Bændablaðið - 14.02.2019, Side 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201948
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Helgi Jónsson (lést 1993) og
Sjöfn Guðmundsdóttir keyptu
Lambhaga vorið 1970 og hófu þar
búskap með 21 nautgrip og 28 ær
við bágborinn húsakost.
Helgi og Sjöfn eignuðust 6
börn og búa nú tveir synir þeirra í
Lambhaga ásamt fjölskyldum sínum
og móður og reka þau í sameiningu
Lambhagabúið ehf. Í Lambhaga
eru þrjú íbúðarhús og gripahús fyrir
bústofninn. Núna er verið að byggja
1.700 m2 fjós fyrir tvo mjaltaþjóna og
allt sem þeim tilheyrir og er áætlað að
taka það í gagnið á komandi sumri.
Býli: Lambhagi.
Staðsett í sveit: Rangárvöllum, mitt
á milli Hellu og Hvolsvallar.
Ábúendur: Sjöfn Guðmundsdóttir,
Ómar Helgason og Margrét Harpa
Guðsteinsdóttir. Börn: Kolfinna Sjöfn
(12), Hafdís Laufey (7), Hrafnkell
Frosti (5), Helgi Tómas (3).
Björgvin Reynir Helgason og Dóra
Steinsdóttir, börn: Ásberg Ævarr (7),
Þorbjörg Helga (5), Steinn Skúli (2),
Pétur Freyr (1).
Stærð jarðar? Um 450 hektarar, þar
af um 280 hektarar ræktað land, hluti
af því nýttur til beitar. Um 1970 var
jörðin nánast öll sandur og ræktað
land aðeins um 20 hektarar.
Ábúendur hafa verið iðnir í
landgræslu og er nú nánast öll jörðin
uppgrædd. Hafa einnig ræktað um
60 hektara af sandi frá Landgræðslu
ríkisins og leigja og nýta nú sem tún.
Gerð bús? Blandað bú með
áherslu á mjólkurframleiðslu og
nautakjötsframleiðslu.
Fjöldi búfjár og tegundir? Um
450 nautgripir, þar af 95 mjólkurkýr
og 75 holdakýr, 100 ær, 25 hænur, 3
hross, 2 „smalahundar“ og nokkrir
kettir.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Mjaltir kvölds og morgna og gjöfum
og öðrum tilfallandi verkefnum sinnt
milli mjalta.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Öll verk sem tengjast
vori og sumri skemmtileg, þegar
vorlyktin er í lofti þá verður allt
svo auðvelt og skemmtilegt.
Leiðinlegast er þegar dýr eru
veik (sjaldgæft, sem betur fer) og
þegar skepnur tolla ekki þar sem
þær eiga að vera.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm
ár? Búskapur verður vonandi ívið
meiri. Með aukinni tækni verða
störfin auðveldari.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Þátttaka í
félagsmálum bænda er gefandi og
skemmtileg, en því miður oft og
tíðum vanþakklát. Starfsumhverfi
bænda er háð pólitískum
ákvörðunum og því frekar óstöðugt
og þarf bændaforystan ásamt
stjórnvöldum að vinna að því að
gera þetta starfsumhverfi stöðugra.
Landbúnaður snýst ekki bara um
búskap í sveit því ansi mörg störf á
landinu skapast af landbúnaði.
Hvernig mun íslenskum landbúnaði
vegna í framtíðinni? Íslenskur
landbúnaður er í stöðugri þróun
og ýmis hagræðing mun eiga sér
stað, t.d. við fóðuröflun, tækni
og bústærð. Hreinleiki íslenskra
landbúnaðarafurða mun fleyta okkur
áfram.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra
búvara? Að markaðssetja íslenskar
landbúnaðarafurðir sem dýrar,
hreinar, lúxusvörur. Stærð íslensks
landbúnaðar býður ekki upp á mikið
magn til útflutnings.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólkurvörur, egg, íslenskt grænmeti
og SS pylsur, að sjálfsögðu.
Hver er vinsælasti maturinn
á heimilinu? Ýmsir réttir úr
Lambhaga-nautahakki.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar fæddust 6 kálfar
á einum sólarhring, allir lifandi, og
eins þegar 7 ær voru þrílembdar
sama daginn.
Chili-lambalundir „tacos“ með balsamic-rúsínum
Lambakjöt er frábært í kryddaða
rétti eins og taco. Lambið heldur
bragðinu í bland við kryddið
og hvort sem notað er hakk eða
hægeldaður vöðvi – eða jafnvel
lambalund snöggelduð á pönnu
eða grilli.
Lambakjötið er framreitt
með mjúkum taco-vefjum sem
eru eins konar pönnukökur úr
maís, en oftast notað hveiti á
Vesturlöndum. Vefjurnar fást í
öllum matvöruverslunum. Vefjurnar
eru fylltar með ljúffengu lambi,
í chili-kryddlegi með ferskum
lime-safa. Það er hægt að bæta við
kryddlögðum rúsínum og sýrðum
rjóma til að fullkomna réttinn.
Þetta er líka frábær réttur með
nauti eða svínakjöti.
Kryddað lambakjöt
› 2 matskeiðar fennelfræduft
› 1 matskeið appelsínu- eða sítrónusafi
› 1/2 tsk. cumin fræ, möluð
› 1/8 teskeið negull, malaður
› 1/8 teskeið paprikuduft
› 3 rif hvítlaukur, marin eða fínt söxuð
› 1 matskeið edik (hvítvíns eða epla)
› 1 tsk. salt
› 1/2 tsk. pipar
› 1 tsk. sítrónu- eða limesafi
› 1/2 tsk. sítrónu- eða limebörkur
› 1 msk. góð chilisósa að eigin vali
› 300 g lambakjöt (lundir)
› 2 saxaðir chilipipar
› 1 laukur, saxaður
› 3 lárviðarlauf
› 6 korn „tortillas“ vefjur (má nota hveiti
pönnukökur)
› Balsamic rúsínur (niðurlagðar í smá
ediki)
› 3 msk. kóríander, saxað
› 3 msk. saxaður hvítlaukur
› 1⁄3 bolli grænar ólífur, saxaðar (má
sleppa)
› 2 msk. rúsínur
› ½ bolli balsamic edik
› Limesafi til að bragðbæta með eftir
smekk (½ til 1 lime)
› Sýrður rjómi
Aðferð
Blandið saman fyrstu 12
innihaldsefnum til að mynda
kryddlög. Nuddið lambi og kryddi
saman, látið helst leggja yfir nótt, eða
í um það bil átta klukkustundir. Hitið
tvær matskeiðar af olíu á pönnu og
brúnið lambakjötið (má nota grill). Ef
panna er notuð, bætið söxuðum lauk
út á hana og léttsteikið. Eldið á lágum
hita þar til lambið er eldað eftir smekk.
Setjið rúsínur og balsamic-edik í
pott. Hitið og látið gufa upp þar til
balsamic-edikið er orðið helmingur
af upprunalegu magni. Fjarlægðu
rúsínur með skeið, notið edikið sem
salatdressingu ásamt smá olíu.
Framreiðið með ólífum, kóríander,
lauk og limesafa. Framreiðið volgar
vefjurnar með áleggi og jafnvel salsa.
Avókadó er ávöxtur
Avókadó er næringarríkur ávöxtur,
ekki grænmeti, sem tilheyrir
ættkvíslinni Persea, Lauraceae
fjölskyldunni – og er í raun ber. Svo
gott er að setja avókadó í smoothie,
og jafnvel í eftirrétti.
Súkkulaðimús er sett í súkkulaði-
skeljar, sem eru gerðar með því að
nota húðina af avókadó (þú þarft ekki
einu sinni að kaupa mót fyrir þessa
uppskrift).
Hér erum við með vegan-súkkulaði-
uppskrift sem er nokkuð holl og
jafnvel það góð að börn elska hana
(uppskriftin er ekki vegan ef notaður
er rjómi í súkkulaðisósuna, en hægt
að nota kókósmjólk).
Avókadó-hvítsúkkulaðiegg
Þetta er frábær uppskrift, það tekur
ekki einu sinni langan tíma að
undirbúa hana. Ég myndi mæla með
að borða hann sama dag því avókadó
getur misst litinn við geymslu.
Að framreiða í súkkulaðiskel er
mjög fallegt. Allt sem þú þarft að
gera er að hreinsa hálfan avókadó-
börk og þá smyrja hann að innan
með svolitlu af bræddu súkkulaði.
Látið kólna og harðna, fjarlægið svo
börkinn og þá eruð þið með fallegar
súkkulaðiskeljar.
Avókadó-súkkulaðimúsin er með
aðeins fimm hráefni og bragðast
guðdómlega.
Að gera avókadó-súkkulaðiegg er
frábær skemmtun, sérstaklega fyrir
páskana.
Fyrir fjögur avókadó-
súkkulaðiegg:
› Tvö þroskuð og mjúk avókadó
› 150 g hvítt súkkulaði
› 40 g sykur eða eitthvað annað hollt
sætuefni, svo sem maplesíróp eða
agavesíróp
› 25 g kakósmjör eða kókosfeiti
› 2 tsk. vanilluþykkni
Aðferð
Passa að nota tvö þroskuð og mjúk
avókadó-aldin og skera þau í tvennt.
Gakktu úr skugga um að þú haldir
berkinum óskemmdum þar sem þú
þarft að nota hann síðar.
Aldinkjötið er tekið úr berkinum og
sett til hliðar. Hreinsið börkinn vel
og setjið til hliðar.
Hitið upp 150 g af dökku súkkulaði
í vatnsbaði (þið getið líka notað
örbylgjuofn en verið varkár að
súkkulaðið brenni ekki, best að taka
það út áður en það er alveg bráðnað
og hræra aðeins í því.)
Penslið eða notið skeið til að setja
brædda súkkulaðið inn í börkinn.
Penslið súkkulaðið í kring til að
ganga úr skugga um að hliðarnar
séu vel hjúpaðar.
Setjið í frysti þar til það er hart en það
tekur innan við 30 mínútur.
Hvít súkkulaði-avókadómús
Blandið saman avókadó, kókosfitu,
vanilluþykkni og hlynsíróp í
matvinnsluvél og maukið þangað
til allt er slétt.
Bræðið hvítt súkkulaði í vatnsbaði.
Setjið aðeins til hliðar til að kæla
það. Þú getur einnig brætt súkkulaði
í örbylgjuofni í 20 sekúndur í einu
og hrært á milli.
Blandið maukinu saman við hvíta
súkkulaðið. Hellið blöndunni í
glös eða avókadó-súkkulaðiskel
og látið kólna í kæli í um fjórar
klukkustundir. Skreytið með eigin
vali, flott er að taka smá úr músinni
með heitri skeið og fylla með bræddu
súkkulaði og rjóma til að líkja eftir
avókadó steini.
Bjarni Gunnar Kristinsson
Matreiðslumeistari
Lambhagi
Ómar, Margrét og börn.
Dóra, Björgvin og börn.
Sjöfn Guðmundsdóttir.