Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Page 7
Bréf frá Suðureyri
Nokkrir punktar frá Suðureyri við Súganda-
fjörð, svona rétt til að láta vita að við erum
a landakortinu, og verðum þar áfram.
Eg mun hér á eftir stikla á stóru í sambandi
við þrjú útköll hjá slökkviliði Súgandafjarðar,
eitt átti sér stað í desember 1975, en hin tvö í
janúar 1976, ásamt fleiru, sem vel má fljóta hér Guðjón Jónsson
með.
Það er sunnudagur 28. desember 1975, úti
næðir norð-austan áttin, frsmur svöl, og skamm-
degið ræður ríkjum, það er því ósköp notalegt
að mega sofa eitthvað frameftir, en hvað
slökkviliðsmenn hér snerti, átti allur svefn að
vera í hófi. Það er kl. 06,20 sem við fáum boð
um að eldur sé laus í einni af íbúðum þeim sem
Piskiðjan h.f. á, og rekur fyrir starfsfólk sitt.
Mér er tjáð að einn maður kunni að vera í íbúð-
inni, málið horfir því mjög alvarlega við frá
upphafi, eins og allir slökkviliðsmenn vita, þá
er það æðsta markmið okkar að bjarga manns-
lífum, það var tafarlaust farið inn í reykfyllta
íbúðina, og þar inni á stofugólfi fannst maður-
inn meðvitundarlaus. Honum var bjargað út,
og umsvifalaust hafist handa með blástursað-
ferð. A sama tíma voru gerð boð eftir hjúkrun-
arkonu og sjúkraliða sem hér búa og starfa,
þær komu svo von bráðar og höfðu meðferðis
súrefnistæki, slökkviliðið á ekki slík tæki, en
þau kona. Maðurinn komst aftur til meðvit-
undar eftir um 20 mínútna blástur og súrefnis-
gjöf, en það var talið öruggara að senda hann
strax með snjóbíl í hendur lækna á Isafirði,
þar náði maðurinn sér fljótt og vel, hér tókst
því 'blessunarlega vel til, en það verður aldrei
of oft brýnt fyrir fólki, að umgangast eldinn
með fullri virðingu fyrir ægimætti hans, ef og
þegar hann sleppur úr viðjum. Tjón af völdum
elds urðu engin í þessu tilfelli.
En nú gerðist stutt útkalla í milli. Föstu-
daginn 2. janúar 1976 kl. 16.10 varð nánast
sprenging í kyndiklefa að Aðalgötu 10 hér í bæ.
Þetta er tvílyft íbúðarhús úr steinsteypu, byggt
um eða upp úr 1945. Tvær fjölskyldur búa í
húsinu. Atvikin höguðu því svo, að ég var stadd-
ur inni við slökkvistöð laust upp úr kl. 16, en
þá er ég leit yfir bæinn, sá ég kolsvartan reykj-
armökk stíga með miklum krafti upp frá Að-
algötu 10. Eg var því ákjósanlega staðsettur,
og snaraðist upp í brunabíl, og ók honum út,
á svipuðum tíma dreif að slökkviliðsmenn og
var því strax unnt að fara með fullmannaðan
brunabíl á brunastað. Brunahani ‘er þarna
skammt frá og voru lagðar slöngur að honum
og gert klárt, á sama tfma fóru tveir reykkafar-
ar inn í kjallarann búnir 20 lbs. A.B.C. þur-
duftstæki og 15 Ibs. koltvísýringstæki, og tókst
að slökkva eldinn með þeim, enda eldur ekki
magnaður, en þarna var þó veruleg hætta á
útbreiðslu elds, þar sem gólf milli neðri hæðar
og kjallara er úr timbri. Slökkviliðið fór ekki
með vatn inn í húsið, en allmikið vatn rann upp
úr hæðarkút í risi hússins, og olli það nokkr-
um vatnsskemmdum á háðum hæðum, auk þess
iurðu nokkrar reykskemmdir. Öhætt er að
segja að flest hafi verið okkur í haginn við
þetta útkall, nánast allir slökkviliðsmenn á leið
til vinnu eftir kaffihlé, brunabíll svo gott sem
í gangi, og gott veður, en það var svo allt önnur
slökkviliðsmaðurinn
5