Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 7

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 7
Ófeigur J. Ófeigsson, læknir: Lækning bruna Ég mun alltaf verða móður minni þakklátur fyr- ir hve mikla hugsun og alúð hún lagði í að kenna börnum sínum að forðast slys og bæta úr því, sem skeð hafði, á eins einfaldan og skynsamlegan hátt og okkur var unnt. Meðal annars lagði hún ríkt á við okkur, að kæla bruna og mar viðstöðu- laust í köldu vatni. Hún sagði, að þetta hafi henni verið kennt þegar hún var telpa í Húna- vatnssýslu. Hún sagði, að kæling á bruna og mari dragi úr sviða og sársauka, og að miklu minna yrði úr þessum slysum við kælinguna. Ég man hve oft hún brýndi það fyrir okkur, að notfæra okkur skynsamlega reynslu fyrri kynslóða. Einmitt þessi atriði lagði ég til grundvallar rannsóknum mínum á bruna árið 1928 og aftur 1954 og síðan. Ég hef leitast við að sanna gildi aðferðarinn- ar fram yfir önnur ráð, sem notuð hafa verið. Ekki hefur verið hægt að komast hjá því að nota dýr, svokallaðar albino rottur, við tilraunirnar, en reynt hefur verið að fara eins mannúðlega með þau og unnt er. Dýrin hafa verið svæfð áður en tilraunin hófst. Því næst var klippt allt hár af baki og síðum bieð rafmagnsklippum. Að því búnu var klippta blettinum haldið í brennheitu vatni í vissan tíma. Brenndu blettirnir á sumum dýranna voru kældir i vatni, en á öðrum ekki, svo hægt væri að bera saman útkomuna. Bruninn var hafður svo mikill °g útbreiddur, að öll dýrin, sem enga vatnskæl- ingu fengu, drápust af afleiðingum brunans, flest af hitalosti. Á hinum dýrunum var brenndi blett- urinn kældur viðstöðulaust í ísvatni (0°C) í 10 mín. Þetta höfðu fáeinir vísindamenn reynt áður °g komist að þeirri niðurstöðu, að kældu dýrin hæju ennþá fyrr en þau ókældu. Þess vegna var álitið, að kæling bruna væri ekki aðeins óæskileg, heldur gæti hún verið lífshættuleg ef um meiri- háttar bruna (og kælingu) væri að ræða. Ég komst að nákvæmlega sömu niðurstöðu, að dýr, sem hlotið höfðu mikinn bruna og væru svo kæld í ísvatni í 10 mínútur, dæju fyrr en þau dýr, sem enga kælingu fengju. Ég gerði ráð fyrir að kuldalost í viðbót við hitalostið flýtti fyrir dauða dýranna. En þegar ég fór að kryfja dýrin, kom í ljós að þau, sem voru vatnskæld, voru miklu minna skemmd en hin dýrin. —■ Það hlaut því að vera einhver leið til að notfæra sér hin góðu áhrif kælingarinnar, en komast þó hjá hinum illu áhrifum kuldans. Ég stytti því kæl- ingartímann í ísvatninu smám saman niður í nokkrar sekúndur og varð það til þess, að einstaka dýr lifðu af tilraunina. Því næst reyndi ég kæl- ingu með 15 stiga vatni. Þá brá svo við, að ekki drápust nema 70% af vatnskældu dýrunum á móti 100% hjá hinum, sem enga kælingu fengu. Þá var kælt með 18° vatni. Nú dóu ekki nema 30%. En við kælingu með 22° vatni lifðu öll dýrin. Margar fleiri tilraunir voru gerðar, en þeim verð- ur sleppt hér. Við krufningu kom í ljós, að hjá ókældu dýrun- um ágerðust og dýpkuðu brunaskemmdirnar því lengur sem þau lifðu, en hjá þeim vatnskældu stöðvuðust skemmdirnar strax á fyrsta degi, og náðu mjög sjaldan dýpra en í gegnum húðina. Þessi munur var alveg ótrúlega mikill, enda varð útkoman eftir því: Ókældu dýrin, sem lifðu af hitalostin, dóu öll af djúpum, sýktum sárum, en vatnskældu dýrin lifðu og sár þeirra greru til- tölulega fljótt og vel. í síðari tilraununum voru dýrin klædd í þre- faldar flíkur til að líkja eftir fötum manna. Kom þá í Ijós, að því lengur sem þessar flíkur voru hafðar á ókældu dýrunum, því fyrr dóu þau, og bezt var að kæla dýrin með flikunum strax i vatni, en losa þau svo við flíkurnar undir eins og þær voru orðnar nægilega kaldar. Síðan ég var barn, hef ég hvað eftir annað verið vitni að því hve góð áhrif vatnskæling hefur haft á bruna hjá sjálfum mér og öðrum. Þeim, sem kæra sig um frekari upplýsingar, skal bent á grein mína um athuganir og rannsóknir á bruna, sem birtist í júlí-hefti Br. J. plast. Surg. 1959 og á grein bandaríska læknisins, Dr. Shulman, sem SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 5

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.