Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 4

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 4
Fréttir frá stjórn Allt frá þeim degi er L.S.S. var stofnað þann 12. maí 1973, hefur stjórn þess unnið að ýmsum málum til hagsbóta fyrir félagana. Raunar má segja að undirbúningsstjórnin hafi byrjað með þvi að skipuleggja ferð til Þýskalands í ág- ústmánuði 1973. Þessi ferð tókst vel í alla staði eins og menn rekur eflaust minni til. Ýmsu öðru hefur stjórn L. S. S. unnið að, t. d. leitað viðurkenningar sveitafélaga á nauðsyn slíks félagsskapar eins og L.S.S. er. Segja má að þessi viðurkenning hafi nú fengist með hinum nýja samningi er náðst hefur um laun til handa slökkviliðsmönnum og slökkviliðsstjórum, sem hafa þetta starf ekki að aðalatvinnu. Vonandi tekst í náinni framtíð að semja um laun til handa slökkviliðsmönnum er hafa þetta starf að aðalatvinnu, í einni heild við sveitarfé- lögin þannig að allir séu i sama launaflokki er gegna sama starfi innan slökkviliða, hvenær þetta verður er óhægt um að spá en vonandi verður þess ekki langt að bíða. Þá hefur stjórnin kannað tryggingar slökkvi- liðsmanna eins og fram kemur annars staðar hér i blaðinu. Til þess að fleyta sambandinu yfir hinar fjall- háu peningaöldur er ávallt myndast þegar félög eru stofnuð og ekki er byrjað að innheimta fé- lagsgjöld, þá ákvað stjórn sambannsins að stofna til happdrættis. Þetta tókst vonum framar, þar sem við fengum gefins vinninga og slökkviliðs- menn seldu þetta í flestum tilfellum endurgjalds- laust. Stjórnin vill flytja öllum þeim er að þessu stóðu bestu þakkir. Á þessu fyrsta starfsári hefur stjórnin staðið í því að koma á fót nýjum félögum víðsvegar um landið, en þó vantar tilfinnanlega félög á Aust- fjörðum, en áfram verður haldið og árangurinn kemur í ljós á þinginu sem haldið verður á Horna- firði í haust. Þann 17. ágúst sl. komu í boði L.L.S. slökkviliðs- menn frá Seelenberg í Vestur-Þýskalandi, en nánar verður sagt frá þeirri heimsókn í næsta blaði. Komið hefur verið á samböndum við erlenda aðila t. d. i Bandaríkjunum og Svíþjóð og von er á fleiri samböndum á næstunni, sem vonandi verður til góðs fyrir félaga sambandsins í fram- tíðinni. Sambandið leitaði samninga við ferðaskrifstof- ur um að fá aðgang að ódýrum sumarleyfisferðum til útlandi, ferðaskrifstofan Landsýn brást vel við þessari beiðni okkar og kvaðst fús til að aðstoða fé- laga sambandsins sem best hún gæti, ef þeir leit- uðu til hennar. Hvort meðlimir L.S.S. hafa not- fært sér þetta boð í einhverjum mæli, vitum við ekki enn, þó vonum við að svo sé. Eins og þeir sjá, sem þetta blað fá, þá lagði stjórn L.S.S. út í það ævintýri að gefa út þetta blað. Það hefði aldrei tekist, ef við hefðum ekki orðið jafnheppnir, sem raun ber vitni um, með blaðstjórn. Þeir í blaðstjórninni eiga allan heiður af þessu blaði en ekki stjórn L.S.S. Það er ekki ólíklegt að sumum finnist stjórn L.S.S. hefði getað unnið betur en hún hefur gert á þessu fyrsta ári sambandsins. Þetta verða sam- bandsfélögin að gera upp við sig sjálf og koma fram með athugasemdir á þinginu í haust. Það er ekki hollt fyrir neina stjórn að fá eintómt lof, hún verður líka að fá að heyra það sem betur hefði mátt fara. Landssamband slökkviliðsmanna var stofnað 12. maí 1973 og var þá kosin stjórn til eins árs. Stofn- un Sambandsins var búin að eiga nokkurn aðdrag- anda. Slökviliðsmenn álitu nauðsynlegt að koma á heildarhagsmunasamtökum slökkviliðsmanna. Vegna þess skipulags, sem er á skipun í flest slökkvilið, hefur reynst erfitt að ná mönnum sam- 2 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.