Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201954 Einni milljón króna hefur verið úthlutað úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu til þriggja verkefna í þágu aldraðra. Markmið sjóðsins, sem er í eigu Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, eiganda Hrafnistuheimilanna, er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraðra. Sjóðurinn er opinn öllum, einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, sem að stunda rannsóknir, formlegt nám eða annað sem stuðlað getur að jákvæðri þróun í málaflokknum. Þetta kemur fram á vef Hrafnistu. Berglind Soffía Blöndal, næringarfræðingur og doktorsnemi í næringarfræði, hlaut styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Rannsóknarverkefni hennar ber heitið Næringarmeðferð aldraðra einstaklinga eftir útskrift af Land- spítala Háskólasjúkrahúsi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna útskrift aldraðra einstaklinga samkvæmt Nutrition Care Process meðferðaráætlun ásamt heimsendum mat. Sérstaklega samsettum með þarfir aldraðra í huga, hafi áhrif á næringarástand, vöðvastyrk, hreyfifærni, lífsgæði og endurinnlögn á sjúkrahús eða dauða eftir útskrift af öldrunardeild. Samanborið við viðmiðunarhóp sem er útskrifaður á hefðbundinn hátt, og viðmiðunarhóp sem væri byggður á sögulegum gögnum frá því áður en útskriftarverkferillinn sem nú er farið eftir var tekinn í notkun 2016. Rannsóknin mun gefa upp- lýsingar um vannæringu aldraðra í heimahúsum og hvaða aðferðum er best að beita til að sporna gegn versnandi næringarástandi þeirra. Niðurstöður munu breyta verkferlum hvað varðar útskrift aldraðra einstaklinga og opinberum ráðleggingum um þjónustu við þennan viðkvæma hóp ásamt því að finna leiðir til þess að auka lífsgæði aldraðra. Bætt lífsgæði með Nemaste Elfa Þöll Grétarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, hlaut styrk að upphæð 300 þúsund krónur. Verkefni hennar ber heitið Þýðing og forprófun á lífsgæða- mælikvarðanum: The quality of life in late-stage dementia (QUALID). Markmið verkefnisins er að leggja grunn að markvissum leiðum til að meta árangur af breyttu verklagi eins og Namaste nálgun felur í sér. Namaste umönnun hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi sem ný nálgun í umönnun einstaklinga með heilabilun. Markmið þessarar nálgunar er að bæta lífsgæði einstaklinga með langt gengna heilabilun með persónumiðaðri vellíðunarmeðferð. Lífsgæða- mælikvarðinn mun nýtast öllum þeim sem starfa við umönnun og þjónustu við einstaklinga með heilabilun. Lestrarþjálfun barna með öldruðum Hjúkrunarheimilin Hulduhlíð og Uppsalir í Fjarðabyggð hlutu styrk að upphæð 200 þúsund krónur. Heiti vekefnisins er Ungur nemur gamall temur. Markmið verkefnisins er að fá grunnskólabörn í heimsókn á hjúkrunarheimilin og taka þar þátt í lestrarátaki. Börnin æfa sig í lestri með því að lesa fyrir íbúa sem veita þeim leiðsögn meðan á lestrinum stendur. Margvíslegur ávinningur verður af verkefninu; börnin eflast í lestri, íbúar fá heimsóknir grunn skólabarna sem dregur úr einveru, auk þess sem þeir taka þátt í uppbyggingarverkefni með börnum. Með verkefninu er verið að tengja saman kynslóðir, skapa notalegan vettvang til eflingar á yngstu og elstu kynslóðum samfélagsins og fá ungviðið í reglulegar heimsóknir. /MÞÞ Lemigo stígvél. Létt, stöðug ogslitsterk. Kr. 8.485.- með vsk. G. Kvaran í Reykjavík, sími 824-7610. Vantar nýjan eiganda. Toyota Land Cruiser 100, árgerð 2000. Vel viðhaldið. Keyrður 456.000 km. Sumar- og vetrardekk. Verð: 1.400.000 kr. Uppl. í síma 860-7060. Mitsubishi L200, Double cab,árg.2006 til sölu. Er með bilaða vél og fæst því á góðu verði. Ekinn 261 þúsund km. Staðsettur í Hveragerði. Uppl. í síma 660-3908. MuckTruck vélbörur 4x4. Burðarg. 250 kg, 3 gírar áfram og einn aftur. Honda fjórg. mótor. Sparaðu bakið www.bbl.is Bændasamtök Íslands hafa opnað orlofsvef, www.orlof.is/bondi Framvegis fara allar bókanir og greiðslur á orlofshúsum á vegum samtakanna fram í gegnum orlofsvefinn. Þar er nú opið fyrir bókanir á íbúð samtakanna í Þorrasölum 13–15, í Kópavogi, til ársloka 2019. Íbúðin er aðeins ætluð félagsmönnum Bændasamtaka Íslands. Allar nánari upplýsingar um íbúðina er að finna á orlofsvef BÍ. ORLOFSÍBÚÐ BÍ Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Plast í fjárhúsgólf og stíur. Bása- og drenmottur, útileiktæki, gúmmíhellur og gervigras. Heildarlausnir á leiksvæðum. Netfang: jh@ johannhelgi.is og sími 820-8096. Til sölu Delaval mjaltaþjónn árg. 2006. Uppfærður 2016. Einnig 2 kjarnfóður- básar og 2 aðskilnaðarhlið. Verð 3,5 millj. + vsk. Uppl. í síma 894-1595. Til sölu Suzuki Vitara árg. ́ 01. Góður bíll, skoðaður ´19. Verð 100 þús. kr. Uppl. í síma 869-2740, Ólafur. Toyota Hilux 2004. Á 35" dekkjum. Læstur framan og aftan. Úrhleypi- búnaður. Snorkel. Keyrður 209.000 km. Góður bíll. Ásett verð 2.200.000 kr. Uppl. í s. 693-5621 til kl. 21 á kvöldin. Til sölu 2 fjórhjól, Polaris 800, árg. 2006 og 2007. Uppl. í síma 892-0157. Xsperia ehf byggingafélag getur tekið að sér smíðaverkefni. Vönduð vinnubrögð og góð þjónusta. Hafið samband í síma 694-9414. Ráðskona óskast á l í t ið sveitaheimili. Nánari upplýsingar í síma 894-5063. Fjölskylda með hrossabúgarð í Danmörku óskar eftir að ráða au-pair frá Íslandi. Heimilishjálp og að gæta 5 ára sonar. Faðirinn er bóndi og móðirin hjúkrunarfræðingur. Uppl. Í netfangið: tornerosefly@gmail.com RG Bókhald bókhaldsþjónusta. A lh l iða bókhaldsþjónusta, vsk-skýrslur, skattaframtöl, ársreikningar, launaútreikningar, reikningagerð. Uppl. í netfangið: ragna@rgbokhald.is Tek að mér viðgerðir á flestum tegundum sjálf skiptinga. Hafið samband í síma 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission Akureyri, netfang: einar.g9@gmail.com, Einar G. Óska eftir góðum Toyota Hilux, árg. 2000 eða yngri. 33 tommu dekk eða stærra væri kostur, en skoða allt. Uppl. í síma 865-3962 eða litlivalli@gmail.com Vefnaður/Rakgrind. Óska eftir að kaupa notaða, vel með farna rakgrind 2-3 m. í ummál. Rammi kemur líka til greina. Uppl. í síma 860-0265. Óska eftir rörabeygjuvél. Er í síma 869-1870. Til sölu Óska eftir Atvinna Þjónusta Border Collie - hvolpar til sölu. Til sölu fjórir hreinræktaðir Border Collie hvolpar. Þeir eru 10 vikna. Tvær tíkur og tveir rakkar. Móðir: Ronja frá Dalsmynni. Faðir: Rex frá Fjalli, Skeiðum. Uppl. í síma: 486-6080. Fjölskylda óskar eftir að flytja í sveitina! Árborg og Ölfus eru draumastaðsetningar en skoðum allt. Erum að leitast eftir langtímaleigu. Uppl. veitir Erna í s. 662-5417 eða netfangið: ernasofie85@gmail.com Reglusöm kona á besta aldri óskar eftir einbýlishúsi á einni hæð til leigu, með kaup í huga að ári eða fyrr ef líkar. Staðsett í 801 Árborg, Flóahreppi eða Ölfusi, fjarri umferðargný. Ekki í uppsveitum. Toppleigjandi. Uppl. í síma 483-1041. Kaffihús / matsölustaður til leigu. Veitingarekstur Gamla barnaskólans, Skógum, Fnjóskadal til leigu. Hentar fyrir kaffihúsa- og matsölurekstur, listsýningar og handverkssölu. Staðsetning frábær, við munna Vaðlaheiðarganga, aðeins 16 km frá Akureyri, á móti Vaglaskógi. Uppl. í síma 849-8902. Dýrahald Húsnæði Til leigu Rannsóknarstjóður Hrafnistu: Þrjú verkefni fá styrki Verðlaunahafarnir þrír frá vinstri, Ragnar Sigurðsson f.h. Fjarðabyggðar, Berglind Soffía og Elfa Þöll, ásamt fulltrúum Sjómannadagsráðs og Hrafnistu í stjórn úthlutunarnefndar rannsóknasjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.