Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 22

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 22
Guðjón Petersen, framkvœmdastjóri Almannavarna ríkisins. Þegar lokið er við að kanna hin mismunandi hættusvið, er hafist handa við að finna út, hvaða starfshópar eða félagasamtök geta annast hina einstöku verkþætti, sem nauðsynlegt er að virkja á neyðartímum. Verkþættir þeir, sem hér um ræðir, eru eftir- f arandi: Fjarskipti Löggæsla Brunavarnir Verkfræði-, björgunar- og ruðningsþjónusta Sjúkra- og slysaþjónusta Fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf Mannflutningar Birgða- og vöruflutningar Mannafli Hjálparlið Birgðir — búnaður — tæki Upplýsinga- og fræðslustöðvar Viðgerðaþj ónusta. Við val á starfshópunum er tekið mið af dag- legu starfi þeirra, en þeir síðan styrktir með aukaliði, sem annast hliðstæð störf, en á öðrum vettvangi. Að loknu þessu könnunarstarfi er byrjað að byggja heildarmynstur samhæfðrar stjórnunar og verkdeilda þeirra aðila, sem inn í skipulagið falla, með hin mismunandi störf. Áætlanagerð Almannavarna beinist allan tím- ann að því, að mynda fastar skorður um hug- takið: „Hver gerir hvað, hvar, hvenær og hvernig á hættunnar stund.“ Þegar hér er komið sögu, er búið að móta þann hluta skipulagsins sem segir hver gerir hvað. Næsta skref áætlanagerðarinnar er, að fjalla um aðgerðahlutann eða m. ö. o. viðbrögð að björg- unar-, hjálpar- og líknarstarfi, þegar neyðin ber að dyrum. Er í þeim hluta áætlananna byggð upp samanhangandi keðja framkvæmda, þannig að hver grein neyðarþjónustunnar falli sjálfvirkt eft- ir ákveðinni formúlu inn í réttan farveg og tryggir þannig heildarframkvæmdina með öllum sínum hliðargreinum. Á þessu stigi er byggður upp sá hluti skipulagsins sem fjallar um „hvar, hvenær og hvernig“. Sú samhæfing sem hér hefur verið lítillega drepið á, er nú í frummótun á íslandi, en hefur náð mikilli þróun í öðrum ríkjum vestur- og austur-Evrópu ásamt Bandaríkjunum. Er hér úm mjög yfirgripsmikið verk að ræða, og mun því líða nokkur tími, þar til hægt verður að reyna kosti þessa kerfis til hlýtar. Þó hafa nú þegar verið gerðar nokkrar æfingar á einstökum þáttum samræmdrar neyðarþjónustu, og hafa þær sýnt og sannað yfirgnæfandi kosti þessa fyrirkomulags. Heyrst hefur sagt, að hér sé um pappírsvinnu að ræða, sem ekki komi að gagni, því það muni verða verkin sem gildi þegar á hólminn er komið. Þessi skoðun er laukrétt, svo langt sem hún nær. Ekkert stórhýsi verður byggt án smiða og verka- manna, en enginn myndi heldur byrja byggingu þess, án þess að hafa látið hanna og teikna bygg- inguna, áður en verk er hafið, til að tryggja að frá upphafi væru allir þættir byggingarinnar samhæfðir í eina heild. Er hætt við að smiðir sem ætluðu að byggja hús án þess að teikna áður myndu „reka sig á vegg“ fyrr en síðar. Eins er hætt við, að þeir sem ætluðu að annast stórfellda neyðarþjónustu á hættutímum, Sn samhæfðrar skipulagningar myndu nokkuð óft rekast óþyrmilega hvor á ann- an. Grundvöllurinn er skipulagning og samhæfing, en verkin eru neyðarþjónustan. tin cjci r uiÉ öíí tœLiflceri BLÓMASTOFA FRIÐFINNS SUÐURLANDSBRA UT 10 - SÍMI 31099 V ; 20 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.