Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 26
1. Vatn leiðir rafmagn, en þó er slík leiðni ekki
eins mikil og menn álíta í fljótu bragði. Rann-
sóknir sýna að bein vatnsbuna leiðir ekki
hættulega mikið rafmagn sem er minna en
600 volt. Sé vatni beint að rafmagnsleiðara í
formi úða er hættan margfalt minni. Hér er
að vísu átt við hreint vatn, en t. d. sjór eða
vatn með einhverjum efnablöndum leiðir tölu-
vert meir.
2. Vatn frýs, en við því er lítið að gera á okkar
vettvangi, nema þar sem um slökkvitæki er að
ræða, þar má nota frostlög.
3. Tregða til að smjúga inn í efni, t. d. hey,
baðmullarvörur o. s. frv. Svarið við þessari
tregðu er svokallað „Blautt vatn“ en það er
efni sem blanda má í vatnið og smýgur það
þá margfalt betur. Þessu efni er venjulega
blandað í vatnið í hlutföllunum 1:1000 með því
að tengja sérstakan blandara (líkt og froðu-
blandara) á slöngu nálægt dælunni, en hann
sogar, um leið og vatnið streymir i gegnum
hnn, efnið úr geymslukút (venjuleg 20 ltr.
brúsa). 20 ltr. brúsi dugar í rúma klukkustund
sé notuð 1 y2” slanga. Svo má líka blanda í
vatnstanka bílanna.
4. Vatn er of þunnt í öðrum tilfellum, t. d. ef
verja á nærliggjandi hús, og það fýkur auð-
veldlega í vindi. En þessum eiginleika má
breyta með notkun efnis, sem nefnist „þykkt
vatn', því er blandað á svipaðan hátt og blauta
vatninu. Ef venjulegu vatni er sprautað á lóð-
réttan vegg, rennur það niður vegginn um 1—2
mm. þykkt, en sé það blandað þykku vatni
verður þykktin um 4—5 mm.
5. Vatn sekkur í flestum eldfimum vökvum. Þar
á við efni, sem kallast „Létt vatn“, en það er
gætt þeim eiginleikum, eins og nafnið bendir
til, að vatn blandað þessu efni, flýtur ofan á
t. d. benzíni, olíu o. s. frv. Þetta efni hefur mjög
rutt sér til rúms á undanförnum árum í flug-
vallaslökkviliðum. Það mun vera um 3—4 sinn-
um fljótvirkara en gamla kvoðuefnið á benzín
og olíuelda. Léttvatni er blandað i vatn á sama
hátt og kvoðuefni og notast er við samskonar
verkfæri til að sprauta því, þó að það sé ekki
skilyrði því það dugar jafnvel, ef ekki betur,
með venjulegum úðastútum.
6. Tært vatn hleypir í gegnum sig hitageislum.
Útbúin hafa verið tæki til að mynda einskonar
úðavegg, á milli brunastaðar og annars sem er
í hættu vegna hitageislunar, til að verja þann
siðarnefnda vegna ikveikjuhættu. Rannsóknir
sýna, að slíkir úðaveggir gera 3—4 sinnum
minna gagn, heldur en ef hægt er að koma
vatninu beint á hinn óvarða hlut sem í hættu
er, vegna þess að hitageislar fara auðveldlega
í gegnum vatnið i formi úðaveggs, en sé það
í beinni snertinu við það sem verja á, nýtast
eiginleikar þess 3—4 sinnum betur, eins og
að framan segir.
Kvoða:
Slökkvikvoða er ekki annað en loftkúlur fram-
leiddar úr sápukenndum eða kemiskum efnum.
Hún er framleidd þannig að hún myndar sam-
fellt fljótandi teppi, einskonar, á brennandi vökv-
um, og slekkur eld með því að útiloka loft frá
gufum eldsneytisins og kælir einnig yfirborð þess.
Kvoða er hentugt eldvarna- og slökkviefni á
mjög víðtækum grundvelli, þvi hún er einskonar
vökvi sem er mjög léttur, tekur til sín mikinn
hita og hefur mikla viðloðunarhæfni.
Ýmis efni og verkfæri eru á markaðnum í dag
til að framleiða kvoðu. Eru þar bæði kemiskar og
mekaniskar aðferðir. Kemiska aðferðin (t. d. i
slökkvitækjum) byggist á þvi að tvennskonar
upplausnum (aluminum sulfadi og sodium bicar-
bonat blandað vissum kvata), er blandað saman,
við það myndast einskonar gos af koltvísýringi
(CO2), svipað og i gosdrykk, sem þrýstir kvoð-
unni út úr viðkomandi tæki. En hinar koltvísýr-
ingsfylltu loftkúlur hafa furðu mikla mótstöðu
gegn hita og eldi, einnig er viðloðunarhæfileiki
slíkrar kvoðu áberandi mikill.
Þenslan á kemiskri kvoðu er frá 7 á móti 1 upp
í alltað 16 á móti 1. Galli kemiskrar kvoðu er sá
að upplausnirnar þurfa að vera um 10° til 20°C
heitar, til að góð kvoða fáist, annars missir hún
eiginleika sína mjög ört. Einnig er erfitt að flytja
hana eftir leiðslum lengri leiðir, sérstaklega ef
beita þarf þrýstingi. Þá þola þessar upplausnir
tiltölulega stutta geymslu eða um eitt ár, úr þvi
tapa þær eiginleikum sínum. Því er nauðsynlegt
að endurhlaða t. d. kvoðuslökkvitæki einu sinni
á ári.
Mekanisk eða vélunnin kvoða er aftur unnin á
þann hátt að kvoðuefni er blandað ýmist í dæl-
unni eða við stút með sérstökum sogstút. Þessi
kerfi bjóða oft uppá það að hægt er að ráða þykkt
kvoðunnar, með sérstökum blöndustilli á tækjun-
um, en þensla kvoðunnar ræðst yfirleitt af bygg-
ingarlagi kvoðustútsins. Hitastig kvoðuefnis og
vatns skiptir ekki máli. Ýmsar tegundir af þess-
um efnum eru á markaðnum en þeim má þó
skipta í tvo flokka: í öðrum eru kvoðuefni sem
unnin eru úr lífrænum efnum en í hinum efni,
sem unnin eru úr gerfiefnum eða ólífrænum. Aðal-
mismunurinn á þessum efnum er geymsluþolið,
þau sem unnin eru úr lifrænum efnum hafa tak-
markað geymsluþol, venjulega um 5 ár. Sum þess-
ara efna þola allt að 10° til 15°C frost, önnur
minna eða ekkert. Sum hafa mjög víðtæka notk-
24 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN