Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 31
takmörkunar þess lofts er fæst með þessari aðferð.
Til þess að fá hærri froðutölu (léttari froðu) þarf
mótor- eða vatnsknúna viftu.
Notkun millifroðu.
Eins og áður er tekið fram má ekki ætla sér þá
dul, að milli- eða léttfroða sé lausn á öllum elds-
voðum. Þvert á móti eru þeir eldsvoðar tiltölu-
lega takmarkaðir þar sem milli- og léttfroða koma
að verulegu gagni. Miklar tilraunir hafa verið
gerðar með notkun froðu og er mér helst kunnugt
um þaer sem hafa verið framkvæmdar í Noregi og
Svíþjóð. Þá hefur Slökkvilið Reykjavíkur gert
nokkrar tilraunir m. a. við hús- og skipabruna. í
ljós hefur komið að milli- og léttfroðan standast
illa mikinn hita (bólurnar springa of ört) svo
og vissar tegundir gas og ryks. Sótagnir virðast
hafa niðurbrjótandi áhrif á myndun froðunnar.
Skilyrði til árangursríks starfs verða því að vera
nokkuð afmörkuð. Illmögulegt er að koma froðu
niður gegn miklu hitaútstreymi frá eldinum.
Nauðsynlegt er því að opna út á öðrum stað en
froðunni er beint inn, helst í hinum enda þess
rúms er brennur. Getur þá jafnvel verið nauðsyn-
legt að brenna gat með logskurðartækjum í gegn-
um dekkplötur á skipi. Tilraunir og notkun milli-
froðu við skipsbruna hefur reynst vel hér hjá okk-
ur — þegar tekist hefur að koma froðunni niður.
Best hefur reynst að hafa froðuna tiltölulega
þunga fyrst í stað (stilla froðublöndunginn á 3—5)
en létta hana síðan þegar hún fer að streyma nið-
ur (froðublöndungur á 1—1 y2) og þrýstingi á 150—
180 P.S.I. 7-12 kg/cm2.
Ekki hefur enn reynt verulega á gildi froðunn-
ar hér í Reykjavík, við kjallara og lagerbruna, en
erlendis hefur hún reynst vel í slíkum eldsvoðum,
þar sem hægt hefur verið að beina hitauppstreym-
inu annað en gegnt froðunni. Þá getur millifroð-
an komið sér vel við að verja lagera, vélar og jafn-
vel hús, þó sjálfur eldurinn sé slökktur með vatni
eða öðrum slökkvimiðlum. Hún skemmir tiltölulega
lítið út frá sér og hjaðnar og hverfur á nokkrum
klukkustundum. Þá hefur millifroðan verið reynd
með góðum árangri á opna olíuelda, m. a. hér í
Reykjavík og á Akureyri og full ástæða til að ætla
að hún komi sér vel við elda í oliutönkum og til
að verja nálæga tanka.
Nokkuð hefur verið gælt við þá hugmynd hvort
millifroðan gæti ekki komið sér vel við hlöðu-
bruna. Leggja froðuteppi yfir efsta lag heysins
til að koma í veg fyrir að eldurinn brjótist upp og
breiðist út um yfirborðið og kveiki í sjálfri hlöð-
unni, en moka síðan eða blása heyinu út undan
froðunni. Tækifæri til að sanna þessa kenningu
fékkst við hlöðubruna á Blikastöðum í Mosfells-
sveit, seint á árinu 1973.
Talsverður eldur var í hlöðunni, þegar komið
var á staðinn. Var strax reynt að dæla millifroðu
yfir heyið í gegnum hlöðudyrnar. Það tókst ekki
sem skyldi því mikinn reyk lagði út og hafði hann
niðurbrjótandi áhrif á froðuna (froðutrektin fékk
ekki nægilegt súrefni). Var þá farið með froðu-
trektina og léttfroðublásara að öndverðum gafli
hlöðunnar, opnuð lúga og fékkst þá góð loftræst-
ing eftir hlöðunni. Léttfroðu (ft. ca. 600) var nú
blásið inn og hlaðan nærri fyllt. Stöðvuðust þá
logarnir og útbreiðsla eldsins. Þyngri froðu var
síðan dælt í súgþurrkunarstokkana til að koma
í veg fyrir að eldurinn breiddist út frá þeim. Síð-
an var um helmingi heysins mokað út úr hlöðunni
og slökkt í glæðum með vatni.
Starfsmenn Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins voru beðnir að athuga áhrif froðunnar á
heyið sem fóður. Niðurstöður rannsókna þeirra
urðu, að efsta lag heysins 1(5—20 cm) var mjög
rakt, en þar fyrir neðan hafði heyið ekki misst
neitt af fóðurgildi sínu, að undanskyldu því sem
eldur hafði komist í að sjálfsögðu. Lögðu þeir til
að efsta lagið yrði fjarlægt sem fyrst vegna myglu-
myndunar. Niðurstöður þessarar frumraunar með
froðuna í hlöðubruna reyndust mjög jákvæðar.
Þó ber þess að geta að hætt var við millifroðuna
vegna þess að ekki varð komist nógu nálægt hey-
inu með trektina sökum reyks. Er þó engin ástæða
til að ætla annað en að hún komi að jafnmiklum
notum ef hægt er að koma henni að, t. d. með
því að lofta vel út eða beina henni niður um þak.
Ein meginuppistaðan í froðumyndun er loft.
Þess ber því ævinlega að gæta, að loftinntak tækj-
anna sé ekki rýrt. Reykur og gastegundir hafa
neikvæð áhrif á froðumyndunina. Því skal varast
að færa millifroðutrektina inn í reyk.
Vatn og froðu má aldrei nota samtímis, því að
vatnið brýtur froðuna niður. Að lokum ber að
gæta þess að skola öll tæki vel eftir notkun, því
annars sest froðuvökvinn til og stíflar tækin.
Millifroðutæki eru nú komin til slökkviliða víða
um land. Með nægilegri þekkingu og reynslu á
notkun þeirra, eiga þau vafalaust eftir að verða
að miklu gagni.
Reykjavík 31. júlí 1974.
ÞING L.S.S.
Þing Landssambands Slökkviliðsmanna verður
haldið dagana 5. og 6. október 1974, að Höfn í
Hornafirði.
Dagskrá: Samkvæmt þingsköpum.
Athygli sambandsfélaga skal vakin á eftirtöld-
um greinum í lögum L.S.S.: 5., 7., 10., 12. og 20. gr.
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN £9