Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 27

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 27
unareiginleika, þ. e. sama efnið er hægt að nota í lág-, milli- og háþenslukvoðu með mismunandi blöndunarhlutföllum, allt frá 1% upp í 6%. Það nýjasta af þessum efnum mun duga í alls konar kvoðu og sem „blautt vatn“ lika. Nánar mun vera rsett um millikvoðu á öðrum stað í þessu blaði. Koltvísýringur (CO Carbon Dioride) Koltvísýringur, oft ranglega kallaður kolsýra, er lit- og lyktarlaus lofttegund, 1,5 sinnum þyngri en venjulegt andrúmsloft. Koltvísýringur er mest notaður í slökkvitækj- um misjafnlega stórum. í slökkvitækinu er hann hafður undir miklum þrýstingi (eða um 800 pund á fertommu). Við þessar aðstæður, í venjulegu hitastigi, er hann að miklu leyti i vökvaformi, og þegar hleypt er úr tækinu eymast meirihluti vökv- ans, en það hefur geysilega mikla kælingu í för með sér og kælir þann hluta vökvans sem ekki eymaðist niður í 4 8O C og hraðfrystir hann, í þnnig ásigkomulagi lítur koltvísýringur út eins og snjór, enda oft kallaður „þurr ís“. Þennan „þurra ís“ getur verið mjög varasamt að fá í snert- ingu við skinn, því að meðan hann er i þessu formi er hann geysilega kaldur og því hætta á frostbruna. Einmitt vegna þessarar miklu kæl- ingu, sem á sér stað í stútnum, er handfangið á stútnum einangrað, því ella frysi notandinn fast- ur við stútinn. Annar tilgangur með hinu ein- ungraða handfangi er sá, að við þensluna í stútn- um myndast stöðurafmagn, sem gæti valdið not- andanum töluverðum óþægindum. í þriðja lagi er handfangið einangrað, vegna þess að á horninu, sem er venjulega fyrir framan handfangið, mynd- ast hrim, sem myndi leiða rafmagn til notandans, ef verið væri að slökkva rafmagnseld og hornið kæmi i snertingu við rafmagn. Koltvísýringur er ágætt slökkviefni á elda í brennanlegum vökvum eða rafmagnselda. Hann slekkur eld á þann hátt, að þegar honum er dreift yfir brennandi efni, ryð- ur hann burt eða þynnir loftið, sem fyrir er, með þeim afleiðingum að eldurinn kafnar. En þar sem koltv.'sýringurinn er loft rýkur hann tiltölulega fljótt í burtu, þaðan sem honum er ætlað að vera, því er ávallt mikil hætta á endurikviknun, og ber að vera viðbúinn slíku með tækið tilbúið. Ætla mætti að koltvísýringur hefði mikla kæli- eiginleika, sem nýttust í ríkum mæli í sambandi við slökkvistarf. En svo er þó ekki. í fyrsta lagi vegna þess að tiltölulega lítill hluti verður að ís eða um 30% og í öðru lagi að eyming þessa íss tekur til sín ekki nema 246,4 hitaeiningar (BTU) pr. pund, en til samanburðar tekur eyming vatns, við frostmark, 1150 hitaeiningar. Koltvísýringur hefur engin tærandi áhrif á menn, en þar sem hann ryður burt lofti, er mönnum ekki líft í slíku andrúmslofti vegna súrefnisskorts. í næsta blaði verður rætt um þurrduft og ýmsa slökkvivökva o. fl. Ástvaldur Eiríksson. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 25

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.