Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 12

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 12
Nútíma eldvarnir og hlutverk slökkviliða í þeim Hin gömlu góðu spakmæli eins og „brennt barn forðast eldinn“ og „byrgið brunninn áður en barn- ið dettur ofan i“ eru bæði í fullu gildi þegar rætt skal um eldvarnir. Hitt er svo annað mál, hvort þessi hugtök eru höfð í huga sem skyldi, þegar að framkvæmd þessara mála er staðið hér á íslandi. Til að gera þessu efni nokkur skil þarf að gera sér ljóst, í hverju nútima eldvarnir eru helst fólgnar, hverjum stendur næst að sjá um fram- kvæmd þeirra og síðast en ekki síst hvers er að vænta af þeim. Eldvörnum sem slíkum má skipta í tvo aðalflokka: Almenna uppfræðslu og ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir. Ástæðan fyrir því að ég nefni uppfræðslu fyrst sem aðalþátt í eldvörnum er byggð á því að reynsl- an hefur sýnt okkur að flestir brunar verða til af mannavöldum, vegna vankunnáttu í meðferð efna og hluta sem orsakað geta eld og kemur gáleysi þar oft til. Til að menn geti forðast að valda íkveikju óviljandi með verknaði sínum þurfa þeir að bera nokkurt skynbragð á helstu undirstöðu- atriði um, hvernig og hvaða aðstæður orsaka eld og hvernig skuli standa að hlutunum til þess að fyrirbyggja að svo verði við hinar ýmsu aðstæður. Til að þessu marki verði náð þarf almenn upp- fræðsla að koma til frá áhugasömum og sérhæfð- um mönnum í þessum efnum ef vel á að vera. Til að ná árangri á þessu sviði þarf kennsla i eldvörnum að vera fastur liður á öllum skólastig- um þó ekki væri nema hálfan dag fyrir hvern nemanda árlega. Einnig þarf að ná til þeirra, sem eru komnir af skólastiginu og er tímar líða til upprpifjunar og væri hægt að koma því í fram- kvæmd með heimsóknum á stærri vinnustaði, þar sem sýnikennsla færi fram og með reglubundnum upplýsingaþáttum og erindum um þessi mál í fjölmiðlum. Hinar fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart brun- Sveinn K. Eiríksson, slökkviliðsstjórí, Keflavíkurjlugvelli. um geta verið margvíslegar og má þar fyrst nefna þátt tæknimanna, svo sem arkitekta og verkfræð- inga um skipulag og val efniviðar til hinna ýmsu byggingaframkvæmda. Reynslan hefur sýnt að eldvörnum hverrar byggingar er best við komið á meðan framkvæmdir eru í höndum hannaðarins, þ. e. a. s. á frumstiginu. Sé vilji fyrir hendi af hans hálfu að gefa raunhæfan gaum að eldvörn- um, þá er oftast hægt að koma þeim fyrir á hag- kvæman og ódýran máta á hönnunarstiginu. Hér á ég sérstaklega við fyrirkomulag öryggisútbún- aðar, nægilega neyðarútganga, eldföst skilrúm, staðsetningu kyndiklefa, loftræsti- og rafmagns- tækja o. s. frv. En ekki er þáttur verkfræðingsins þýðingarminni í þessum efnum, því hann ræður oftast til um val efnis til framkvæmdarinnar. Hér á landi hefur mér virst tiltölulega lítið tillit vera tekið til þessa þáttar í byggingaframkvæmdum hinna ýmsu stórhýsa og enn minna til áhættu- eðlis þeirrar starfsemi sem byggingunni er ætlað að þjóna. Til dæmis er ekki óalgengt að sjá stein- steypt stórhýsi með einangrun, inniklæðningu og skilrúmsveggi úr mjög eldfimum og reykmyndandi efnum svo sem frauðplasti, viðarlíkisklæðningu, 10 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.