Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 20

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 20
tilraunabruna er hægt að sýra kolefnið í líf- rænustu efnunum algerlega í koltvísýring með því að veita nógu súrefni að eldinum. Við venju- legan bruna er aðstreymi súrefnis aldrei eins og best verður á kosið, sumt af kolefninu sýr- ist á ófullkominn hátt og myndar kolsýring. Við birgðan glóðareld er hlutfall kolsýrings miðað við koltvísýring venjulega meira en í eldi, sem loftið leikur um og logar glatt. Kolsýringur veldur köfnun, þar sem hann binst rauðu blóðkornunum 210 sinnum betur en súrefni, á sama tíma hindrar hann blóðið frá því að losa sig við úrgangskolsýring, sem það undir venjulegum kringumstæðum flytur til lungnanna. Þessar verkanir gera kolsýringinn 'hættulegan í litlu magni eins og sýnt er hér að neðan. Öndun á 0.15% í eina klukkustund eða 0.05% í þrjár klukkustundir er hættuleg lífi. Öndun á 0.4% er banvæn í minna en eina klukkustund. Öndun á 1.3% veldur öngviti í tveimur til þremur andardráttum og dregur til dauða á fáeinum mínútum. Margir óvissuþættir svo sem áreynsla, hiti og návist koltvísýrings og annara eitraðra bruna- lofttegunda 'hafa áhrif á það magn kolsýrings sem hægt er að anda að sér án þess að það valdi varanlegu tjóni eða dauða. Brennisteinsvetni. Ófullkominn bruni lífrænna efna sem inni- halda brennistein, myndar brennisteinsvetni. Til dæmis myndast þessi lofttegund við bruna á ull, skinnum, kjöti og hári. Brennisteinsvetni þekkist á „fúleggjalykt“ sinni en þessi eiginleiki er ekki nógu áreiðanlegur sem viðvörun. Þegar magnið er meira en 0.02% fer lyktar- skynið að bregðast og verður óvirkt eftir að efn- inu hefur nokkrum sinnum verið andað ofan í lungun. Öndun á 0.04%—0.07% í meira en hálftíma er hættuleg og getur valdið einkennum eins og svima og innvortis truflunum auk þyrkings og sársauka í öndunarkerfinu. Þegar magnið fer yfir 0.07% verður efnið baneitrað, hefur áhrif á taugakerfið og veldur geysihröðum andar- drætti og loks öndunarlömun. Þessir eiginleikar sýna fram á nauðsyn þess að varúðarráðstafanir séu gerðar strax og brennisteinsvetnis verður vart. Brennisteinstvísýringur. Fullkomin sýring á lífrænu efni sem inni- heldur brennistein myndar brennisteinstvísýr- ing sem verkar mjög ertandi á augu og lungu. Sé magnið 0.05% er öndun á því talin hættuleg jafnvel í skamman tíma. Ammoníak. Ammoníak myndast við bruna á efni sem inniheldur köfnunarefni. Sem algengt kæliefni í verslunar- og iðnaðarkælikerfum er ammon- íak varasamt, ef það breiðist út á meðan bruna stendur. Ammoníak verkar mjög ertandi á augu, nef, háls og lungu og af þessum ástæðum geta menn ekki haldist lengi við í ammoníaksmeng- uðu lofti án þess að verða fyrir alvarlegu tjóni. Öndun á 0,25% ammoníaki í hálfa klukkustund nægir til að valda alvarlegum skaða eða jafnvel dauða. V etnisblásýringur. Vetnisblásýringur er mjög eitraður, en mynd- ast yfirleitt ekki í hættulegu magni við bruna. Það myndast þegar vatn og sýrur verka á blá- sýringinn og getur orðið til við ófullkominn bruna á vissum efnum sem innihalda köfnunar- efni svo sem ull, silki og vissum plastvarningi. Vetnis'blásýringur er meindýraeitur og skapar hættu þegar byggingar þar sem notkun þess á sér stað brenna. Öndun á 0.03% er banvæn. Ein- kennandi ,,möndlulykt“ gefur stundum návist þess til kynna, en ekki má treysta því í öllum tilvikum, þar sem önnur lykt getur verið ríkj- andi og lyktarskynið getur hafa slæfst. Köfnunarefnistvísýringur. Köfnunarefnistvísýringurinn er feiknilega eitraður; það magn í lofti sem óhætt er að anda að sér í fáeinar mínútur er 0.0025%. Hann myndast með öðrum köfnunarefnisoxíðum við 13 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.