Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 25
Slökkviefni
Þó að langt sé síðan manninum hugkvæmdist
að nýta sér eiginleika eldsins, hefur honum ekki
enn tekist að ná fullkomnu valdi yfir honum, og
við sem slökkviliðsmenn erum því kannski kunn-
ugastir. Þó að furðulegt megi virðast, hefur tækn-
in, sem hefur gert byltingu á svo mörgum sviðum,
sáralítið komið inn á þetta svið, mannlegrar um-
gengni við náttúruna.
Ég mun leitast við að kynna hér á eftir helstu
slökkviefni sem notuð eru í dag og eiginleika
þeirra.
Vatn og efni notuð með því:
Vatn er og hefur verið frá upphafi helsta
slökkviefnið vegna kæli og kælingareiginleika þess.
Efnafræðilegar upplýsingar: a. Til að bræða eitt
pund af ís þarf 143 BTH hitaeiningar (eitt BTH
er það hitamagn, sem þarf til að hita eitt pund af
vatni um 1°F). b. Til að hita vatn frá frostmarki
upp í suðu þarf 180°BTH. c. Til að eyma eitt pund
af vatni þarf 970,3 BTH. Það er ekkert efni í nátt-
úrunni, sem hagkvæmt er að nota til að slökkva
eld, sem er eins ríkt af þessum eiginleikum og
vatnið. Og enn er einn mjög veigamikill þáttur
ónefndur, en það er þegar vatn breytist úr vökva
í gufu (eyming) eykst rúmtak þess 1700 sinnum.
Þetta óhemju aukna rúm vatnsins (gufunnar)
ryður burt jafnmiklu magni af lofti frá eldinum,
ef eymað er á eldstað, og kæfir á þann hátt eld-
inn. Ef litið er á upptalninguna hér að framan,
er augljóst að kælieiginleikar vatns myndu full-
nýtast ef hægt væri að koma því á eldinn í formi
íss eða snjóa, láta hann bráðna, hitna upp að
suðumarki og síðan eymast (samtals 143,4+180
+970,3=1293,7 BTH hitaeiningar) hvert pund. En
Astvaldur Eiríksson, yfirvarðstjóri, Slökkviliðinu á Kejla-
víkurjlugvélli.
slíkt þætti líklega heldur óhagkvæmt, enda engin
tæki til slíks og frosið vatn sjaldan við hendina
(sem betur fer).
Fyrst framan af notuðust menn við fötur til
að koma vatninu á eldinn, en bylting varð í þeim
efnum er brunadæla og slöngur með bunustút
komu til sögunnar og enn í dag gildir sú aðferð
i ríkum mæli. En með tilkomu úðastúta má segja,
að enn hafi verið brotið blað í þessum efnum.
Mestur árangur í slökkvistarfi næst ef hægt er
að láta eldinn eyma allt það vatn sem á hann er
sprautað, en sá árangur næst helst ef vatnið kem-
ur á eldinn og í hitann í kring í formi dropa (úða).
Rannsóknir sýna að besta stærð dropanna sé á
milli 0,55 mm og 1,0 mm., og enn betri árangur
næst ef stærð dropanna er sem jöfnust.
Hér hafa verið nefndir helstu kostir vatns sem
slökkviefnis, en þá er að nefna gallana og svör
við þeim:
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 23