Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 16

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 16
Slökkvilið Miðneshrepps, Sandgerði Jón Norðfjörð, slökkviliðsstjóri Miðneshrepps. « í Sandgerði hefur verið skráð slökkvilið frá því í apríl árið 1954 og á því slökkviliðið þar 20 ára afmæli á þessu ári. Okkur þótti því tilhlýðilegt, að senda blaðamann á fund núverandi slökkvi- liðsstjóra í Sandgerði, Jóns Norðfjörð, sem hefur gegnt því starfi síðan 15. sept. 1970. — Við byrjum á því að spyrja Jón um gang slökkviliðsmála i Sandgerði frá þvi að slökkvi- liðið var fyrst stofnað og fram að því að hann tekur við sem slökkviliðsstjóri: — Ég vil byrja á því að taka það fram, að þær upplýsingar sem ég styðst við eru aðallega af gömlum skjölum slökkviliðsins. Aðalhvatamaður að stofnun slökkviliðs í Sand- gerði var Erlendur Halldórsson þáverandi eld- varnareftirlitsmaður ríkisins og sá hann um, að keypt yrðu nauðsynleg tæki til slökkvistarfa. Tækjabúnaður sá sem slökkviliðið þá eignaðist, hefur sjálfsagt á þeirra tíma mælikvarða þótt all- fullkominn, en aðaluppistaðan var 2.500 m/L. C. Climax benzínknúin dæla á vagni, 300 m. af 2“ slöngum ásamt stútum, greinistykkjum og fl. nauðsynlegu s. s. ýmiss konar handverkfærum, reykgrímum (súrgrímum) hlífðarfötum o. fl. Nú, þessi tækjabúnaður var látinn duga slökkviliðinu fram til ársins 1970, að undanskilinni nokkurri endurnýjun á slöngum o. fl. árið 1963. Á árunum 1954—1965 var mikill áhugi hér fyrir slökkviliðinu og var hugsað vel um þann tækjabúnað sem til var og mikið æft. Á þessu tímabili voru slökkvi- stjórar þeir Þorgils Georgsson 1954—1958, Björg- vin Þorkelsson 1958—1962 og Heiðmundur Ottósson 1962—1965, en Heiðmundur lést árið 1965 og var mikil eftirsjá af þeim dugnaðarmanni. Á árunum 1965—1970 virðist sem nokkuð los hafi verið á starfsemi slökkviliðsins og var ástandið ekki nógu gott þegar ég tók við sem slökkviliðsstjóri og áhugi manna fyrir því fremur lítill. — Var mikið um eldsvoða á þessu tímabili, þ. e. frá 1954—1970: — Nei, ekki er hægt að segja að það hafi verið mikið um eldsvoða, en þó eru nokkrir eldsvoðar sem fólki eru eftirminnilegir, s. s. eldur í sam- komuhúsinu 30. júli 1954, eldur í stöplahúsi Garðs hf. 25. jan. 1956, eldur í íbúðarhúsi að Vallargötu 5 12. sept. 1960 og eldur í olíu við benzínsölustöð B.P. 17. jan. 1969 o. fl. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef, þá kom það alltaf í góðar þarfir að hafa hér slökkvilið þó svo að góð samvinna við slökkvi- liðin i Keflavík og á Keflavíkurflugvelli hafi oft komið sér vel. — Jón, þú tekur svo við slökkviliðsstjórastarfinu 14 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.