Bændablaðið - 14.02.2019, Page 38

Bændablaðið - 14.02.2019, Page 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201938 Í byrjun nóvember var haldin árleg briddsvika á eyjunni Madeira fyrir utan Portúgal, nánar tiltekið fæðingar- og uppvaxtarstað fótboltastjörnunnar Ronaldo. Um 100 Íslendingar fóru til Madeira og 66 spilarar tóku þátt en í ár var besti árangur 4. sæti í tvímenning (af 207 pörum) og 6. sætið í sveitakeppni (af 98 sveitum) sem má nú kallast mjög gott. Sveinn Rúnar Eiríksson er einn þeirra sem keppti á Madeira og má segja að hann sé öllum hnútum kunnugur á svæðinu enda farið til eyjunnar í 16 ár og þekkir skipuleggjendur briddsvikunnar orðið mjög vel. „Þetta er árleg briddsvika sem er alltaf haldin á Madeira. Þetta er 21. árið sem þeir halda mótið sem fer alltaf fram í byrjun nóvember. Ég hjálpa fólki við að panta hótel og fá allt varðandi briddsmótið á sem besta verði. Ein ástæðan fyrir því að mér finnst gaman að koma til Madeira er að maður upplifir Funchal meira sem portúgalska borg heldur en tilbúna túristaparadís. Ronaldo er náttúrlega mikill áhrifavaldur á Madeira. Ég held að það sé enginn vafi á því að hann er langvinsælasti einstaklingur frá Madeira í sögunni,“ útskýrir Sveinn og bætir við: „Það voru 66 spilarar frá Íslandi sem tóku þátt í ár. Vegna þess að margir panta fyrir sjálfa sig þá er erfitt að giska á heildartöluna en hún er einhvers staðar á milli 90 og 100 manns. Þetta var svona þverskurður af hinum almenna briddsspilara sem kom með í ferðina og flestir voru af höfuðborgarsvæðinu en ég held að allir landshlutar hafi átt fulltrúa.“ Vantar upp á ungliðun Næsta mót verður haldið á hótel Vidamar í Funchal frá 4–11. nóvember árið 2019 en á heimasíðu mótsins, www.bridge-madeira.com, má sjá frekari upplýsingar. „Ef við reiknum út frá hinni frægu höfðatölu þá hefur Ísland alltaf verið ofarlega á flestum þátttökulistum í bridds. Nýliðun gengur ágætlega en ungliðun er eitthvað sem hefur vantað mikið upp á síðustu 20 ár,“ segir Sveinn og bætir við: „Við eigum fulltrúa sem eru að berjast á öllum stöðum á mótinu. Aðalatriðið er ekki endilega að vinna heldur að sýna sjálfan sig og kynnast öðrum og eiga skemmtilega viku. Í ár var besti árangur 4. sæti í tvímenning (af 207 pörum) og 6. sætið í sveitakeppni (af 98 sveitum).“ /ehg LÍF&STARF Íslendingar á ferð í móttöku í forsetabústaðnum í Madeira fyrir setningu mótsins. Myndir / Aðalsteinn Jörgensen briddsmótinu á Madeira í Portúgal. Það vantaði ekkert upp á hressleikann í íslenska hópnum sem skemmti sér konunglega á Madeira. Jóhann Stefánsson er hér einbeittur fyrir miðri mynd en makker hans er Þorvaldur Pálmason, og andstæð- ingarnir voru erlendir. Hvaða hugmyndir höfum við Íslendingar um lífskjör og lifnaðar hætti forfeðra okkar á fyrri öldum og sambúð þess við landið? Nokkur stikkorð koma upp í hugann: Torfkofar (ekki torfhús), hreysi, hungur, eymd, vesöld, ofbeldi, harðindi, pestar. „Jótlandsheiðar“, „mörk hins byggilega heims“, aumasti staðurinn í allri Evrópu. Verslunaránauð, hokur, rollubúskapur, heimsmet í gróðureyðingu og uppblæstri jarðvegs o.s.frv. Sólskinsstundir koma okkur ekki í hug. Engin gleði eða kátína. Þjóðin kvaldist hér saman í mörg hundruð ár. Eða þannig. Saga þessa tíma er auðvitað landbúnaðarsaga. Nánast allir höfðu viðurværi sitt af búskap þó sumir stunduðu fiskveiðar einnig. Þetta var bændasamfélag. Samt er þetta hugtak, landbúnaðarsaga, ekki tamt á tungu. Menn tala bara um „söguna“. Og ekki vantar að margir eru tilkallaðir að fjalla um hana. Auðvitað með ærið misjöfnum hætti og mismunandi áherslum frá hverjum og einum og frá einum tíma til annars. Niðurstaðan af þeirri umræðu hygg ég að sé sú sem ég lýsti hér að ofan með nokkuð ydduðum hætti í fáeinum stikkorðum. Árið 2013 kom út Landbúnaðar- saga Íslands í fjórum bindum. Tvö fyrstu bindin – um íslenskan landbúnað til þessa dags – ritaði dr. Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur. Þetta var tímamótaverk, upplýsandi og fræðandi, oft skemmtilegt aflestrar. Höfundur dregur fram í dagsljósið nýjar upplýsingar um margt og ber saman við evrópskar og ekki síst norskar aðstæður á sama tíma og setur spurningarmerki við ýmislegt viðtekið og margtuggið í íslenskri söguskoðun síðari ára (Norges landbrukshistorie kom út í Noregi árið 2002). Á síðasta ári (2018) bætir svo dr. Árni Daníel um betur og sendir frá sér nýja bók. „Af hverju strái, saga af byggð, grasi og bændum 1300–1700“. Hér kveður höfundur mun fastar að orði en fyrr. Nú setur hann ekki einungis fram spurningar heldur fullyrðir. Hann nánast stikar út á völlinn og segir: „Mínar rannsóknir og heimildir benda til þessa. Ef einhver vill mótmæla þá stend ég hér.“ Undirritaður er ekki sagnfræð- ingur og ég ætla mér ekki þá dul að rökræða um þessi mál á þeim grunni. En ég fylgist spenntur með hvort og þá hvernig umræðunni vindur fram. Fyrir leikmann virkar bók Árna Daníels vönduð sagnfræði með heimildalista upp á ellefu þéttritaðar blaðsíður. Ég mæli eindregið með þessu ritverki. Og til að kveikja aðeins í lesendum þá eru hér fáeinar tilvitnanir í bókina. Á bls. 171 segir: „Samtals er gróðurlendi því talið 52.400 ferkílómetrar, samkvæmt gervitunglamyndum. Náttúrufræðistofnun hefur einnig metið útbreiðslu gróðurlendis og eru niðurstöður hennar svipaðar, skv. korti hennar frá 1998 er gróið land (mó-, gras-,s kóg- og votlendi) um 45% af flatarmáli landsins, 77% á láglendi og 23% á hálendi. Þetta er yfir helmingi meira en í áætlunum Sigurðar Þórarinssonar frá 1974. Þessar tölur stangast því á við tölur sem þjóðin tók inn með móðurmjólkinni lengi vel.“ Á bls.190 og 192 vitnar bókarhöfundur í rannsóknir Þorleifs Einarssonar á frjókornasýnum og rannsóknir Margrétar Hallsdóttur (1987) á birkifrjókornum sem benda til þess „að birkiskógum hefði verið eytt með miklum hraða á tímabilinu 870–920“. Og höfundur bætir við „Veruleg skógarsvæði voru þá eftir sem voru vernduð og nýtt skipulega á miðöldum“. Eins og reyndar í Landbúnaðarsögunni ítrekar dr. Árni Daníel hér að alveg fram yfir svarta dauða (árið 1402) var nautgriparækt mun veigameiri í búfjárhaldi landsmanna en sauðfjárrækt. Í mannfjöldahruninu sem fylgdi þessari plágu dró eðlilega mjög úr vinnuaflinu og þá fundu menn það út að auðveldara væri að búa með sauðfé en nautgripi. Féð þurfti mun minni vetrarforða og þar af leiðandi minni túnrækt og heyskap. Á bls. 245 segir: „Í heild virðist svo sem hugmyndir manna um sambúð lands og lýðs, möguleika í landbúnaði og lífskjör fyrr á öldum hljóti að taka róttækum breytingum nú þegar búið er að greina þannig möguleika landbúnaðar og bera saman lífskjörin við það sem gerðist erlendis. Í ljós kemur að flest var með öðrum hætti en haldið hefur verið fram.“ Bókinni lýkur með eftirfarandi orðum: „Þetta þýðir að sú hugmynd að landbúnaður hafi illa hæft íslenskum aðstæðum er röng. Hann hæfði íslenskum aðstæðum vel og bauð íslenskum almenningi uppá lífskjör sem voru betri en víða annars staðar.“ (bls.256) En ekki vil ég gera höfundi rangt til. Bókin er alls engin lofsöngur um Ísland á miðöldum. Síður en svo. Lífsbaráttan var mjög oft erfið og margt sem bagaði. Enda segir höfundurinn Árni Daníel á bls. 235: „Samanborið við ensk skilyrði t.d. var þetta viðunandi tilvera fyrir flesta, þrátt fyrir að flest það sem plagaði samfélög fyrir nútíma plagaði þetta samfélag: mikill ungbarnadauði, lágur meðalaldur, lélegt heilbrigðisástand, tíðar farsóttir, stöðug hætta á hungursneyð o.s.frv. Ekki má heldur gleyma því að allur þorri bænda var leiguliðar og jarðeigendur sátu yfir hlut leiguliða.“ Hér er sannarlega nýr tónn sleginn. Lífskjör fólks á Íslandi voru ekki þau aumustu í Evrópu. Sauðkindin ekki það skaðræðisnagdýr og orsakavaldur í íslenskri gróðursögu sem margir hafa haldið fram. Og þó að það komi ekki beint fram í bókinni þá segir dr. Árni Daníel í viðtali í Bændablaðinu 29. nóv. sl.: „Mín skoðun er sú að það fari ekki að bera á áhrifum sauðkindarinnar að verulegu marki fyrr en á tuttugustu öldinni.“ Er ekki komið hér efni í líflegar umræður? Þórarinn Magnússon, Frostastöðum Lífskjör og lifnaðarhættir forfeðra okkar LESENDABÁS Um 100 Íslendingar á briddsmóti: „Aðalatriðið að kynnast og eiga skemmtilega viku“

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.