Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Síða 4
Brunavarnanámskeið
Námskeið fyrir brunavarnir Árnessýslu, í
reykköfun, notkun handslökkvitækja og milli-
froðu, var haldið á Selfossi dagana 24. og 25.
apríl 1976.
Fulltrúar Brunamálastofnunar ríkisins, sem
héldu þetta námskeið, voru svo vinsamlegir
„Slökkviliðsmanninum“, er þeir hringdu í und-
irritaðan og buðu okkur að vera viðstadda þetta
námskeið, sem við og þáðum, og hafi þeir hinar
beztu þakkir fyrir.
Brunavarnir Árnessýslu samanstanda af
Slökkviliði Selfoss, sem í eru 25 menn, og er
höfuðslökkvilið í sýslunni. Því til aðstoðar eru
svo þjálfaðar sveitir í hverjum hreppi fyrir sig,
sem er ætlað það hlutverk að annast fyrstu að-
gerðir, ef voða ber að höndum, svo sem að
bjarga fólki út úr brennandi húsi, birgja alla
glugga og dyr og sjá til þess að slökkvilið það,
sem kemur á vettvang, fái greiðan aðgang í vatn.
Þessir hreppar eru:
Gaulverjabæjarhreppur með 7 menn,
Hraungerðishreppur, 6 menn,
Sandvíkurhreppur, 7 menn,
Skoðuð slökkvistöð Selfoss og tœkjabúnaður, undir
leiðsögn Eggerts Vigfússonar slökkviliðstjóra.
Hilmar Sölvason
Skeiðahreppur, 7 menn,
Villingafaoltshreppur, 8 menn.
Námskeiðið hófst kl. 10 árdegis í Tryggva-
skála á Selfossi með því að Gunnar Pétursson,
starfsmaður Brunamálastofnunar ríkisins, bauð
fundarmenn veikomna. Hann fjallaði fyrst um
almenna slökkvitækni og sýndi kvikmynd mál-
inu til glöggvunar. Næst var fjallað um reyk-
köfun, sýnd reykköfunartæki og aðferðir við
leit að fólki í þéttum reyk. Sýnd var kvikmynd
frá Bandaríkjunum. — Leiðbeinandi var Guð-
mundur Haraldsson.
Sýnd var notkun millifroðu, bæði efni og
notkun tækja, einnig var sýnd amerísk kvik-
mynd í því sambandi. Þessa kynningu anncÁist
slökkviliðsstjórinn á Selfossi, Eggert Vigfússon.
Heyrir það til nýbreytni hjá Brunamálastofnun-
inni, sem lofar mjög góðu, að fá slökkviliðs-
stjóra hinna ýmsu staða til að taka þátt í stjórn-
un námskeiðanna, og skilaði Eggert þessu verk-
efni vel af hendi eins og hans var von og vísa.
Síðan var farið á æfingarsvæði slökkviliðsins,
þar sem einn maður, velviljaður slökkviliðinu,
hefur léð því gamla 'hlöðu og fjárhús til æfinga,
og var þar æfð reykköfun, þar sem menn skipt-
ust á um að kafa hinn þykka reyk og bjarga út
ímynduðu fólki ('brúðum). Þannig lauk fyrra
degi þessa námskeiðs.
2
S LO KKVILIÐSMAÐU RINN