Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 18

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 18
Hluti slökkviliðsmanna í Miðneshreppi, talið jrá vinstrí: Júníus Guðnason, Einar Guðmundsson, Birgir Guðnason, Sig- urður Jóhannsson, Einar Bergsson, Guðmar Pétursson, Þórarinn Sœbjörnsson, Magnús Sigfússon, Oskar Gunnarsson, Sig- urður Guðjónsson, Ingibjörn Jóhannsson og Jón Norðfjörð slökkviliðsstjórí. í gang og getur þannig tapast mjög dýrmætur tími, því eins og slökkviliðsmenn segja, þá geta fyrstu 5 mínúturnar verið dýrmætari heldur en næstu 5 klukkustundir þegar eldsvoða ber að höndum. En úr þessu vandamáli rætist núna í nóvember eða desember á þessu ári, því að þá verður tekið í notkun útkallskerfi, sem tengt verður inn á síma slökkviliðsmannanna. — Er aðstaða til slökkvistarfa nógu góð í Mið- neshreppi, ég á við í sambandi við vatnsöflunar- möguleika? — Ég tel hana nokkuð góða í þéttbýlinu, bruna- hanar þyrftu þó að vera fleiri og sverari leiðslur að þeim. En bót í máli er, að stutt er í sjó og einnig er vatn á bílnum sjálfum, sem hægt er að hefja slökkvistarfið með, þar til búið er að tengja í brunahana og leggja slöngur, eða tengja dælu í sjó, en mjög handhæg laus dæla er á bílnum, sem fjórir menn geta auðveldlega borið. Um dreif- býlið er það að segja, að þar verðum við aðallega að treysta á sjóinn, en þó er sums staðar mögu- legt að tengja í neysluvatnsborholur. Nú, vonir standa til, að slökkviliðið eignist tankbifreið og er unnið að því máli núna og mundi það að sj álf- sögðu auka öryggið til muna. — Hvað eru margir menn í liðinu og hvernig skiptið þið með ykkur verkum? — Slökkviliðið telur nú 30 menn og er verka- skipting þannig: Slökkviliðsstjóri, 2 varaslökkvi- liðsstjórar, 6 dæluflokksmenn (bilstjórar), 9 slonguflokksmenn, 3 björgunarflokksmenn, 4 hús- rifsflokksmenn og 5 löggæsluflokksmenn. Svona er uppstillingin á liðinu, en menn geta skipt með sér verkefnum eftir því sem þurfa þykir og fara æfingar fram samkvæmt því. — Hvernig er æfingum háttað og hve oft eru þær haldnar? — Ýmist höfum við hópæfingar, þ. e. æfingar með öllum liðsmönnum, eða þá að flokkarnir eru æfðir hver í sínu lagi. Skylt er samkvæmt lögum um brunavarnir og brunamál, að menn skuli æfa minnst tuttugu klukkustundir á ári. Við höfum ávallt æft sem svarar þessum tíma. Æfingar höfum við reynt 16 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.