Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 10

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 10
Reyklosun Erindi flutt á ráðstefnu slökkviliðsmanna um brunamál, haldinni á Akureyri í maí 1973. Reyklosun er þýðing á orðinu brandventilation, en með reyklosun er ekki einungis átt við losun á reyk, heldur einnig, og ekki síður, losun á hita, eldfimum lofttegundum (sem við hækkandi hita- stig verða æ eldfimari) og yfirþrýsting. Hver slökviliðsmaður með reynslu af húsabrun- um þekkir þá þýðingu, sem rétt framkvæmd reyk- losun hefur við slökkvistarfið. Rétt framkvæmd á réttum stað og réttum tíma. Pyrst og fremst er reyklosun þýðingarmikil til björgunar á fólki við bruna. Af þeim sem deyja við bruna hafa flestir kafnað í reyknum vegna súrefnisskorts, orðið fyrir eitrun af kolsýringi (c. o. kolmonaxið) eða villst í reyknum áður en eldtungurnar hafa náð þeim. Lungnaskemmdir vegna innöndunar á heitu lofti getur einnig verið dauðaorsök. í stærri samkomuhúsum, sjúkrahúsum, hótelum, og í sumum tilfellum verksmiðjum og lagerhúsum er reyklosun mjög nauðsynleg til björgunar á fólki við eldsvoða. Einnig er reyklosun oft eða oftast forsenda fyrir árangursríku slökkvistarfi. Við sem slökkvistarf vinnum vitum að reykurinn er í mörgum tilfell- um erfiðari viðfangs en sjáanlegur opinn eldur. Kjallara- og þakeldar (svo maður tali nú ekki um elda í skipum) hafa alltaf vegna lítilla loft- rafestimöguleika verið erfiðir viðfangs, vegna þess að reykur og hiti hindra slökkviliðsmönnum að- gang að eldinum. Þá fyrst þegar nokkrir kjallara- gluggar hafa verið opnaðir eða göt gerð á þekj- una er góðs árangurs að vænta. í þriðja lagi getur reyklosun dregið úr eða heft alveg útbreiðslu eldsins og ekki síður útbreiðslu reyks og heitra eldfimra gastegunda og þannig dregið úr tjóni við eldsvoða. Litlir möguleikar á reyklosun geta aftur á móti leitt til þess, beint eða óbeint, að svokölluð „sek- under“-tjón aukast. En til slíks tjóns teljast reyk- og sótskemmdir og tión af völdum slökkviefna. Þessi s.k. „sekunder“-tjón geta orðið í mikilli fjarlægð frá eldinum. Við skíðlogandi eld í herbergi verður yfirþrýst- ingur í efrihluta herbergisins en undirþrýstingur í neðrihluta þess. Yfirþrýstingurinn er að sjálf- sögðu mestur upp við loftið og undirþrýstingurinn mestur við gólfið. í fyrstu eru mörkin á milli yfir- og undirþrýstings, s.k. hlutlausa lína mjög ofar- lega og nálægt loftinu en fellur hratt niður ef ekki er loftræst. Sé aftur á móti loftræst, ræður stærð eldsins, stærð loftræstingar og staðsetning- ar hennar legu hlutlausu línunnar. Venjulegast er yfirþrýstingur við eldsvoða allt að 10 kg/m2, en við mikinn brunahraða getur hann orðið allmikið lægri. Þrátt fyrir yfirþrýsting getur reyklosun tekið alllangan tíma, sérstaklega ef ekki er möguleiki á loftræstingu upp úr húsinu. Af þeim sökum er farið að nota viftur við reyklosun og hefur það gefið mjög góða raun. Þessar viftur vinna ýmist á þann veg að blása reyknum út eða þrýsta fersk- lofti inn og þannig pressa reykinn út. Flestir slökkviliðsmenn gera sér vel grein fyrir afleiðingum af yfirþrýstingi í herbergi. Þeir vita að hurð getur slengst út með miklum krafti, þegar hún er opnuð, og að miklar eldtungur geta skotist út á sama augnabliki. Einnig getur reykur og eld- fimar gastegundir, ásamt eldtungum gosið út um gat, sem gert er á þak. Út um glugga sem hafa brotnað, ekki bara af hitanum, heldur einnig af yfirþrýstingi, geta eldtungur og reykur, vegna yfirþrýstings einnig staðið marga metra út í loft- ið. Hættan á brunagassprengju í minni herbergj- um er mikil, en verður minni, ef byrjað er nógu snemma á reyklosuninni. Ég held, að öllum megi ljós vera þörfin á reyk- losun. En ein árangursríkasta aðferðin til þess, er að opna þakið efst og hlémegin fyrir reyk og heitum lofttegundum, en neðst og vindmegin fyr- ir fersku lofti. Hingað til hefur aðallega verið notast við dyr og glugga og önnur tilfallandi op, auk þess sem göt hafa verið rifin eða brotin á þök og veggi. Að því er varðar dyr og glugga er lega þeirra oftast það neðarlega á veggjum húsa, að fullt gagn fæst ekki með þeirri lausn. Með því að rífa göt ofar getur oft fengist mun betri reyklosun, en það er tímafrekt og veldur oft allmiklum skemmdum (sem standa ekki alltaf í réttu hlut- falli við brunatjónið að öðru leyti). Einnig getur hætta verið því samfara að rífa göt á þök, sem hafa meira og minna rýrða burðarhluti. Því er mönnum æ ljósari nauðsyn sérstaks út- búnaðar til reyklosunar á húsum. Reyklúgur eru því miður allt of sjaldgæfar hér á landi, en það er útbúnaður, sem ég bind miklar vonir við. Tómas Böðvarsson. 8 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.