Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 15

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Blaðsíða 15
En mig grunar að allvíða sé sú skoðun á slökkvi- liðinu meðal almennings og ráðamanna að það sé nokkurs konar ill nauðsyn, sem ekki sé fært annað en að hafa vegna reglugerða þar um, þó ekki sé nema að nafninu til. Stærstu orsök þessa álits er að finna að mínu mati hjá slökkviliðs- mönnunum sjálfum og byggi ég þessa skoðun mina á því að þeir gera lítið sem ekkert til þess að vinna með almenningi að þessum málum, mennta sig lítið sem ekkert um þessi mál né hafa fyrir Því að koma sínum fróðleik á framfæri. Skoðun niín er sú að nær alla eldsvoða sé hægt að fyrir- byggja með sterkum og vel skipulögðum eldvörn- um, en eldvarnaeftirlit og uppfræðsla meðal al- mennings um þau mál er tiltölulega ódýr. Þannig starfsemi þarfnast fyrst og fremst starfskrafta, sem vinna að slíku verkefni í einlægni og þeir menn hafi staðgóða menntun og reynslu í þessum efnum. Fyrsta boðorð hvers slökkviliðsmanns ætti að vera að helga sig þess konar verkefnum ef hann í raun og veru vill teljast fullgildur slökkvi- liðsmaður og vill reynast samborgurum sínum sem best í því starfi. Einnig ættu tryggingarfé- lögin að beita sér meira fyrir bættum eldvörnum og taka höndum saman við slökkviliðsmenn og ráðamenn bæjar- og sveitarfélaga um að koma þeim í framkvæmd. Þvi það er sannfæring mín, að með samstilltu átaki þessara aðila í eldvarnar- málum muni er fram líða stundir minna verða um bruna hér á landi, færri dauðaslys og minna eignatjón af þeirra völdum og þar með meira ör- yggi þegnunum til handa. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um nokkrar frumhliðar eldvarna, en málefnið er það víðtækt að varla er hægt að gera því nokkur skil sem heitið getur í stuttri grein sem þessari, en meginmarkmið mitt er að vekja athygli á að það stendur okkur slökkviliðsmönnum næst að vinna að og koma á framfæri betrumbótum í þessum málum, því hvers getum við krafist af öðrum ef við ætlumst ekki til hins sama og helst svolítils meira af okkur sjálfu'm. Hafi mér tekist að vekja athygli slökkviliðsmarina á þessum málum og leitt þá til umhugsunar um aðgerðir í þessum efnum, þá er tilgangi mínum náð. Skoðun mín er sú, að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi, í þessum efnum sem öðrum, og tel ég mig þar tala af tölu- verðri reynslu hvað snertir eldvarnir og hugaríar ráðamanna og fólksins á umráðasvæði slökkviliðs þess sem ég veiti forstöðu. í þau 22 ár sem ég hef þekkt þar til mála hefur ávallt verið beint hlutfall á milli fjölda og stærða brunatjóns og þess sem lagt hefur verið í brunavarnir á hverjum tíma og til að nefna tölur þessu til staðfestingar skal bent á að brunar voru um og yfir 100 talsins og tjón af þeirra völdum talið nema milljónum króna að meðaltali fyrir 10 árum og þar á undan, en meðaltal bruna hefur verið undir 10 talsins og tjón í þúsundum króna að meðaltali síðustu 10 árin, en brunavarnir og eftirlit á ýmsum sviðum verið aukin að sama skapi. Einnig hefur vilji ráða- manna til aukinna fjárveitinga til handa slökkvi- liðum og samstarf fólksins við slökkviliðið verið með ákjósanlegasta móti hin síðari ár. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mönnum sem frumkvæði hafa átt að því takmarki að reyna að sameina alla slökkviliðsmenn í félags- legum skilningi hér á landi, og skilst mér að blað þetta sé einn liður á þeim vettvangi, en minna þá um leið á, að án skilnings fólksins á nauðsyn þeirrar starfsemi sem þeir hafa helgað krafta sína, þ. e. slökkviliðsstarfinu, þá verður róðurinn þungur til umbóta, en að sama skapi léttur, sýni þeir vilja í verki í þessum efnum, minnugir þess að það er almenningur sem er að kaupa af þeim þjónustu. Sveinn Eiríksson. Dregið í happdrætti L.S.S. Dregið var í happdrætti L.S.S. þann 15. febrúar af Borgarfógetanum í Reykjavík. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1. vinningur: Húsgögn að eigin vali að verð- mæti 60.000,00. Kom á miða nr. 4976. 2. vinningur: Flugferð að eigin val með Loft- leiðum að verðmæti ca kr. 40.000,00. Kom á miða nr. 1001. 3. vinningur: Trygging hjá Hagtryggingu að verðmæti 10.000,00 á miða nr. 1322. Vinninga skal vitjað á skrifstofu L.S.S., Hverfis- götu 82, Reykjavík, opið alla mánudaga frá kl. 17—19, sími 10670. / ^Lreij tin gar uiÍ öÍÍ tcebi^œri N BLÓMASTOFA FRIÐFINNS SUÐURLANDSBRA UT 10 - SÍMI 31099 V / SLÖKKVIUÐSMAÐURINN 13

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.