstofu Íslands segir að innflutningur á kastaníuhnetum í hýði árið 2018 hafi verið tæp 1,8 tonn og rúm fjögur tonn af afhýddum kastaníuhnetum eða alls 5,8 tonn. Mestur var innflutningurinn af kastaníuhnetum í hýði frá Kína rúm 1,4 tonn en frá Frakklandi og Íran af afhýddum kastaníuhnetum rúm tvö og 1,5 tonn árið 2018. Ættkvíslin Castanea Tegundir innan ættkvíslarinnar Castanea eru níu og tilheyrir ættkvíslin beykiættinni eins og eikur- og beykitré. Allar eru kastaníur sumargræn tré eða runnar sem upprunin eru 40 til 65 gráðu norðlægrar breiddar. Útbreiðsla ólíkra tegunda innan ættkvíslarinnar er um allt norðurhvel. Ólíkar tegundir eru frá því að vera lágvaxnir runnar yfir í ríflega 60 metra einstofna tré með trefjarót og stóra krónu. Börkurinn sléttur á ungum trjám en verður hrjúfari viðkomu eftir því sem trén eldast. Blöðin fagurgræn, milli tíu og þrjátíu sentímetra löng og fjórir til tíu á breidd, ílöng eða egglaga, sagtennt og oddmjó. Blómin í sætilmandi reklum sem annaðhvort eru karl- eða kvenkyns. Aldinið, sem er brúnt að utan en hvítt innan, kallast hneta og er fimm til ellefu sentímetra að þvermáli er umlukið þyrnóttri kápu. Í hverju aldini eru ein til sjö ætar hnetur eftir tegundum. Breiðasti trjábolur sem mælst hefur er á kastaníutré við rót eld- fjallsins Etnu á Sikiley. Ummál bolsins er 51 metri, þrátt fyrir að hann hafi orðið fyrir miklum skemmdum í gegnum tíðina af völdum eldinga og annarra náttúruhamfara. Algengasta kastaníutegundin í ræktun er Castanea sativa. Evrópsk kastanía Á íslensku kallast C. sativa kastanía eða kastaníutré. Sumargrænt tréð er upprunnið í Mið-Asíu við Kaspíahaf en hefur breiðst út um alla Mið- og Suður-Evrópu. Einstaka tré geta orðið ríflega 35 metrar að hæð og margir metrar í ummál og yfir 700 ára gömul í náttúrunni og yfir aldargömul í ræktun. Með trefjarót og yfirleitt einstofna og með stóra og HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Inni í þyrnóttu aldinhýði kastaníuhnetunnar eru tvö til þrjú fræ með fræblöðum. Aldinið er brúnt að utan en með hvítum kjarna. Kastaníutré í allri sinni dýrð. Kastaníutré sem var gróðursett árið 1370 og er því tæplega 650 ára gamalt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.